Wednesday, August 31, 2005

Svokallað jafnrétti

Sagt er frá því í Blaðinu í dag að Árni Þór, vinstrigrænjaxl, ætli sér ekki að reyna við fyrsta sæti VG í borgarstjórnarkosningunum á ári komanda. Ástæðan - hann vill hafa pláss þar fyrir konu. Ekki neina sérstaka konu, bara konu. Listi þeirra vinsrigrænjaxla verður eitthvað sem þeir kalla "fléttulista", þ.e. karlmenn verða í öðru hverju sæti og konur þá væntanlega í hinum. Semsagt, fullkomlega hæfum konum gæti mögulega verið bolað á brott fyrir gersamlega vanhæfa karlmenn - og öfugt (ef það finnst hæft fólk innan VG).

Eins og sagt var í frægu leikriti - þetta er mesta bull sem ég hef nokkurntíma heyrt!

Hverslags hálfvitar eru þetta eiginlega? Ég vissi að þetta bévítans kommapakk væri gerilsneytt í toppstykkingu en mig óraði ekki fyrir því að svona dómadagsheimska fengi að ríða húsum þar á bæ. Þetta er skólabókardæmi um viðurstyggilget lýðskrum og sleikjuhátt.
Það á sumsé ekki að raða inn fólki eftir gæðum þess eða eftir því hvursu líklegt það er til að gera góða hluti í borgarstjórn (sem þeir vonandi verða aldrei hluti af aftur), heldur er notast við kynjakvóta, sem er hrein og klár móðgun bæði við karlmenn og konur. Eru svo ekki bláeygir, brúnegir og græneygir með kvóta? Kynvilltir og kynvísir? Ljóshærðir og dökkhærðir?

Eitt er víst, að illa gefnir eru ekki í minnihluta hjá borgarstjórnarflokki VG.

7 Comments:

Anonymous Hjörtur frændi said...

Ég er dökkhærður, bláeygur, 180 á hæð og um 90 kíló. Var að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki mitt pláss þarna ?
Voða er annars síðan þín nakin (ekki lagið með í söltum fötum) frændi sæll. Er simplissminn að ná tökum á þjóðfélaginu ??

7:33 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, ég er búinn að setja á kvóta. Allar síðurnar hjá blogspot (þ.e.a.s. allar gerðir síðna) fá að vera memm, hvort sem þær eru hæfar eða ekki. Lærði af kommúnistaskröttunum.

11:22 AM  
Blogger Jimy Maack said...

This comment has been removed by a blog administrator.

12:40 PM  
Blogger Jimy Maack said...

þetta eru ekki bara vinstra fólk.
þetta er svokölluð þurrkunta (l= vaginas desertis)

það vantar alla sjálfstæða hugsun og anarkisma í þennan flokk, og þessvegna skila vinstri maður á minni línu sem er ekki hlynntur nauðgunum á mannréttindum og ekki hlynntur jákvæðri mismunun auðu í kosningum í dag...

12:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst það voða lítill anarkismi að taka þátt í flokksstarfi. Kannski þess vegna vantar anarkisma í flesta flokka.
Kannski líka vegna þess að anarkisminn gengur voðalega illa upp í mannlegu samfélagi - rétt eins og sósíalið.

1:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það gengur líka svona helvíti vel hjá kellingunum í íhaldinu, ha.
Eða stjórnarflokkunum almennt.
Farðu svo að viðurkenna að þú ert vinstri-grænn, svona rétt innan við beinin, bróðurómynd.´
Áfram Steingrímur Joð.
Áfram Árni Þór.
Áfram skynsamar kellingar.

2:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loose [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive gifted invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.

9:54 AM  

Post a Comment

<< Home