Thursday, September 15, 2005

Búss

Hví er það svo að flestir vilja halda því fram að ég sé svona voðalega hrifinn af Bush fyrst ég stend eilítið hægra megin við pólítísku línunaog trúi á Guð?
Það er ekki eins og allir sem kjósa VG séu svo voðalega hrifnir af fjöldamorðingjanum Jósep Stalín. Það er ekki eins og allir sem kenna sig við einhvers konar sósíalisma séu fylgjendur Hitlers, sem var reyndar ekki jafn mikill fjöldamorðingi og Stalín, en fjöldamorðingi samt.
Ég hef reyndar orðið svolítið var við að hjá fólki innan kristinna safnaða er viðkvæðið oft "ef þú styður ekki Bush gætirðu eins migið yfir Jesúbarnið í jötunni" - hvað er það?

Einn kunningi minn - nota bene, kunningi, ekki vinur - trúir voða heitt á Jesú og fast að því jafnheitt á Bush. Skrítið. Gríðarlega skrítið.

Þó menn aðhillist einhverja kenningu, trúarbrögð, stjórnmálaskoðun, tónlistarstefnu, fatasmekk eða haldi með einhverju ákveðnu fótboltafélagi er alltaf eitt sem má bóka - flestir sem eru á sömu skoðun eru plebbar. Fólk er nefnilega fífl upp til hópa, eins og frægt er orðið.

15 Comments:

Anonymous Jósi said...

Og trúiru þá öllu þessu kristna?

Að gamall kall með skegg hafi búið til jörðina, alheiminn, menn og allar dýrategundir fyrir 4-6000 árum síðan, og ekkert sé til í þróun tegundanna. Að hann hafi bara plantað þessum risaeðlubeinum til að fokka í okkur. Að svo hafi hann eignast son með því að spjalla við einhverja konu og að sá sonur hafi reynst jafnvel betri töframaður en Baldur Brjánsson með því að ganga á vatni, breyta vatni í vín, og margfalda brauð og fiska (Samt skilst mér að hann hafi aldrei sagað konu í tvennt). Svo var hann negldur við kross og drapst, en breyttist svo bara í zombie og rölti aðeins um áður en hann flaug upp til himna. Þar sem títtnefndur skeggjaði gaur er ásamt öllu góða dauða fólkinu en undir okkur (í stað jarðskorpu, yfirmöttuls, undirmöttuls og járnkjarna) er fyrrverandi starfsmaður þessa skeggjaða karls sem sagði upp, og býr þar með öllu vonda dauða fólkinu, sem hann pyntar.

Þó ég hafi verið nógu mikill hræsnari til að láta ferma mig, þá hugsaði ég aðeins um þessa zombie-sögu á unglingsárunum og komst að því að þetta væri frekar hæpið. Svo ég skráði mig utan trúfélaga.

Eða munt þú koma með lame afsökun nútíma kristinna manna á við þessa: "Nei, ég finn bara fyrir kristi í hjarta mínu og þetta þarf ekki að vera nákvæmlega eins og biblían og kirkjan segir".
Ég held að gollurhús þeirra sem segja þetta geymi bara blóð.

2:59 PM  
Anonymous jöklinító frjende said...

Hey! Ingvar.. ég hef verið að pæla.. ertu ekki að djóka með að þú sért svona Davíð Oddson stuðningsmaður??? hann er helvíti hrokafullur maður og með krullótt hár þar að auki.. síðan er hann helvítis fjöldamorðingi! hvað' er svona frábært við að styðja fjöldamorð á saklausi fólki???

kv. jökull.. sem ætlar hér með að koma rifrildum af stað og fá þig til að hætta að dýrka þennann mann svona


ps. George William Bush er líka hálfviti (hafa ekki allir séð Fahrenheit 9/11)

2:59 PM  
Anonymous Jökull aftur said...

Og það sama og Jósi þarna.. Guð er ekki til og það er erfitt að lifa góðu lífi þegar maður er kristinn af því að það er þetta um að ef að maður gerir eitthvað rangt þá aukast líkurnar á því að maður fer til "helvítis".
Kristni er líka ein ástæða fyrir fullt af stríðum síðustu aldir...ef að kristni hefði verið drepin niður fyrir nokkrum öldum þá hefði t.d. fyrri heimstyrjöldin ekki gerst, hvað hafa mikið af fólki enndað dautt í ruslinu útaf kristni? á maður líka að hata samkynhneigða því að einhver gömul bók sagði það??

kv. Jökull sem mun ekki ferma sig.. allavega ekki í kirkju

3:03 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef hvergi séð skrifað í Bibblíunni að tegundir hafi ekki þróast. Þær vissulega hafa gert það.
Ég hinsvegar trúi alveg að Guð hafi skroppið til jarðar og risið upp frá dauðum. Ef maður sé Guð og ræður öllu er voða lítið mál að rísa upp frá dauðum.
Vil einnig benda á að hann skellti líka eyra á hermann sem einn lærisveinninn hafði tekið Reservoir Dogs-pakkann á. Það er eiginlega það ótrúlegasta sem ég man eftir í andartakinu.
Ég man ekki eftir að Guði sé nokkursstaðar lýst sem skeggjuðum. Hvergi er heldur talað um að skrattinn sé landfræðilega undir okkur. Hinsvegar er talað um að jörðin sé hnöttótt, þúsundum ára áður en kaþólikkar hættu að taka menn af lífi á heldur ógeðfelldan hátt fyrir að halda því fram.
Ég veit líka að umræður um þetta málefni, sem menn hafa deilt um í aldaraðir, verður síst útkljáð í kommentakerfi bloggsins.
Ég vil einnig segja að ef maður gefur sér að einhver sé almáttugur, sem ég trúi og aðrir ekki, sé lítið mál fyrir viðkomandi að margfalda einhverja fiskræfla og reisa einhvern Lasarus upp frá dauðum.
Enginn heilvita maður hefur mér vitanlega haldið því fram að jörðin og öll sköpunin (eða þróunin, fer eftir hverju við trúum) sé 4-6000 ára að aldri. Það er allavega hvergi sagt í Bibblíunni, svo ég hafi séð til.

Ég hinsvegar ber fulla virðingu fyrir þeirri skoðun fólks að þetta séu helber ósannindi alltsaman, því það hefur reynst býsna erfitt að sanna þetta.

Að lokum - Jökull frændi minn - væntanlega hefur Dabbi odds ákveðið að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak til þess að tefja ögn fyrir brottflutningi herdeilda BNA héðan af landi. Í flotastöð Bandaríkjamanna vinna nefnilega fjölmargir Íslendingar og því er afkoma fjölmargra fjölskyldna á suðurnesjum komin undir flotastöðinni. Það er væntanlega ein ástæðan.
Einnig vil ég benda á að ég held að það séu til nokkrir menn í heiminum sem eru ómerkilegri en George W. Bush. Ekkert endilega margir en nokkrir. Einn þeirra er Michael Moore.

3:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið líst mér vel á að þú ætlir ekki að ferma þig, Jökull minn. Alveg brilljant. Hinsvegar þýðir ekki að rífast við frænda þinn, bláliðann Ingvar Valgeirsson, því hann er heilaþveginn og sporðdreki þar að auki. Þarf alltaf að eiga síðasta orðið, hversu vitlaust sem það er og stingur þegar síst varir. Hann er ágætur á gítar og ekki alslæmur til undaneldist hefur manni virst, en pólítískt ofsaskrýtinn.
Arnar.

3:43 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta er ekki rétt, Arnljótur. Ég er ekki ágætur á gítar. Ég er rúmlega ágætur.
Ég myndi jafnvel segja að ég væri frábær efég væri ekki að reyna að sýna í eilitla stund Kristilegt lítillæti og auðmýkt, sem ég viðurkenni fúslega að hefur æði oft skort á hjá mér.
Ég vil hinsvegar benda Jökli á að það er ekki bara Kristnin sem veldur stríðum, það eru líka önnur trúarbrögð, sem og skipulögð pólítísk samtök, skipulagðar þjóðir, heimsálfur og allt annað hvar fólk flokkast saman undir einhverjum merkjum, fána eða skoðunum. Stríð eru sjaldnast trúarbrögðum að kenna - miklu frekar fólki. Annars gæti ég eins sagt að seinni heimsstyrjöldin væri grænmetisætum og bindindismönnum að kenna.

3:58 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

bwahahahaha, þetta er eiginlega satt :') en allavega.. Michael Moore er Schnillingur.. hefurðu séð Fahrenheit 9/11 ??? allavega.. þar sérðu hvað George William Bush er mjög ómerkilegur og heimskur maður.. eins og t.d. að þegar að hann hefur svona geðveikislega mikið að gera.. þá gerir hann það sem að fáir forsetar gerðu.. hann tók sér frí!! ésús pétur.. en allavega

Guð er ekki til og hann hefur aldrei verið til!!!

Guð skapaði ekki menn.. Menn sköpuðu Guð.. vonandi lastu það sem ég sagði um kristna trú á undan þessu.. takk fyrir mig

kv. jökull

3:59 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

æi.. þú varst ekki búinn að skrifa þetta þegar ég skrifaði mitt þarna.. en ímyndum okkur bara að ég hafi verið að skrifa strax á eftir pabba :)

4:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú ert greinilega ekki bara kommúnisti eins og pabbi þinn, heldur rammheiðinn kommúnisti í þokkabót.
Agalegt með þig, krakki.
Ég er farinn að kunna betur og betur við Atla bróður þinn...
:)

4:05 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

Já.. ég skil.. ='/
ég verð bara einn útí horni.. með hárið fyrir augunum.. tala ekki við neinn.. og græt lengst inni

neinei.. þetta var texti með sign.. en allavega.. ég er ekkert sérlega mikill kommúnisti.. veit ekki rassgat um þetta.. er bara að segja þetta til að bögga þig.. haha, en veistu hvað bögga þýðir á færeysku? eða bíddu.. var það á dönsku.. æi annaðhvort dönsku eða færeysku þýðir bögga ''óþægileg endaþarmsmök'' hahaha, æi, hverju er ég hérna að byrja á.. en allavega..

Davíð Oddson.. Hann er vitleysingur.. En samt ekki! hann er mjög klár líka að hafa farið ósigraður.. en ekki með skömm!.. ég veit að ég er bara 13 ára og noob í þessum pælingum um pólítík en samt veit ég vel að Davíð Oddson er hrokafullur fjöldamorðingi sem að styður fjöldamorð á saklausu fólki í Írak. Þú mátt reyna að segja mér eitthvað um Davíð Oddson sem gæti fengið mig til að styðja hann.. eða reyndar er hann hættur en samt..

ps. ég er líka byrjaður að kunna miklu betur við pabba og vidda :)

kv. jökull litli frændi

4:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jökull minn... með tilliti til síðustu útskýringar þinnar á slangri - ekki bögga mig og þá skal ég ekki bögga þig. Díll?

4:40 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

tjaaa.. suuure :)

4:50 PM  
Anonymous Jósi said...

Biblían segir að jörð, menn og dýr hafi verið sköpuð á 6 dögum. Þó að hún segi ekki beinum orðum að þróun tegundanna hafi ekki gerst þá er ekki hægt að samræma þróun og sköpunarsöguna, svo að þróun hlýtur að vera andkristin. Þetta vita allir rétttrúaðir eins og George Walker Bush.

Miklir og vitrir kirkjunnar menn eins biskupinn James Usher reiknuðu það út frá ættartölunum í biblíunni sem rekja ættirnar frá Adam til Jesú að jörðin hafi verið sköpuð árið 4004 f. kr. Þú ættir nú að trúa því ef þú ert sannkristinn.

Lúsifer var steytt frá himnum niður í helvíti. Samkvæmt hugtakanotkun biblíunnar á upp og niður er réttast að hugsa að helvíti sé ofan í jörðinni. En það er e.t.v. ekki tekið beint fram svo ég skal viðurkenna að ég veit ekki með vissu hvar Satan býr. Það er spurning hvort ég fari og gái á póstkassa í Breiðholtinu til að finna hann.

Það er ekki tekið fram að Guð sé skeggjaður, gamall kall í biblíunni. Ég hugsa bara þannig um hann af því að þannig er hann oftast sýndur í málverkum og kvikmyndum. En kannski er hann krullhærður og rakaður eins og nýbakaður seðlabankastjóri.

En ég get lítið sagt við "rökum" líkt og "ef við gefum okkur að guð sé almáttugur þá getur hann allt". Þarna hlaupa trúmenn alveg hringi í kringum mig með rökfræðinni. Því það er fín leið til að losa sig við ábyrgðina að þurfa að rökstyðja mál sitt að segja að það sem verið sé að rökræða um sé hafið yfir öll rök. Þetta er alveg eins og að segja "jú, víst, 10 sinnum meira en þú, sama hvað þú segir". Alveg skotheldur málsrekstur.

4:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

jah ef maður hefði nú tíma til þess að blanda sér í umræðuna..

En ég er allaveganna kommúnisti sem trúir á Guð big time..

Sigrún Eva

6:16 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þó svo Usher hafi átt sína punkta er ekki þar með sagt að ég sé sammála öllu sem hann setti fram, langt því frá. Það er ekki mælikvarðinn á að vera sannkristinn. Hann hafði ekki hugmynd um hvað jörðin væri gömul og þeir einu sem halda þessari 4000 ára kenningu fram í dag eru nokkrir gamlir bókstafstrúargyðingar sem búa í Ísrael. Örugglega á safni. Einnig áttu að vita, fyrst þú fermdist, að orðið "dagur" í sköpunarsögunni þýðir tímabil, en ekki akkúrat 24 stundir. Sköpunin fór sumsé fram í sex köflum, ekki á tæpri viku. Má benda á þjóðsöng vorn í þessu sambandi.
Sköpunarsagan og þróun fer ágætlega saman, þó svo að Bush sé því ósammála (aftur verið að troða skoðunum forseta BNA upp á mig).
Varðandi það að ég trúi því að einhver vera sé hafin yfir lög og reglugerðir efnisheimsins þá trúi ég því áfram, einhverra hluta vegna. Það gera einnig fjölmargir aðrir.

Hvað varðar búsetu Satans sjálfs, þá er hún ekki í Breiðholtinu - örugglega Grafarvoginum eða Mosó.
Framhald síðar.

6:30 PM  

Post a Comment

<< Home