Thursday, September 29, 2005

Beggi Mix

Vil taka fram að það var ekki einhver sem sagði þetta með Bítlana og Stóns, sem minnst er á í þarsíðustu færzlu. Það var Bergur Geirsson, Bítlaaðdáandi og bullukollur.
Gefum honum gott klapp.

12 Comments:

Blogger DonPedro said...

Gott klapp

6:33 PM  
Blogger Gauti said...

talandi um þetta . . eitt heyrði ég fyrir nokkru svipað . . þar voru tveir bretar að ræða saman í sjónvarpi og "hóstinn" spyr gestinn hvort hann sé (eða hafi verið) Who eða Led Zepp maður !!?
er þetta samanburðarhæft? . . . ekki sama dæmið bara (The Who = Stones) . . . eigum við nokkuð að ræða wham og Duran Duran ;)

6:39 PM  
Anonymous Jón Kjartan said...

The Who = The Stones???? Hefur þú Gauti ekkert hlustað á The Who? Þeir eru tær snilld - öfugt við leiðigjarnt gargið í Led Zeppelin.

6:29 AM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

The Who = ömurlegt, hef aldrei skilið þetta með the Who, jú reyndar í gamla daga var ég eitthvað að hlusta á Tommy (gubb). Algjörlega glatað helvíti. Var í bandi í bretlandi þar sem the Who voru bara guðir hjá bassaleikaranum. Það gerði held ég útslagið. Og talandi um Stones, god damn it hvað það er ofmetið batterí!!

9:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Stóns átti nokkur lög en ég meina eftir 60 plötur (78 snúninga) og jafnvel fleiri 45 og 331/3 þá er ekkert skrýtið að komið hafi 7 sæmileg lög
beggimix

10:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hef aldrei þolað Stones. Reyndar ekki U2 heldur, líklega sú eina heiminum.

Orgelið.

11:53 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég einhvernveginn set Who og Zepp á sama pappadiskinn, fullt af fínu stöffi og fullt af bévítans sorpi.
Við Jón Kjaftan vorum að ræða Kinks í gær, mér finnst einnig margt gott með þeim, jafnvel snilld, og bévítas dobía af öskuhaugamat.

Mér fannst fyndið að Dweezil Zappa sagði einhverntíma í viðtali að hann hélt alltaf að You really got me væri Van Halen-lag. Svo heyrði hann Kinks-útgáfuna og sagði að þetta væri ömurlegt, þessi gömlu kallar gætu ekkert spilað Van Halen! Þá hefur pabbi hans líklega lamið hann.

3:14 PM  
Blogger Gauti said...

snilld hvað hljómsveitir eru mikil trúarbrögð . . jú ég hef hlustað á "Who" og hef samt miklu meira gaman af Led Zepp enda eiga þeir dopíu af góðum lögum og svo coveruðu þeir fullt af fínum blús . . Stones og Who gætu kannski náð í einn góðan bestof saman ! . . ræði ekkert Bítlana, þeir eru hafnir yfir samanburð !

6:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Rétt. Bítlarnir eru hafnir yfir samanburð. Þeir eru það sem miðað er við.
Annars hlusta ég mest á Rush alltaf, finnst þeir svo skemmtilegir, bera að mínu mati höfuð og hreðjar yfir allt annað í þessum prog-rock geira.
Verst að allir sem eru sammála mér búa í BNA eða Kanada.

11:55 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Rush eru góðir.
Floyd betri.

mér finnast samanburðir af þessu tagi hlægilegir þar sem það er ekki hægt að meta list hlutlægt, list er huglæg.

8:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hei man einhver eftir Bananarama gebbari!

Bryn.

8:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Reyndar er margt af þessu miklu meiri markaðsvara en list. Stones sögðu sjálfir að strax í upphafi, þegar Jagger og Richards byrjuðu að semja, var reynt að berja saman eitthvað sem höfðaði til fjöldans.
En allt sem er skrifað hér býst ég fastlega að sé út frá sjónarhóli hvers og eins, ekki sett upp sem fullyrðing.

1:41 PM  

Post a Comment

<< Home