Wednesday, August 17, 2005

Sirkús

Sofnaði yfir sjónvarpinu í gær. Það var engin furða, ég var að horfa á Sirkus. Þeir mega nú eiga það að þeir sýna gamla Seinfeld og Friends ótt og títt, en íslenska sjónvarpsfólkið er ekki alveg að gera sig.

Guðmundur Steingrímsson er með Kvöldþáttinn. Til að taka ekki of djúpt í árinni skulum við segja að hann sé enginn Hemmi Gunn.

Í Kvöldþættinum er fréttatími, hvar maður að nafni Bjarni Grétarsson kemur fram undir nafninu Sigurjón Bjarnason. Engin furða að hann vilji leyna sínu rétta nafni miðað við frammistöðuna. Hann hefur víst, er mér sagt, verið með útvarpsþátt á FM. Það hentar útliti hans mun betur að vera í útvarpi, helst með þöglan þátt.

Unnur Birna... æææ. Hún sér um kvikmyndaþáttinn Sjáðu. Það er álíka gáfulegt að setja hana í þá stöðu eins og að láta undirritaðan sjá um vikulegan sjónvarpsþátt um heila og taugaskurðlækningar í suð-austur Asíu. Mér fannst Unnur Birna voða sæt þangað til ég sá þáttinn.

En til að jafna þetta ögn þá sýna þeir American Dad, sem er bara fyndinn.

Bauxmálið... það er skemmtilegt. Fyrst er okkur sagt í bresku blaði að þetta snúist um að Big Mac og pylsa með öllu hafi verið greidd af röngum reikningi. Svo bendir Mogginn á millifærslur upp á hundruðir milljóna sem ekki séu samkvæmt lögum og reglum. Svo er Fréttablaðið, sem er í eigu Baugsfeðga, með ítarlega umfjöllun um málið. Ákærurnar eru birtar í heild sinni, með ítarlegum útskýringum frá ákærðu - sem eru, eins og áður segir, eigendur blaðsins. Eins er viðtal við þá allítarlegt. Allt sem þeir láta út úr sér við blaðið er lesið yfir af lögfræðingum þeirra.
Ekki ætla ég að eyða miklu af rýrum frítíma mínum í að kynna mér þetta mál nánar, því ég tel mig engan veginn geta treyst fréttaflutningi af því. Verð að treysta dómstólum. Vil hinsvegar segja að mér finnst þetta allt saman voða fyndið. Nefni dæmi af sláttutraktornum, sem þeir Baugsmenn segja að hafi verið "mistök". Það er hægt að segja þetta um öll skattsvik, er það ekki? Ef villur koma upp í bókhaldi segir maður bara "mistök". Á maður þá að sleppa við dóm? Er ekki ábyrgðin hjá fyrirtækinu að halda vel utan um bókhald sitt?
Einnig hafa fjölmiðlamenn sagt að ef Baugsmenn fái dóm eigi meirihluti íslenskra bissnissmanna að hljóta dóm - er það réttlátt? Ég efast um að þeir sem láta svona út úr sér þekki helming íslenskra bissnissmanna. Þess utan á ekki að sleppa einum með að fremja glæp þó að margir aðrir hafi framið sama glæp og komist upp með það. Hreint absúrd að "viti bornir menn" segi svona lagað. Kannski segja þeir það af því að fjölmiðillinn sem þeir vinna hjá er í eigu ákærðu.

Annars er Cameron Diaz á landinu. Las það í blaði sem er í eigu Baugsfeðga. Ætli hún vilji koma í sleik?

2 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

er Cameron ekki karlmannsnafn? er Cameron Crowe þá ekki kelling? ....

Hringvöðvamálið er dapurlegt í raun, mistök smistök - var það ekki það sama og maðurinn sem hefði verið nefndur "berst við tónlistarmenn" sagði um sjálfan sig þegar hann stal frá íslendingum??

12:26 PM  
Anonymous Hjörtur Frændi said...

Já það er gott að fleirum finnst það sama og mér um blessaðan kveldþáttinn. Mér hefur reyndar aldrei fundist hún þarna litla, man ekki hvað hún heitir í augnablikinu, sæt. Hún er eins og henni finnist hún alltaf vera fyrir, með svona afsakandi svip á andlitinu, örugglega að reyna að vera sæt og saklaus. Nenni ekkiað pæla í bauxurunum eins og þú, enda ertu hetjan mín. Hvað Cameron Diaz varðar, þá hitti ég hana á Laugarveginum, sagði "Hi" og syndi henni mynd af þér. hún sagði bara "SHIT, where has he been all my freaking life!! Just give me the time and the place for the make out !!" Þá sagði ég "Oh, sorry but his in a relationship and has kids" Hún hljóp grátandi í burt og öskraði eithvað um að hún yrði aldrei söm.
Kveðja, Hjörtur frændi

12:31 PM  

Post a Comment

<< Home