Monday, September 05, 2005

Enn meiri leikaragetraun

Barni Randver virðist vera búinn að átta sig á getrauninni, á bara eftir að skjóta fram nafninu. Koddu nú, Bjaddni minn. Kem með nánari upplýsingar þegar strákurinn hefur formlega komið með nafn leikarans.

Ný getraun, sama ruglið.

Spurt er um leikara.

Hann er þrígiftur. Á eitt barn.

Hann á tvo bræður, eldri og yngri. Lék með þeim yngri í mynd sem gerðist í New Orleans. Hefur oftar en einu sinni leikið á móti þeim eldri. Allavega tvisvar hafa þeir leikið bræður.

Hann lék frægan tónlistarmann hér eitt sinn í bíó. Hann er einnig músíkant sjálfur og hefur samið músík fyrir myndir.

Hann tók eitt sinn mikið af kókaíni í nebbann sinn. Svo fattaði hann að það er óhollt svo hann hætti því.

Í upphafi ferilsins lék hann í frægum lögguþætti. Aðalleikari þeirra þátta var sýknaður nýverið af alvarlegum glæp.

Hann hefur flugmannspróf. Hefur einnig leikið flugmann.

Hann rétt missti af hlutverki í frægri hryllingsmyndaseríu í upphafi ferilsins vegna fyrri skuldbindinga. Seinna lék hann í annarri hryllingsmyndaseríu.

Þetta er feykinóg af upplýsingum. Hver er kallinn?

Annars er allt fínt að frétta af mér. En ykkur?

9 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Dennis Quaid! Þetta er kökubiti!

10:51 PM  
Anonymous JH said...

Er ekki annaðhvort verið að tala um einhverna að Baldwin bræðrum eða Bridges bræður?

11:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

af--------

11:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bjarni er að mala þetta. Auðvitað er þetta Dennis Quaid.
Baldwins-bræðurnir eru of margir, sko. Bridges of fáir.

10:04 AM  
Blogger Jimy Maack said...

versta concept sem ég hef séð í mynd var samt í þe Long Riders (longbræður fyrir þá sem eru að vestan) sem skartaði, Keachbræðrum, Quaidbræðrum, Carradinebræðrum, Guestbræðrum og maður hneikslast eiginlega á því að þarna vanti Baldwinbræður og Wayansbræður, Sheen-Estevezbræður, Walkenbræður og Halla&Ladda....

finnst alltaf þetta bræðraconcept í bíómyndum frekar tacky, kannski útaf því að við bræður getum ekkert leikið, allavega helmingur okkar.

10:36 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta gæti haft eitthvað með það að gera að myndin fjallaði um nokkra bræður, þ.e.a.s. James-bræður, Younger-bræður og Ford-bræður og hina sem enginn man hvað hétu. Long Riders var ekki alslæm. Betri en Frank and Jesse og mun miklu betri en American Outlaws.

12:26 PM  
Blogger Jimy Maack said...

jamm, nema hvað að mér finnst þetta cheesy.

en hún var reyndar ekki alslæm, gæti verið kannski það hvað ég fyrirlít James Keach....

3:11 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er nú ekkert - bróðir hans er verri. Þeir hefðu átt að leika Ford-bræðurna.

3:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég á bræður!

Bryn.

11:23 AM  

Post a Comment

<< Home