Thursday, August 04, 2005

Komiði sæl og vinsamlegast fyrirgefið mér hvað ég hef verið lengi fjarverandi. En svo illa vill til að ég á mér líf og hef verið að lifa því. Ég flutti inn til nýja píanósins míns, sem býr í nýju íbúðinni minni, sem ég keypti mér alveg sjálfur.. með konunni minni... og KB banka.Híbýlunum fylgdi sem sé píanó, sjöþúsund ára gamalt, af gerðinni Steinmeyer. Hann er örugglega gyðingur. Það er falskara en Árni Johnsen - sem lamdi Hreim. HREIM!!! ÞAÐ LEMUR ENGINN HREIM - ÞAÐ STENDUR Í LEIÐAVÍSINUM AÐ ÞAÐ SÉ BANNAÐ!!!

Hvernig finnst ykkur það?

Hreimur er svo mikið ljúfmenni að það er mynd af honum í orðabókinni við einmitt orðið "ljúfmenni". Fólk á að fara í rafmagnsstólinn fyrir það eitt að vera illa við hann.
Sjálfur gerði ég ekkert um verslunarmannahelgina, sem er ágætis leið til að láta ekki berja sig af Johnsen. Spilaði jú á Dubliner sunnudagskvöldið með Binna Bassakaddli, við vorum ögn við skál og í svakastuði. Mjög skemmtilegt.

Sá Sin City. Ljómandi.

Sá Eyes of Laura Mars á dvd, hafði ekki séð hana síðan ég horfði á hana í sjónvarpinu ´82 með Dóru frænku á Húsavík. Frábær mynd. Smá Dead Zone í henni, sem er frábært.

Hvað um það, íbúðin mín... hún er frábær, í labbfæri frá Stebba Stuð og Maríu (sem einmitt komu í heimsókn, settu upp ljós og drukku bjór um helgina), með glænýrri sérsaumaðri eldhúsinnréttingu úr einhverjum við sem er rándýr, með rafmagnshelluborði sem kostar meira en gítarinn minn - sem er dýr - og innbyggðu píanói. Jú, hún er reyndar í Breiðholti, en í Bergunum, sem er best þar. Ég er þó allavega ekki Bakkapakk eða Hólabjáni!

Hverfarígur... nei.

Að lokum vil ég óska Ósk og Hauki kærlega til hamingju með nýja barnið, en þeim fæddist risabarn í gær, strákur sem heitir ekki Ingvar þó ég hafi unnið hjá pabba hans Hauks í átta ár!
Drengurinn heitir sumsé Mikael - ekki í hausinn á DV-ritstjóranum heldur erkienglinum. Gott mál. Megi hann verða forseti alheimsins og finna upp heimsfriðinn.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina og kisstu píanóið frá mér... já og konuna til hamingju... Og Stefán, en ég er viss um að hann gerir sér ekki grein fyrir því að hann hafi verið að flytja... en samt...

Love you long time.
Egill.

11:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvorki linkur á Smack né fréttir af alvarlegum atburðum!
Sveinn ;)

8:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýju í búðina. Það er gott að búa í bergunum í Breiðholti, ég hef prófað það. Stutt í allt...nema miðbæinn. ;)

Orgelið.

9:42 AM  

Post a Comment

<< Home