Monday, September 05, 2005

Bíógetraun númer milljón

Það var enginn annar en Jói Sigurviss sem malaði síðust getraun, hvar spurt var um Lee Van Cleef. Hann þarfnast ekki nánari kynningar nema þið séuð ómenningarlega sinnaðir plebbar.

Getraunin að þessu sinni er hress.

Hver er leikarinn?

Hann lést fyrir allnokkrum árum og lét þá eftir sig níu börn. NÍU BÖRN! Til að bæta gráu ofan á svart var eitt fósturbarn ofan á það.

Hann var giftur leikkonu sem drap sig með ólifnaði. Sú hafði leikið á móti Clintaranum.

Okkar maður lék oftar en ekki vondakallinn.

Eitt sinn í bíómynd, sem er ekki af verri endanum, drakk hann rauðvín með fiski. Skömmu seinna var hann allur (þ.e.a.s. karakterinn).

Mamma mín var skotin í honum.

Hver var kallinn? Jósi?

6 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Þar sem þessi spurning er ætluð vini þínum Jósa vil ég ekki eyðileggja gamanið fyrir honum en vildi bara láta vita að ég er djúpt snortinn yfir því að þú skulir spyrja um leikara sem átti einn merkasta afmælisdag í heimi, þ.e.a.s. leikarann sem lék rauðvínsdrykkjumanninn sem kenndur var við rauða litinn (ekki að ástæðulausu samkvæmt bókinni).

9:18 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skjóttu nafninu, Bjarni minn, þá hafið þið bræður unnið tvo í röð.
Gleður mig að þú hafir fattað þetta.

10:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er ekki eitthvað sem þú ert góður í en Jósi ekki sem þú getur spurt um svo að við hin höfum einhvern séns í að geta upp á? Þetta er orðið svo erfitt að meðalmennsekja getur ekki einu sinni giskað?

Meðal-Orgelið

10:06 PM  
Blogger Bjarni R said...

Robert Shaw.

10:23 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Takk, Bjarni. Auðvitað er þetta viðurstyggilega rétt hjá þér.
Orgel - Jósi gúgglar þetta örugglega.

10:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jahá! (Múhahahaha....)

Orgelið

11:05 PM  

Post a Comment

<< Home