Wednesday, August 24, 2005

Stuð

Mikkudagur og ég er í stuði. Svaf í átta tíma í nótt, sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Vakna kannski almennilega upp úr hádegi.

Walken-getraun dagsins er hress.

Í mynd nokkurri lék Walken mann sem var ekki allur þar sem hann var séður. Karakter hans þótti hinsvegar að sumu leiti minna talsvert á mann sem er til í alvörunni. Því brugðu framleiðendur á það ráð að taka skýrt og skilmerkilega fram í byrjun myndarinnar að þessi persóna, sem Walken leikur, og vörumerkið, sem hann stóð fyrir, væru skáldskapur frá upphafi til enda og ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Hver er myndin?

Svo vil ég óska Leslie Van Houten, eða Lulu, til hamingju með afmælið. Hún er stödd, eins og fjölmörg síðustu ár og öll önnur sem hún á ólifuð, í California Institute for Women í Fontera, Kaliforníu. Þar situr hún inni fyrir sinn þátt í morðinu á heilu kvöldverðarboði. Hún var nebblega ein af fylgisfólki Charles Manson. Það hefur víst eitthvað rofað til í hausnum á henni síðan.
Hún er fimmtíu og sex ára í dag.

8 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

erh.. ég stend á gati. eins og lappalaust bílslys

ég ætla því að skjóta á súran kost.

the Prophecy!!!!

heheheh

11:26 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

O, nei.

12:26 PM  
Blogger Gauti said...

var það ekki bara þegar hann lék vonda gæjann í "A view to a kill"

5:04 PM  
Blogger Jimy Maack said...

mér þykir reyndar sennilegast að þetta sé Frank Abignale Snr.

5:06 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gauti steinlagði þetta. Þetta var jú View to a Kill, sem að hluta til var tekin hérlendis. Fóru tökur fram við Jökulsárlón, hvar önnur Bond-mynd, Die another Day var að parti til tekin seinna. Einnig var eitthvað af Tomb Raider og slatti af Batman Begins filmað á sama stað.
Batman er best af þessum myndum að mínum dómi.
Til hamingju, Gauti.

5:12 PM  
Blogger Ingolfur said...

ég var að skoða myndir.
þú ert þeim hæfileikum gæddur kæri frændi að illa gengur að ná af þér vondri mynd.
Þvílíkur kynþokki!

1:23 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, ég er sexí!

10:05 AM  
Blogger Jimy Maack said...

hefuru íhugað að gerast fyrirsáti?

11:57 AM  

Post a Comment

<< Home