Tuesday, September 27, 2005

Aaaaaaaarrrrrrrrrgh!

Mér finnst Baugsmálið æði. Ég, sem les allar fréttir og reyni sem oftast að lesa sem mest um sem flest í fréttum, skil bara ekki rassgat. Meira að segja Davíð, sem vondir menn segja að hafi verið á bak við málið, segir sjálfur að hann skilji þetta ekki, þótt hann sé lögfræðimenntaður.

Mér finnst baggalútur annars með skilmerkustu skýringarnar á málinu.

Sumir hafa sagt að fjölmiðlar hafi farið offari í málinu. Ég sá einmitt í kvöld Stöð 2 slá Íslandsmet í offari innanhúss í fréttum. Einhver Alaskabúi, sem velti skútunni sinni, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Félagi mannsins var ekki jafn heppinn, lenti í hrímköldum sjónum og er talinn af. Grey Alaskabúinn er varla stiginn út úr þyrlunni, nýbúinn að sjá á eftir vini sínum í hrollkalt Atlantshafið - sem er eflaust óskemmtilegt - þegar fréttamaður Stöðvar 2 stekkur á hann eins og glorsoltinn og amfetamínsjúkur hrægammur með siðblindu á lokastigi og fer að spyrja hann spjörunum úr! How do you like Iceland fyrir eftirlifendur sjóslysa. Fyrr má nú fokkings fyrrvera tillitssemin við þá sem nýbúnir eru að missa vini sína. Alaskabúinn, væntanlega of þrekaður til að berja fréttamanninn duglega á trompetið, dauðsér eftir að hafa ekki boðið honum með í siglinguna í upphafi.

Ég fékk annars efnafræðisettið sem mig langaði í. Þarf það sumsé ekki í ammælisgjöf. Ég vil fá svona;

http://world.guns.ru/machine/mg04-e.htm

til að hafa á svölunum.

Lifið hálf.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er þér hjartanlega sammála með aumingjans manninn á skútunni.
Hann var yfirheyrður sem glæpamaður, í báðum fréttatímum eins og íslenskir fréttamenn væru sjálfskipaðar sakamálalöggur og enginn bjargaði manngreiinu frá Þessum gömmum.
Persónulega finnst mér að svona nokkuð ætti að banna með lögum. Að fólk sem er í andlegu áfalli sé stikkfrí frá sjónvarpsvélum og æsifréttamennsku.

Fuss og svei! Brynhildur.

11:31 AM  
Anonymous jökull litli frændi said...

Ég er sammála með að Baggalútur skýri baugsmálið langbest!!!

2:57 PM  
Blogger Pippi said...

Sá þetta á Rúv líka og þeir vore ekkert skárri. Þeir svífast einskis til að blóðmjólka pöpulinn um hverja einustu frétt. Nýsloppinn úr sjóslysy eður ei.

10:15 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, þessi Alaskakall ætti að taka fréttamenn með næst er hann fer á sjóinn. Þá hefði hann nóg að éta.

10:41 PM  

Post a Comment

<< Home