Tuesday, August 23, 2005

Mamma á ammæli

Hún mamma mín á ammæli í dag. Til hamingju, elsku mamma mín. Þú ert fallegasta og besta konan í öllum heiminum.

Annars er það helst að frétta að Hildur Vala er víst byrjuð með Jóni Ólafssyni. Ég held það sé píanistinn, gæti samt alveg verið Jón í Skífunni eða Jonni bassaleikari í Start. Er ekki viss.

Heiða í Ædol er víst byrjuð með Ragga Bjarna, Helgi Þór með Diddú og Davíð Smári með Röggu Gísla.

Einar Valur átti svarið við Walken-getrauninni í síðustu færslu, rétt svar var Who am I this time, eða Hvur er ég í þetta skiptið. Sjónvarpsmynd frá því á síðustu öld.

Er dottinn inn í 24, síson 4. Byrjaði óvart pínuá sunnudag og hélt áfram í gær, þegar sonur minn var veikur og ég mætti því ekki í vinnuna fyrr en kl. 4. Sat heima þangað til og horfði á Jack Bauer berja á vondu köllunum. Hélt svo áfram eftir vinnu og fram á kvöld, vaknaði svo últrasnemma í morgun og hélt áfram. Búinn með þátt 13, klukkan er orðin 8 að kvöldi og allt er bókstaflega í hers höndum. Þetta er meira ávanabindandi en heróín. Ætti að vera notað á Vogi, kannski. Láta dóphausana horfa á allar fjórar seríurnar í röð og gera aðeins smápásu á tveggja þátta fresti til að fara á klóið og éta, hvort tveggja í einu. Kóld törkí yfir sjónvarpinu. Eftir að Bauer er búinn að bjarga heiminum og Bandaríkjaforseta í fjórða skiptið eru menn klín og geta fengið sér vinnu. Eins gott að þeir hafi gaman af CSI ef þeir falla aftur.

Sjáumst.

9 Comments:

Blogger DonPedro said...

Jóhanna Guðrún var að byrja með Gylfa Ægissyni. Ástin spyr ekki að aldrinum, nei seisei.

12:49 PM  
Blogger Bjarni R said...

Til hamingju með móður þína!

12:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér fyrir, Bjarni.

Ég frétti einnig nýverið á barnum að Brandur Enni frá Færeyjum hefði sést í sleik með Önnu Vilhjálms á Prikinu. Það er allt að gerast.

1:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:34 PM  
Blogger Jimy Maack said...

vá.
Ingvar hér færðu þína eigin jésúútgáfu af Gay Pride, hér færður Prayer Guide!

svakalega gay spam sem þú ert að fá hérna frá þessum jésu-fílum

annars var ég að byrja með Mamie Van Doren svona að láta vita af því.....

og til hamingju með Mömmu þína.


Walken 2008!!!


~€

1:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingu með mömmsuna þína og er fín kona.

kv,Brylldur.

3:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

haaa??...datt eitthvað út hérna hjá mér....úff....æ ég er ólétt, get ekkert að þessu gert.
En mamma Þín er samt fín kona.

Brylldur

3:55 PM  
Anonymous Hleibbi feiti said...

tilamingjumemmúttumaður.
Ég hélt að þetta samband væri óld njús?!

12:21 PM  

Post a Comment

<< Home