Wednesday, September 14, 2005

Alveg týndur

Byrjaði að horfa á Lost í gær. Ég er reyndar aðeins búinn að sjá tvo fyrstu þættina, en ég hef þegar sannfæst um að svona þættir á dvd eru tilvalin leið til að flýja akademískan hugsunarhátt. Tuttuguogeitthvað þættir og ég verð að horfa á þá á nokkrum dögum, eins og ég geri alltaf með 24 og gerði með Band of Brothers einnig, en þeir þættir eru bestu framhaldsþættir í heimi að mínu mati.
Sofnaði svo yfir Day of the Dead, sem er eitís-zombíamynd. Virtist ekkert svo spes. Sá einmitt nýverið Dawn of the dead, nýju útgáfuna, sko, svona endurgerð, hún er miklu betri en gamla. Alger vibbi með zombíaungbarni og svakastuði. Allir dauðir fyrir hlé.

Bjarni, stórvinur minn, benti mér á japönsku spennumyndina Shinkansen daibakuah, en um hana má lesa hér;

http://imdb.com/title/tt0080479/

og pantaði ég mér eintak í gær. Hún skartar Sonny Chiba í aðalhlutverki, en hann er enginn plebbi. Fyrir þá sem ekki vita hver Chiba er, þá lék hann ekki bara sverðsmiðinn í Kill Bill, heldur einnig aðalhlutverkið í öllum þremur myndunum sem Clarence fór að sjá í True Romance, þegar hann hitti Alabama.
Allavega, þessi japanska mynd fjallar um þá skemmtilegu atburði þegar glæpónar setja sprengju um borð í hraðlest. Hún kemur til með að springa ef lestin fer niður fyrir ákveðinn hraða ef rausnarlegt lausnargjald verður ekki innnt af hendi. Má geta þess að myndin var framleidd nítján árum á undan Speed.
Myndin er kölluð Bullet train í hinum vestræna heimi, nema náttúrulega Frakklandi, en þeir neita alltaf að tala ensku - jafnvel þó þeir viti að ef ekki væri fyrir enskumælandi fólk væri núna töluð þar þýska.

Eru ekki allir hressir annars?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Júbbs.

8 dagar í Kanadaferðina.

Sigurjón.

10:17 PM  
Anonymous monsi said...

allir í góðu formi og svakakreisí megastuði.

Monsi

9:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Étið upp úr rusladalli með þremur á palli - þjóðlagatríóið komið á götuna.
k.

10:24 AM  

Post a Comment

<< Home