Friday, September 09, 2005

Einhver annar en Addi Fannar - í pleimó með Skímó

Ju, hvað ég er þreyttur. Arngrímur Fannar, ryþmagítarleikari Skímó, þurfti að fara til Las Vegas (ekki með Megas þó) og því fór minns niður á Nasa og leysti hann af á skólaballi hjá Borgarholtsskóla. Er óhætt að segja að ég hafi aldrei - og þá meina ég gersamlega aldrei nokkurntíma á minni fulllöngu ævi - séð þvílíka stemningu eins og kom í lokin þegar við renndum í Killing in the name of. Stuðið á dansgólfinu var svo gríðarlegt að jaðraði við ofbeldi og geðveilu á lokastigi. Ég vil endurtaka að ég hef aldrei séð, hvað þá spilað fyrir svona gríðarlega mikilli stemningu og stuði. Kom heim upp úr klukkan þrjú og sofnaði ekki fyrr en um fimm. Vaknaði sjö. Ekki hress.
Allavega, það komu nokkrir punktar í gær varðandi sjónvarpsþættina - hér fara nokkrir þeir helstu:

Sniffið lakk með Steina í Smack og Hanna Bach - Þorsteinn Gunnar Bjarnason, söngvari Smack, tekur hús á trommara Móralsins.

Farið á flakk með Steina í Smack og Hanna Bach - þeir félagarnir sniffa of mikið og vakna á Dalvík.

Sniffið lím með Gulla Briem - trommari GCD bætist í hópinn.

Á þing með Flygenring - Valdimar Flygenring hættir við að stjórna Ástarfleyinu og fer í framboð.
Í fríinu með Jóni í Stuðkompaníinu - Jón Kjartan fer til Spánar og sólbrennur.

Uppi í tré með Kalla C - gítarleikari Dead Sea Apple vaknar á ólíklegum stað eftir gríðarskemmtilegt fyllerí.

Nu skal vi blive fuld með Frissa Stull og Jóa Hjull - ryþmapar Sálarinnar fer á fyllerí í Danaveldi.

Vi blev fuld með Frissa Stull og Jóa Hjull - endurtekið efni - ryþmapar Sálarinnar FÓR á fyllerí í Danaveldi.

Grillið sel með Jóa Fel - Jói Fel fer úr að ofan án þess að nokkur ástæða sé til.

Grillið kola með Óla mola - einn alskemmtilegasti hljóðmaður landsins kveikir óvart í hattinum sínum.

Lærið að kneyfa með Eyfa - Eyjólfur Kristjáns með þátt um vínsmökkun.

Dansið vals með Frissa Karls - gítarleikari Mezzo með dansnámskeið.

Komið með meira elskurnar mínar.

9 Comments:

Blogger Zatan said...

Í Bryggjukví með Leoncie; Leoncie tekur púlsinn á Kristjáni Ra og félögum í líflegum umræðuþætti í læstri dagskrá.

eða..

Kók í dós með Palla Rós; Páll Rósinkrans ræðir muninn á svörtu og hvítu.

11:56 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Farið til Mekka með Ingvari Geðþekka, eigandi þessarar síðu fer á hryðjuverkamannaveiðar.

Notið Smokk með Jimy Maack - undirritaður fer til Amsterdam.

Í hörku falli með Þremur á Palli - þjóðlagatríóið skoðar jaðaríþróttir

Í Kraká með KK - Kristján Kristjánsson reynir að lifa af böski í Rússlandi.

Brúsi, bursti og froða með Villa Goða - Villi Goði fer í sturtu.

Byssa, Skjöldur, Kylfa - og Andrea Gylfa, söngkonan ástsæla fer ítarlega í saumana á Víkingasveitinni.

Aumingjar, Fífl og Gerpi- með Erpi, Erpur Eyvindsson skoðar innviði KaffiAusturstrætis

Læknaðu Fyllibyttu með Birgittu...
Nýtt meðferðarúrræði þar sem hver bjór kostar áhlustun á plötur indjánastelpunnar frá húsavík.

Bardagar Kubba, með Árna og Bubba.´
Árni Johnsen ræðst á BM með ófyrirsjáanlegum afleiðingum

12:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Allri horfa á Hörð Torfa - Höður Torfa með PeepShow í sjónvarpssal.

Ingvar ekur, myrkrið þekur - Ingvar í Kredit ekur niður ljósastaura á Amerískum kagga.

Í fullum swing með Jóni Ing - Jón í Stuðkompaníinu kannar swinglara menningu Íslendinga

Gunni

12:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég skil ekki hvað þú meinar, Gunnar Einar - Ingvar Valgeirs reynir að koma Gunnari í skilning um að hann er rauðhærður. Það er ekkert til sem heitir "kastaníubrúnt".

2:10 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

hættu allri vændi, Ingvar frændi - Jökull Logi fær Ingvar Valgeirsson til að byrja að vinna eins og eðlilegt fólk

ég horfi uppí ský og sé Leoncie - Leoncie prófar nýjusta flugbúnaðinn..


kv. Jökull litli frændi =P

2:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bloggið er ekki orðið til neins, Ingvar SVEINS!
Orgerlið geðþekka les upp allar bíóspurningarnar af bloggi Ingvars S. Valgeirssonar til að vekja skilning á skilningsleysi sínu.. í útvarpssal..


Lengi lifi bloggið fyrir Oggið:
Ingvar S. Valgeirs í Skímó endurvekur gleðina í blogginu sínu fyrir Orgelið.


Trausti bróðir..

2:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu maður eða mýsla?...með Röggu Gísla. Fyrrum söngkona Stuðmanna rær á ný mið og býður vestmannaeyskum sjómönnum í sjómann.

Orgelið geðþekka

3:50 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

Dabbi gerist kúkalabbi - eftir að Davíð Oddson hætti á þingi þá fann hann sér nýtt hobby og deilir því með þjóðinni (live)


kv. jökull.. ég varð bara að finna eitthvað um hann.. en fann ekkert annað en þetta.. sry

3:50 PM  
Blogger Einar Steinn said...

Í stafni með Hrafni. Strandhöggsferðir Hrafns Gunnlaugssonar.

9:01 PM  

Post a Comment

<< Home