Friday, August 26, 2005

Meiri kúabjöllu!

Ég var búinn að heyra af því undanfarið að forsetaframboð Christopher Walken væri bara grín, eitthvað í sambandi við hlutverk hans í Boðflennum á biðilsbuxum (Wedding Crashers). Þetta var jú eiginlega of gott til að vera satt. Eins og ég hef margoft rekið mig á í lífinu, er það svo að þegar eitthvað er of gott til að vera satt er það vegna þess að það er haugalygi.

Svo er því miður um forsetaframboð Herra Walken.

Okkar maður ætlar víst ekki, allavega að svo stöddu, að verða forseti BN of A, þrátt fyrir að hann væri örugglega mun betri en Hillary og pottþétt margfalt betri en málhalta og vitblinda gimpið sem gistir Hvíta húsið þessi misserin.

Herra Walken, ef þú ert að lesa (og hefur á undraverðan hátt lært íslensku nýverið) þá áttu að bjóða þig fram og vinna. Þú átt að verða forseti Bandaríkja Norður-Ameríku. Mér skilst að það veiti ekki af ögn meiri kúabjöllu þarna.

Annars var ég að heyra að Brad Pitt og Jennifer Aniston væru skilin og Brad tekinn saman við Angelinu Jolie. Það er agalegt. Af hverju er ekkert um þetta í blöðunum?

Eldri-Sveppur er að fara að læra á píanó. Jibbí.

Annars datt ég í það í gær meðan ég var að spila. Það var gaman. Jósi og Villi Goði drukku með mér áfengi og var það hreint indælt. Annars var ég að heyra að bjór væri fitandi. Ég þarf sumsé að éta minna svo ég hætti að líta út eins og lifrarpylsa.

Las í blaðinu að Barði hefði gengið út úr Kvöldþættinum á Sikusi. Mér finnst það fyndið.

Ókeibæ.

6 Comments:

Blogger Ellen Alma said...

Mér finnst þú fyndinn! ;)

7:31 PM  
Blogger Villi said...

Mér finnst lifrarpylsa góð.

1:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með eldri-svepp ;)

Bengta

6:57 PM  
Blogger Gauti said...

ef þú ert ekki að grínast með að hafa ekki heyrt þetta með Angelinu, Brat og Jennifer þá gerðist það í framhaldi af "Mr. & Ms. Smith" og er búið að vera í öllum helstu slúðurblöðum síðan í vor (ég veit þetta reyndar bara af því Silja kaupir þessi blöð)

8:00 PM  
Blogger Jimy Maack said...

hmm...
ég ætla samt að kjósann!!!

8:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gauti minn, ég vissi þetta með Brad og Angelinu, ég var bara að grínast. Meira að segja strandaglópar á öllum heimsins eyðieyjum vita af þessu og þekkja málið í smáatriðum. Þeir hafa fengið framvindu mála senda í formin flöskuskeyta.

Ellen - takk.

Bengta - takk.

Jimi - ég líka, þrátt fyrir að búa ekki einu sinni í BN of A.

12:11 PM  

Post a Comment

<< Home