Tuesday, September 06, 2005

Bjaddni vinnur bíógetrauni!

Bjarni Randver Sigurvinsson, Guðfræðingur með eyru, er að mala hér tvær bíógetraunir í röð, strax eftir að bróðir hans, Jóhann Þór, tók eina létt. Ber að taka fram að önnur þeirra sem Bjarni snarlagði er sú erfiðasta sem minn hefur snarað fram.

Sú fyrri, og erfiðari, snerist um Robert Shaw. Hann átti níu börn með (að mig minnir) þremur konum. Hann var giftur m.a. Mary Ure, sem lék með Clint í Arnarborginni og drap sig með ólyfjan í ómældu magni.
Robert drakk rauðvín með fiski í From Russia with Love skömmu áður en klukkan sló. Þar var hann vondikallinn eins og oftast nær. Þetta vissi Bjarni. Hann hefur líka grunað að mamma mín, sú dásamlega kona, var alltaf pínu skotin í honum.

Bjarni vissi líka að Dennis Quaid var sá sem spurt var um í seinna skiptið. Hann er flugmenntaður og lék flugmann í endurgerð Flight of the Phoenix. Mér fannst sú fyrri betri. Hann lék með litla bróður sínum i The Big Easy og stóra bróður nokkrum sinnum, maðal annars í Long Riders.
Hann lék í Baretta-þætti í gamla daga og lék Jerry Lee Lewis í Great Balls of Fire. Hann missti af hlutverki í Halloween vegna anna en lék í Jaws 3 seinna.

Svona er nú Bjarni snjall.

Hvað er í gangi annars?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hei ég á bróðir sem heitir Bjarni!

Bryn.

11:25 AM  

Post a Comment

<< Home