Wednesday, September 07, 2005

Bíógetraun fyrir Bryndrekann og Orgelið

Nú skal koma með bíógetraun bara fyrir stelpur. Á meðan þær eru að svara mun ég leitast við að finna eitthvað skemmtilegt til að skrifa um.

Spurt er um leikkonu.

Eldri bróðir hennar er leikari og leikur í sjónvarpsáttum sem eru sýndir á einni stöðinni hér heima um þessar mundir. Þau talast ekki við í dag.

Hún á Óskarsstyttu.

Hún lék í einni Dr. Jekyll and Mr. Hyde-mynd, ákaflega sérstakri.

Hún lék eitt sinn aukahlutverk í Law and Order-þætti, löngu eftir að hún varð svakafræg.

Hún var eitt sinn trúlofuð leikara sem leikur í einum af mínum uppáhaldssjónvarpsþáttum.

Hún hefur leikið þjónustustúlku, læknanema, vændiskonu og fræga kvikmyndastjörnu.

Hún hefur leikið á móti Bruce Willis.

Hver er keddlingin?

Annars horfði ég á Interpreter í gær, hún er fín. Sean Penn er alltaf góður og Nicole Kidman er alltaf sæt.

Svo var ég að heyra einn góðan. Einar Bárðar tekur að sér matreiðsluþátt, býður piparsveinum í mat og mallar ofan í þá gúrme-rétti. Þátturinn heitir Einsa-mall.

4 Comments:

Anonymous Hlín og Andri said...

Julia Roberts... eþaggi

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jú það er hún, hún lék einmitt í Mary Reilly´1996.
Annars fatta ég alveg hvaða kikk Ingvar fær út úr þessu bíógetraunaæði sínu, hann veit svo mikið um bíómyndir að hann er eins og svona uppflettirit bíómyndasögunnar sem ég hef meira að segja sjálf þurft að fletta upp í stöku sinnum.
Netið er síðan góður vettfangur fyrir Ingvar til að monta sig af kunnáttu sinni og búa til spurningar um eitthvað sem hann er góður í.
Svo sem allt gott og blessað.
En ég segi bara nóló og niktabú, nenni ekki að púkka upp á bloggsíður lengur sem eru bara einhvarjar gátusíður (á gátubækur heima) Ég ætla að fara að finna mér eitthvað annað og meira krassandi stöff á annara blobbsíðum.

Lifið heil Bryndrekinn.

1:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hlín og Andri eru með þetta á hreinu.
Bryndrekinn er hinsvegar í fýlu í sveitinni.

2:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ ég er alltof sein.
Mér þótti ofsalega vænt um þetta blogg samt.

Orgelið

3:51 PM  

Post a Comment

<< Home