Saturday, August 06, 2005

Skemmtilegt

Hún á ammælídag, hún á ammælídag, hún á ammæli hún kerlingin mín, hún á ammælídag!
Til hamingju, ef þú ert að lesa þetta. Annars lestu aldrei bloggið mitt, svo það þýðir ekkert að koma með einhverjar ástarjátningar og svoleiðis.

Í framhaldi af kommenti mínu um Hreim (sem nú heitir Barði) og Árna Nonsense er gaman að henda hér inn broti úr yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar varðandi þetta skemmtilega atvik um helgina, þegar Árni barði Hreim fullkomlega að tilefnislausu (jú, ég hef talað við vitni!).
Segir m.a. í yfirlýsingunni:

Þjóðhátíðarnefnd harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur Örn Heimisson hefur reynst öflugur starfsmaður Þjóðhátíðarnefndar um árabil. Störf hans verðskulda eingöngu virðingu og þakklæti.

Og hananú. Árni heitir þarna "annar starfsmaður". Maður verður ekki ómerkilegri en það.

Annars er eitt sem fer gríðarlega í taugarnar á mér - þegar stendur á flennistóru skilti fyrir ofan löð og tímarit í verslunum "Blöðin eru ekki ætluð til aflestrar".
Hvað í ósköpunum á þá að gera við þau? Ekki fer ég að kaupa blað sem á ekki að lesa!

Ég ætlaði að setja inn link á Smack-síðuna, en þar er engin mynd af mér og ekkert minnst á að ég spilaði með þeim aftur nýverið í brúðkaupi Lalla flugumferðarstjóra (reyndar eiginlega ekkert minnst á mig yfirhöfuð), þannig að þið getið tekið þennan link og troðið honum upp í rassgötin á ykkur. Djéskotans...

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Má ég vera sá fyrsti hér og óska henni og þér til hamingju.

Manchester kveðja.
Sigurleðjan.

11:26 AM  
Blogger Ellen Alma said...

Til hamingju með konuna ;)

1:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

www.smack.is

8:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er löglega afsökuð með síðbúna afmæliskveðju, var að keyra gegnum Evrópu og kíkti ekki einu sinni á netkaffi.

Innilega til hamingju.

Orgelið

10:24 AM  
Blogger Gauti said...

hei til hamingju með konuna :)
. . . en með hann Árna , þreytist hann ekkert áðí að skíta ásíg ?

8:19 PM  

Post a Comment

<< Home