Wednesday, September 28, 2005

Bítlarnir vs. Stones

Nú rétt áðan skaut upp kollinum inni í kollinum á mér dulítið sem ég heyrði einhverntíma fyrir löngu síðan. Einhverjir voru að tala um hvort Bítlarnir eða Rolling Stones væru betri. Bítlamaðurinn kvað Bítlana vera mun merkilegri og sæist það best á því að alltaf þegar talað væri um Bítlana væri bara talað um Bítlana, en þegar talað væri um Stones væri alltaf talað um Stones miðað við Bítlana. Mér fannst þetta skemmtileg pæling og held ég sé alveg sammála henni.
Stones eru fínir á köflum,en gróflega ofmetnir, að mínu mati. Fín lög á stöku stað og fjöll og dalir af sorpi þar á milli.

Gömul saga af sjálfum mér:

Eitt sinn, er ég var nýbyrjaður að trúbadúrast, ók ég á lánstojótu frá Akureyri til Raufarhafnar að spila þar á lókalpöbbnum fyrir nokkra seðla. Eigandi Tojótunnar sagði mér ekki að bílgræjurnar væru pínu bilaðar, þ.e.a.s. voljúmtakkinn var fastur í botni og spólan var föst í tækinu. Ekki hægt að spóla áfram eða afturábak. Spólan var Let it Bleed með Stones öðru megin og Geislavirkir með Utanborðsmönnum hinumegin. Hef hvoruga plötuna þolað síðan.
Svo var ég veðurtepptur í fimm daga í geðveiku veðri á þessum útnára, en þorpsbúar voru gríðarlega vinalegir. Fullmikið vinalegir sumir. Var næstum búinn að ráða mig á frystihúsið í vinnu, en ákvað að sleppa því.
Ók heim á afturhjóladrifnu tojunni í blindbyl og fárviðri, stórsjó og leiðindum, búinn að eyða allri hýrunni aftur í barinn eða á vídeóleigu staðarins.

Skömmu seinna flutti ég suður. Svo flutti ég aftur út á land, í Breiðholtið. Það er svo langt úti á landi að maður getur séð jólasveina hérna í miðjum júlí ef í það fer.

10 Comments:

Blogger DonPedro said...

Bítlarnir eru vanmetnir. Þetta var fínasta band.

9:12 AM  
Blogger Hannes Heimir said...

Bítlarnir eru,voru og munu alltaf ver besta band í heimi!!! Stones er bara e-ð rokkabillí, eini töffarinn í stones er Charlie Watts

9:20 AM  
Blogger DonPedro said...

Stones eru ofmetnir.

9:34 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég keypti mér eittt sinn tvöfalda "Best of" plötu með Stones. Þar var alveg helminngurinn í lagi svosem. Hinn helmingur sorp.
Ætti að vera hægt að fylla tvöfalda plötu af geggjuðu góðmeti fyrst bandið er búið að vera starfandi í vel á fimmta áratug.
En, nei - þeir eru bara ekkert merkilegir.

10:20 AM  
Anonymous jökull litli frændi said...

ég er sammála.. alltaf þegar talað er um rolling stones þá byrjar einnhver að segja að bítlarnir séu samt betri og þetta er eins og stríð.. og síðan eru mjög mörg lög með Rolling stones alveg hundleiðinleg að mínu mati en hins vegar laangflest lögin með Bítlunum góð.. en allavega er þetta mín skoðun og bless

kv. Hr. J

1:37 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Herra Jökull - þetta er talsvert gríðarleg framför frá því þú sast og hlustaðir á málhalta og vitgranna apamenn kvarta yfir trommuheilaundirleik (50 cent og félagar).
Til hamingju.

1:50 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

Ég þakka.. en við skulum ekkert vera að rifja upp rappdagana mína :)

2:56 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, Arnljótur faðir þinn (kommúnistaskratti) var að segja mér að þú hefðir m.a.s. sett Megas á fóninn alveg sjálfviljugur og værir hættur að hlusta á blökkumenn. Það er gott.

3:57 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

Megas er góður já..

3:47 PM  
Blogger P�tur said...

Rollingarnir eru stórlega ofmetnir, ég hef aldrei skilið hvað er appílið á þeim bæ..

8:33 AM  

Post a Comment

<< Home