Monday, September 26, 2005

Einkavæddur Landssími sýnir klærnar

Setningin hér að ofan er yfirskrift greinar sem Jón Bjarnason, þingmaður VG, skrifar í Fréttablaðið fyrir helgi. Hann talar þar um samdrátt hjá Símanum nýeinkavædda og fer mikinn. Segir frá því að hinir nýju eigendur Símans hafi farið um landið og sagt upp fólki á báða bóga til að gróðinn megi vera sem mestur. Mætti helst skilja á greininni að hinir nýju eigendur Símans væru vampírur sem lifðu á blóði öreigans og hefði sótt að þeim gríðarlegur þorsti strax við eigendaskiptin.

Þessar uppsagnir vekja hinsvegar hjá mér spurningar. Var Síminn hinn ríkisrekni svo illa rekinn að hann væri með fullt af fólki í vinnu sem engin þörf var á? Sýnir þetta ekki svart á hvítu að einkarekstur er yfirleitt hagkvæmari en ríkisrekstur?

Ekki það að mér finnist skemmtilegt að fólk missi vinnuna, síður en svo. Það er óskemmtilegt og niðurdrepandi að vera atvinnulaus. Enn meira niðurdrepandi er að vera í vinnu þar sem maður veit að maður er óþarfur og er einungis til uppfyllingar.
Eins mætti benda á að við eigendaskipti fyrirtækja er fólki oft sagt upp í massavís til þess eins að ráða það aftur, stundum í önnur störf eða með annan vinnutíma eða á annan hátt á breyttum forsendum. Veit ég fyrir víst að einhverjir þeirra sem sagt var upp var boðin vinna strax aftur.
Jón tók það ekki fram í grein sinni.

Ég held það sé fínt djobb að vera í stjórnarandstöðu. Maður getur rifið kjaft og fundið að öllu sem aðrir gera, en þarf aldrei að koma með neinar lausnir sjálfur. Ég ætla að verða stjórnarandstæðingur þegar ég verð stór. Fín, ábyrgðarlaus og sæmilega launuð innivinna.

Jón tekur einnig fram að VG hafi verið á móti sölu Símans. Alveg hreint sláandi að þeir hafi verið á móti einhverju. Væri þá gott að telja upp nokkra hluti sem ekki væru til ef þeir sem nú sitja á þingi fyrir VG hefðu fengið að ráða:

1. Og Vodafone
2. Stöð 2, Skjár einn og allt sjónvarp nema RUV
3. Bjór í Ríkinu
4. Atvinna fyrir nokkur þúsund Íslendinga.
5. Skattalækkunin sem við fengum nýverið.

Hvað um það, búðin mín (ekki það að ég eigi neitt í henni, bara vinn hérna) er að fara að flytja eins og áður hefur komið fram. Komið endilega og kaupið eitthvað stórt og dýrt svo ég þurfi ekki að halda á því upp í Skipholt.

Enn að horfa á Lost. Sirka hálfnaður. Gaman. Næstum jafnskemmtilegt og nýi leðurjakkinn minn sem ég ætla aldrei úr. Myndi setja inn mynd af honum, en kann það ekki.

Að lokum langar mig að benda á að Kristján Pétur, stórskáld á Akureyri hafði rétt fyrir sér - september er svalur.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

fínt hjá þér kallinn minn
nesirokk.blogspot.com

1:10 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Jamm ætlar þú að verða svona kall sem rífur kjaft og tuðar endalaust, Ert alltaf á móti og kemur aldrei með neinar lausnir.. og já vinnur þægilega innivinnu?? Bíddu nú við.. það er einmitt það sem þú gerir!! Biðin er á enda. Þú ert orðinn stór.

9:18 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

1. Ég verð aldrei stór.
2. Ég er oft með, ekki alltaf á móti. Til dæmis hlynntur einkavæðingu Símans.
3. Svo vinn ég ekki við að tuða. Tuða bara fullkomlega án þess að vera á launum frá Ríkinu. Í míns eigins frítíma.

Annars taldiég mig hafa sett fram tiltölulega málefnaleg rök fyrir því sem ég sagði. Eitthvað út á þau að setja?

9:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jamm, það er ábyggilega fullt af jobbum fyrir t.a.m. símvirkja á Blönduósi, ha. Annars get ég glatt þig með því að þegar þú verður orðinn stór/þroskaðri þá verðurðu ís stjórnarandstöðu, vonandi svona eins og næstu fjörutíu árin. En það er gott að hafa góða stjórnarandstöðu, eins og t.d. þá sem Steingrímur J fer fyrir. Jamm, næstu fjörutíu árin geturðu rifið kjaft hérna á bloggspottinu.
Jón Arnar Eyfjörð Valgeirsson.

12:40 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Sko!! Þegar einhver er ósammála einhverju sem þú ert sammála þá er sá hinn sami bara að tuða og röfla bara til þess að vera á móti. EN þegar þú ert ósammála e-u þá er það að því að þú ert að gera öllum þann stórkostlega greiða að upplýsa þá um hvað sé rétt og rangt. Þú ert endalaust að agnúast út í hitt og þetta VG- eða Samfylkingarfólk af því að því að það er svo djöfullega ósvífið að segja "ég er ekki sammála". GOD DAMN IT!!!! Vildi bara benda á að þú ert að gera það nákvæmlega sama. Bara hræsni í þér að kalla þitt "tuð" og "röfl" einhverju öðrum nöfnum s.s. "málefnaleg rök".
Hitt er annað mál að þú veist miklu meira um þetta allt saman en það er ekki þar með sagt að mér geti ekki fundist þínar skoðanir fáránlegar. Og ég vildi óska að þú værir ekki svona þenkjandi því ég held að það eigi því miður eftir að koma þér í koll. Sem er hræðilegt því ég elska þig!!

12:51 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég elska þig líka, Stebbi. Það er jú morgunljóst enda allnokkurra ára hefð fyrir því.

Samt sem áður, í fyrri færslu þinni hér áðan, var ekki skotið á það sem ég sagði, svona málefnalega, þó svo að það sé rétt að ég röfla og er í innivinnu. Bara ekki á launum hjá Ríkinu við að röfla.

Annars, Arnljótur - nei það kannski ekki vinna fyrir símvirkja á Blönduósi, en þökk sé frjálsri samkeppni er kannski eitthvað laust hjá Og Vodafone. Gæti mögulega losnað eitthvað í internetdeildinni bráðlega líka.

Símvirkjar eru þó ekki bundnir við að vinna hjá Landssímanum, þekki til nokkurra sem eru sjálfstætt starfandi í húrrandi bissniss.
Finnst heldur ekkert ólíklegt að Síminn sé til í að ráða Blönduóssbúa til starfa annarsstaðar, ef þeir kæra sig á annað borð um að flytja.

Eins og sagði einnig í færslunni er ég síður en svo að gera lítið úr því að vera atvinnulaus - hinsvegar finnst mér perdsónulega að Ríkisrekin fyrirtæki eigi ekki að vera með fleira fólk í vinnu en það þarf. Hvort Blönduóssútibú Símans var nauðsynlegt eður ei kemur í ljós með tíð og tíma.

Mér finnst þó að Síminn ætti að ráða fleira fólk til starfa hjá þjónustuverinu svo maður sé ekki alltaf númer sjöhundruð og þrettán í röðinni þegar maður hringir. Það er mín tillaga til úrbóta að þessu sinni.

2:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

"Svo vinn ég ekki við að tuða. Tuða bara fullkomlega án þess að vera á launum frá Ríkinu. Í míns eigins frítíma."

"2:08 PM" (Svar Ingvars til Stefáns, á mánudegi ekki satt??)

Elísabet
:-)

12:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Klukkan á blogginu er ei alltaf rétt. Þetta var skrifað tveimur tímum fyrr en klukkan gefur til kynna.
Var í mat.
Búinn að stilla hana núna.

1:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe gaman að því.

Beta stuðbolti

3:27 PM  

Post a Comment

<< Home