Wednesday, August 10, 2005

Á við meiðsli að stríða...

Mylla okkar antísportista fékk nú heldur betur vatn á sig í massavís í gær og vel það þegar kerlingin mín, gríðarlegur íþróttasinni, flaug á hausinn við skautaiðkun og mölvaði á sér úlnliðinn. Er víst óhætt að fullyrða, þó ég hafi ekki prófað sjálfur, að óþægindin sem fylgja því séu síst vanmetin og verður víst að skjóta sig í hnéskelina til að upplifa viðlíka magn sársauka. Hún ber sig samt assgoddi vel, kellingin, enda á fríkeypis ólyfjan.
Ekki er þetta í fyrsta né annað (né þriðja) skiptið sem íþróttabölið sendir þessa annars yndislegu konu á sjúkrahús og sést þar greinilega hverslags böl er hér á ferðinni, þ.e. íþróttirnar í heild.
Sjálfur held ég mér í formi (mitt form er reyndar að nálgast kringlótt) með að labba stundum ögn, hlaupa ef ég er að flýta mér, synda smá með konu og börnum (ólíklegt að menn drukkni í hóp) og róta græjunum mínum milli vínveitingahúsa bæjarins.
Ekki er það versti parturinn við íþróttirnar hvað þær geta verið líkamlega hættulegar, valdið beinbrotum, örkuml og dauða - heldur hvað íþróttamenn upp til hópa virðast vera að drepast úr frekju. Ef þeir byrja að stunda íþróttir, sem eru ekkert meira en venjulegt áhugamál, ætlast þeir alltí einu til að skattpeningar okkar séu notaðir í að borga hobbíið þeirra! Íþróttamannvirki, niðurgreiðslur og styrkir til íþróttafélaga, bla bla bla... enginn annar hópur áhugamanna fær jafn mikið úr ríkissjóði en þessir sjálfumglöðu vælukjóar. Samt eiga þeir lottóið að sem tekjulind - skattfrjálsa.
Reyndar, eins og áður hefur margoft komið fram, finnst mér ekki að áhugamál fólks eigi að ganga á ríkisstykjum, hvort sem um ræðir tónlist eða íþróttir, eða bara eitthvað annað. Ef einhver íþróttamannvirki eiga að fá ríkisstyrki eru það líkamsræktarstöðvar, hvar fólk byggir sig upp og kemur sér í gott form með töluvert minni slysahættu en t.d. fóbbolt eða viðlíka frummannssprikl.
Oft eru rökin fyrir ríkisstyrkjum til íþrótta þau að svo margir eigi þetta að áhugamáli - þeim mun auðveldara ætti að vera að gera einhvern bissniss úr þessu og láta þetta standa undir sér!
En, nei, ríkið skal blæða og á meðan verða sjúkrahús, skólar, löggæsla og slökkvilið bara að herða sultarólarnar svo einhverjir spriklarar getir sparkað í bolta á aðeins betra gervigrasi.

Hvað um það, Clint er kominn til landsins og það með fríðu föruneyti, gott ef Barry Pepper (trúaða leyniskyttan úr Saving Private Ryan fyrir þá sem vita ekkefrt í sinn haus) er ekki með í för. Vona að þeir komi á Dubliner um helgina (er að spila þar fim, fös lau, sun) og þá skal ég bjóða þeim á fyllerí.

Fékk mér Vox AC 30 heim til mín og setti inn í barnaherbergi. Sætur.

Svo er litli Sveppur byrjaður á leikskóla. Er þar í aðlögun núna. Ég stakk bara af og fór í tölvuna. Kerlingin sofandi í gipsi og fatla, stóri Sveppur sofandi... ég er orðinn syfjaðuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst að þú ættir að mæta ógisslega snemma á laugardaginn og spila í ammalinu mínu ;) Gef þér engiferöl :P

-eve-

2:19 PM  
Anonymous Andri unglingur! said...

ég keypti mér miða á Level 42 í Appolo Arena í London!
Takk fyrir Lessons in love!!!

3:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sendu þessa grein í blöðin, algerlega sammála, meiri ófétans frekjan alltaf hreint..

S.Eva

4:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þá sjaldan ég (viðurkenni að ég) er sammála þér, þá er ég alveg svakalega sammála þér. Og Eva, benda blöðunum á greinina eða höfundin. Sjálfur get ég það ekki af því að opinberlega les ég ekki bloggið hans Ingvars. Hann er nebblega áhangandi Davíðs.
Trausti bróðirinn.

9:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég væri vís með að þiggja engiferölið, S. Eva.
Til hamingju með Level 42 miðann, Andri. Ég hélt að þeir væru dauðir meira og minna. Svo má geta þess að lagið heitir Lesbies in love.
Trausti kommi - það er greinilega ekki orð að marka sem þú segir!

9:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar

7:49 AM  

Post a Comment

<< Home