Thursday, September 01, 2005

Bíógetraun enn eina helv... ferðina

Nú, jæja, fyrst Jósi gat ráðið síðustu getraun, hvar spurt var um Joss Ackland (ekkert skyldur Joss Stone) kemur hér önnur.

Leikarinn sem spurt er um er látinn fyrir allnokkru.

Hann barðist með Bandaríkjaher í sinni heimsstyrjöld.

Hann lék aðallega í einni tegund bíómynda, þó hann ætti vissulega spretti í öðrum greinum.

Hann hafði mislit augu, eitt blátt og hitt grænt. Þau voru stingandi.

Í einni mynd átti hann í útistöðum við hnífakastara og germanskan málaliða.

Hver var kallinn?

Annars er ég bara hress, hvað með ykkur?

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það er gott að þú ert hress Ingvar minn, það er ég líka þrátt fyrir að vita ekki svarið við þessari getraun.
En þó þekkti ég einu sinn leikara sem var með eitt blátt auga og eitt rautt auga.........um stundar sakir.......eftir að hann var lamin......í augun..........já....en hann var líka lélegur leikari og er ekki dáin, svo það er ekki sá sem þú meinar.

Bryn.

2:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Annars hafa leikararnir Joe Pesci og David Bowie einnig mislit augu, en hei! þú ert samt að meina einhvern annan.

Bryn.

3:56 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, ég er að meina einhvern annan. Eldri. Og dáinn.

5:03 PM  
Blogger Ellen Alma said...

Er með Kvef :(

7:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kvef á kvefnesku er gveb.

Orgelið

8:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er þetta ekki góðvinur minn Lee Van Cleef, sem lék einmitt mikið í ítalsk ættuðum réttum?

Elzti vinur þinn (hress)

10:01 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var laglegt, Jóhann Þór!

10:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar minn þú ert litblindur! Lee Van Cleef var með annað augað grænt og hitt brúnt, hann var alveg laus við að vera bláeigður svo að spurningin þín var villandi.

Bryn.

12:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvuddin er það með þig. Þú ert aldrei að spila (í bæð skiptin) þegar ég ætla að kíkja við og fá mér öllara!

Orgelið

8:14 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er alltaf að spila, nú síðast í gær! Þú þarft bara að drekk ameira á virkum dögum, djúsleysuboltinn þinn. Ég er að spila á fimmtudags og sunnudagskvöldum á Döbblíner (nema næsta fimmtudag er ég í fríi) og stundum um helgar. Til dæmis næstu.

10:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Föstudagur...er það ekki virkur dagur, kallinn minn? Ég kom við þá ásamt fríðu föruneyti úr vinnunni minni og ætlaði að kynna þau fyrir skemmtilegasta trúbador bæjarins.

Orgelið

12:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar þó ertu að reyna að spila með orgelið?

Bryn.

11:28 AM  

Post a Comment

<< Home