Tuesday, September 06, 2005

Baldwin

Ber að geta þess að Hjöll giskaði á, þegar spurt var um Dennis Quaid, hvort þetta væri einn Baldwin-bræðra eða annar Bridges-bræðra. Bridges eru bara tveir, en Baldwin eru fleiri.
Baldwin eru sem hér segir:

Alec Baldwin
Daniel Baldwin
William Baldwin
Stephen Baldwin

og svo síðast en ekki síst:

Jón Baldwin.

6 Comments:

Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Ég er orðinn hundleiður á öllum þessum getraunum!!

3:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er nú ekkert. Ég þekki strák sem er ekki búinn að blogga síðan í febrúarlok og rífur svo bara kjaft!
:)

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er pínu sammála Stebba mínum stuð, þar sem þessar getraunir þínar eru stundum svo súrar að kvennkostur eins og ég getur ekkert commenterað á þær.
Þar af leiðandi gæti annars skemmtilegt blogg þitt fjarað út!!Þar sem á því yrðu einungis comment frá pungsveittum æskufélögum (svolítið einhæft)
En ef það er markhópur þinn þá er þetta svo sem þitt blogg og þú við stjórnborðið.
Ég vil samt minna þig góðlátlega á að ég stefni harðbyr í fæðingarorðlof og ég þarf að geta lesið um eitthvað skemmtilegt á netinu til að lyfta upp minni félagslegu sál meðan barnið sefur.
Svo elsku Ingvar minn VILTU DRULLAST TIL AÐ SKRIFA AFTUR UM EITTHVAÐ SKEMMTILEGT!

Knús og kossar, Brynhildur.

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hei Stebbi þú ert líka skemmtilegur, Þú mátt alveg blogga pínu líka :oD....á blogginu þínu....sem ekkert er bloggað á.....nema sjaldan.....já...og sei.

Bryn.

8:39 AM  
Blogger Bjarni R said...

Blessaður vertu ófeiminn við spurningarnar því að lesendur þínir geta margt gagnlegt lært af þeim, svo sem það að rauðvín hæfir ekki fiski. Þú mátt hins vegar gjarnan spyrja meira út í gamlar sovéskar kvikmyndir, tékkneskar, þýzkar, spænskar, tyrkneskar, egypskar og jafnvel íranskar. Þú hefur reyndar sinnt Ítölum og Englendingum öðru hverju og er ég ánægður með það en annars hafa spurningar þínar verið um of kanverskar - ef ég má koma með eina léttvæga gagnrýni. Hverjir horfa á kvikmyndir frá Kananum nú til dags nema í undantekningartilfellum? En að sjálfsögðu eiga spurningar um kanversk fræði allt eins rétt á sér eins og aðrar.

10:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bjarni litli r! Ég skal bara gefa þér gátubók og svo getur þú skifað svörin þín á eigið blogg og sýnt þar hvað þú ert ruuusalega klár.
Svo við hin getum fengið fyndna Ingvarinn okkar aftur.

Bryn.

11:07 AM  

Post a Comment

<< Home