Tuesday, August 16, 2005

Pólítík Schmólítík

Skemmtilegar fréttir af hægum og kvalafullum dauða R - listans í þeirri mynd sem við þekkjum eru sem fögur tónlist í eyrum mínum. Samt stórfurðulegt að svona samtíningur ólíkra flokka skyldi endast þetta lengi þegar stefnuskráin var eitthvað á þessa leið : "Koma D - listanum frá og sjá svo bara til".

Pólítíkin úti í hinum stóra heimi er þó jafnvel áhugaverðari. Enginn annar en æskuvinur minn og félagi, maður sem stytt hefur mér stundir og verið sálufélagi minn ótal kvöldstundir hefur ákveðið að bjóða sig fram til forsetaembættis Bandaríkjanna eftir þrjú ár og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Koma Bandaríkjum Norður - Ameríku aftur til vegs og virðingar í alþjóðlegu samfélagi og gera menn svo stolta af því að vera frá Jú ess of ei að þeir hætti að ganga með "Canada" - húfur í utanlandsferðum. Enginn annar en Christopher "Ronnie" Walken er búinn að tilkynna framboð sitt, sjálfstætt, og ögra þar með hinu andstyggilega tveggja flokka kerfi sem hefur viðgengist of lengi þar á bæ. Síðast þegar leikari var við völd í Hvíta húsinu lagði það grunninn að hruni Sovétsins. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist ef leikari, sem er þetta góður, kemst til valda. Nú er bara að flytja til BNA, fá ríkisborgararétt, skella sér á kjörskrá og kjósa minn mann 2008.

www.walken2008.com

Getraun dagsins - í hvaða mynd lék Herra Walken bófa lagði á flótta frá vörðum laganna á sendibíl, sem falinn hafði verið inni í vörubíl?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það yrði skemmtilegt að sjá trausta Walkerinn á nýjum vettvangi.

Takk fyrir kommentið á síðunni minni.

Orgelið

3:11 PM  
Blogger Jimy Maack said...

the Anderson Tapes


ég myndi kjósa hann bara fyrir the Prophecy :)

5:14 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Prophecy er skemmtileg að einu leiti - í myndinni finnst Bibblía (The original Powerbook) frá árinu tvöhundruð og eitthvað. Bibblían var, eins og allir fullorðnir menn eiga að vita, ekki sett saman fyrr en árið 520. Skemmtilegt.
Annars sýgur Prophecy feitan þorsk.
Svar þitt er hinsvegar rétt og færðu að launum einn kaldan næst þegar þú kemur á Döbbliner þegar ég er að spila.

5:19 PM  

Post a Comment

<< Home