Monday, August 29, 2005

Í stuði með Allah

Hey! Ég er orðinn frægur! Haldiði að Blaðið í dag hafi ekki hreinlega birt alla Sirkús-færsluna mína aftarlega og neðst, þar sem enginn sér til. Juminn.

Var að spila í skemmtilegur partýi í Hafnarfirði á laugardaxkvöld. Bara stóð inni í stofu og spilaði og söng meðan allir dönsuðu konga og drukku bollu. Ég gerði sömu mistök og alltaf, smakkaði bolluna, fannst hún dauf og reiknaði þessvegna með að áfengismagnið væri af skornum skammti. Þessvegna fékk ég mér meira... og enn meira... og endaði í blakkáti. Það var ógleymanlegt.
Júlli í Pass tók nokkur lög með mér, það var gaman.

Skreið úr téðu samkvæmi niður á Amsterdam og hitti milljón manns og komst í svakastuð. Kom of seint heim og var þunnur í gær þegar ég var að spila á Dubliner. Það var samt hreint býsna gaman.

Búinn með 24. Arnold Vosloo er vondi kallinn í þessari seríu og hann er töff. Fyrir þá sem ekki vita hver það er þá lék hann annan vonda kallinn í Hard Target með Van Damme hér um árið og titilhlutverkið í Mummy. Svo lék hann aðalhlutverkið í Darkman-framhaldsmyndunum. Í 24 að þessu sinni er hann í hlutverki einhvers Tyrknesks terrorista sem ætlar að gera Jú ess of Ei að mun verri stað með mun meira af dauðu fólki. Jack Bauer er jú að reyna að koma í veg fyrir það.

Serían er ágæt þó hún fari alveg langt yfir sig á köflum, með óvæntum endi og skemmtilegum fléttum. Mér finnst samt fyrsta best.

Annars hef ég lítið að segja. Kommentiði eitthvað sniðugt á mig, svo ég komist í stuð.

10 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

HEY?!?!?! hvað varð um linkinn minn?!?!?!?!

3:50 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sorrí, var að breyta, allt í klessu.
Set hann inn þegar ég nenni.

5:46 PM  
Blogger Pippi said...

Jibbí fyrir Arnold Vosloo. "Randall, Randall, Randall. Next time I cut meself a steak." Hard Target 1993

6:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú þarf að hætta að drekka svona mikið Ingvar...

7:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var bara ég, Sara :-)

7:53 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Högst orginalt! Lúkkar alveg eins og míns eigins blogg!! Nema ég er reyndar búinn að betrumbæta smá - aðeins meira hér, minna þar...

10:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með að komast með skrifin í blöðin (eða Blaðið). Ég fékk líka að prófa það um daginn. Stuð.

Orgelið

10:57 PM  
Anonymous Jón Kjartan. said...

Jú - ef þér finnst gaman að komast með þín skrifa í blöðin, þá til lukku með það. Sjálfur fór ég í fýlu og vonast til að það komi ekki fyrir aftur. Setti í hausinn á blogginu mínu eitthvað sem á að koma í veg fyrir að þetta hendi á ný.

9:45 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Orgel - já, við erum fræg.

Sara - ég er hættur að drekka svona mikið. Einu sinni drakk ég miklu meira. Svo drakk ég svona mikið. Nú drekk ég minna. Það er af því að bjór er fitandi og ég er að breytast í bollukall. Svo langar mig ekki að enda með utanáliggjandi lifur.

Jón Kjaftan - það eru bara nokkur lúkk á bloggum og ég er að prófa þau öll.

Pippi - Randal, Randal, Randal. I know you didn't mean to - hurt - my feelings.

9:46 AM  
Anonymous Haukurinn said...

en "Randall, Randall, Randall" er flottara, enda er miklu meira rokk í svoleiðis. Ég hélt að maðurinn væri að vitna í gítarmagnarana sívinsælu.

10:12 PM  

Post a Comment

<< Home