Monday, August 22, 2005

Menning schmenning

Skrapp niður í bæ í gær í þeim tilgangi, virtist vera, að týna familíunni hvað eftir annað í mannþröng og leiðindum. Veðrið var fínt, en það sama er ekki hægt að segja um línudansinn sem ég varð vitni að eða íbízatechnódídjei-inn sem lék lög af plötum þar á eftir. Fékk mér hinsvegar alveg eðal vöðuskel og steinbít af grillinu hjá einhverju köfunarfélagi og tók svo næsta klukkutíma og hálfan í að koma mér heim.
Svo heyri ég í úbartinu í dag að borgarstýruómyndin er að væla um að eitthvað hafi farið úr böndunum (hún hljómar alltaf eins og hún sé að grenja) og það þurfi að finna ráð til að hafa betri stjórn á öllu þessu mannhafi - hvað með að hafa þetta fleiri daga? Er það ekki morgunbloodyobvíuss að það er svo mikið um að vera að það þarf að deila þessu niður á heila helgi? Menningarhelgi frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds! Þar með er kominn enn meiri grundvöllur fyrir því að fá erlenda ferðamenn og jafnvel heimsfræga skemmtikrafta (sem reyndar eru orðnir dæm a dösen upp á síðkastið) og hafa dagskrá yfir 4 kvöld og 3 daga.

Hvað um það, horfði á Jurassic Park enn eitt skiptið í gær (og morgun, því ég hafði sofnað). Alltaf jafn skemmtileg. Byrjaði svo áðan á nýjustu 24, sá að vinur minn William Devane er þar með rullu. Hann er kúl.

Guðni Ágústsson vill ekki flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir skort á því hér heima. Hann sagði í fréttatíma um daginn að Argentína væri fjarlægt land sem við vissum lítið um. Hann sagði líka í fréttum áðan að þó kjötið sem ætti að flytja inn væri frá allt öðrum landshluta en gin og klaufaveikin kom upp í fyrir nokkrum árum ættum við ekki að skipta löndum í parta. Mig langar að fræða þá, sem ekki vita, um það að Argentína er gríðarlega stórt land, það áttunda stærsta á kúlunni, og þar búa 30 milljónir manna á 2,8 milljónum ferkílómetra. Strjálbýlla verður það varla. Þess utan hafa dýralæknar sagt að ekkert sé því til fyrirstöðu að flytja inn kjöt þaðan - nema náttúrulega að það kæmi bændum, aðalstuðningsmönnum Framsóknar, illa. Því er enn eina ferðina vaðið yfir okkur meðan bændur fá ekki bara beina styrki heldur líka svona mafíufyrirgreiðslu.

Rjúpnaveiðar verða hlægilegar nú í ár ef hver og einn má bara skjóta 10 - 15 kvikindi. Það er eins manns skammtur á aðfangadagskvöld, jólanótt og jóladagsmorgun. Eins og Hanni Bakk sagði, þá er þetta ekki upp í kött á nesi.

Enn eitt gatnamálahryðjuverk R-listans er á Miklubrautinni, sem þeir hafa reyndar að miklu leiti lagt í rúst fyrir. Nú er sumsé ein akrein fyrir stætó og bara strætó. Önnur umferð kemur að sjálfsögðu til með að ganga hægar fyrir vikið, en við verðum að láta okkur hafa það svo tómir strætisvagnarnir komist leiðar sinnar. Ég er ekki feginn að R-listinn er að liðast í sundur, ég er fúll yfir að hann og hans aðalstrumpar voru ekki teknir af lífi! Fyrst moka þeir peningunum okkar í að halda uppi strætóleiðum sem enginn notar, svo breyta þeir leiðakerfinu til verri vegar með ærnum tilkostnaði - til þess að spara - og svo fá þeir akreinar af götunum sem við hin vorum kannski að nota. Bara asnalegt.

Christopher Walken-getraunin í dag er erfið. Í einni ágætri mynd lék þessi vonandi verðandi Bandaríkjaforseti ákaflega feiminn mann sem var í áhugamannaleikfélagi. Þar gat hann brugðið sér svo gersamlega í karakter að öll hans feimni var fyrir bí. Hinsvegar vandaðist málið þegar kona ein varð ástfangin af honum - í karakter.

Hver veit hvaða mynd þetta er?

10 Comments:

Blogger Gauti said...

fúff , maður verður bara sveittur á að lesa þetta allt !
En til hvers að flytja inn nautakjöt ? . . er ekki nær að flytja inn "Argentísk" naut og rækta og allir sáttir ?

9:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

hey, djöfull er ég glaður að strædó séu farnir að ganga á sér akrein. Loksins, þá getur maður kannski farið að nota þessi skrýpi. Ég þekki 20.000 manns sem eru sömu skoðunnar og ég. Þetta bjargaði borginni fræa mammon.

Elvar

10:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku kadddlinn minn þú getur nálgast eðal nauta og kálfakjöt hjá mér í heilum og hálfum skrokkum á afskaplega ásættanlegu verði án allra stera og aukaefna.

Algjer óþarfi að vera alltaf að flytja allt inn, bara bera sig eftir björginni hérna heima.

Brynhildur búfræðingsmaki.

2:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mig langar ekkert endilega í Argentískt kjöt, en ég vil hafa valið. Það er bara bjánalegt að ekki megi flytja inn kjöt frá einum landshluta þar því gin og tónik-veikin kom upp í allt öðrum landshluta fyrir einhverjum árum.
Það á ekki að banna innflutning á einhverju bara til að vernda innlendan iðnað. Þá mætti t.d. ekki flytja inn húsgögn eða fiðlur.
Varðandi strætó - Elvar, það eru ekki einu sinni 20,000 manns sem nota strætó í heildina. Það var svo mikið tap á strætó í fyrra að það hefði frekar borgað sig að senda hvern og einn farþega með leigubíl á ákvörðunarstað.

4:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

já, enn....sko þegar strætó er með eigin akrein, það er eins og að vera á limmósínu...ég meina það er kúl. ég sagði við mömmu þegar ég var lítill. ,,mamma ég ferðast ekki með strætó fyrr en hann fær sér akrein"

Elvar

10:24 PM  
Blogger Gauti said...

Ég missti einusinni prófið í fjóra mánuði (vegna hraðaksturs . . eins og fíbbl) og þurfti þessvegna að taka strætó í vinnuna í Jan. Feb. Mars og Apríl . . það var hell ! . . fínt annarstaðar í heiminum en ísland er ekki með veður í strætó nema á sumrin . . mun aldrei ganga nema fyrir sérvitringa og þrjóskupúka !
Sér akrein eða ekki, þú þarft samt að labba í slabbi á áfangastað því að strætó stoppar aldrei fyrir utan þar sem þú ert að fara.

9:43 AM  
Blogger Jimy Maack said...

ég var bara nógu gáfaður til að flytja niðrí miðbæ og get því labbað í vinnuna.

strætó smætó..

Eiturlyf.. það er það sem ísland þarfnast í dag!!!! eða allavega músík til þess að neyta þeirra við.

10:39 AM  
Blogger Jimy Maack said...


myndin er Hver er ég þetta skiptið?

11:45 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var laglegt, Einar!!!
Hvernig vissirðu þetta? Gúgglaðirðu eða hefurðu séðana?

12:03 PM  
Blogger Jimy Maack said...

mig rámar í að hafa séð hana í þungu móki grænna laufa hér um árið.. og mig rámar í að hafa leiðst... en ég imdbaði þetta
:D

1:00 PM  

Post a Comment

<< Home