Thursday, September 22, 2005

Fullt af peningum og bíógetraun.

Eruði ekkert að grínast með þetta tólf milljarða tónlistar og ráðstefnuhús? Tólf fokkings milljarðar!
Það er alltaf jafn gaman að sjá hversu vel skattfé mínu er varið. Ef það fer ekki í jarðgöng, sem ég keyri aldrei í gegnum, eða fótboltavelli, sem ég fer aldrei á, þá fer það í tónlistarhús, sem virðist eingöngu ætlað fyrir ákveðna tegund tónlistar, sem var heldur betur styrkt með skattpeningnum mínum fyrir, þ.e. klassík.
Það virðist vera svo að ef sérhagsmunahópar eru nógu frekir og háværir geta þeir fengið nær ótakmarkaðan aðgang að sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna til að geta sinnt áhugamálum sínum betur. Sívælandi bévítans sérhagsmunapakk.

Svo ég væli nú enn meira - finnst ykkur ekki frábær auglýsingaherferðin hvar Grísli Marteinn og Egill Silfursson eru settir í drag og menntamálaráðherra og fyrrum borgarstýra eru huldar með gerfiskeggi? Þetta er víst gert af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur til að vekja athygli á launamun kynjanna.
Um daginn var gerð könnun um launamun kynjanna. Þar sagði í fyrirsögn að við karlar höfum víst 23% hærri laun en konur. Ef menn nenntu að lesa greinina kom reyndar í ljós að ef miðað var við vinnustundir og svoleiðis var munurinn ekki nema 14%. Einnig ber að benda á að mun algengara er að karlar ráði sig til vinnu með fastar yfirvinnustundir inni í grunnlaunum heldur en konur. Því gæti - fræðilega - veri allt að 0% munur á raunverulegum launum karla og kvenna í Verslunarmannafélaginu. Samt eyða þeir múltímilljónum í svona auglýsingabull því þeir eiga nóg af peningum. Þeir nefnilega taka þúsundir króna af laununum mínum í hverjum mánuði án þess að spyrja mig leyfis. Í stað þess að taka til dæmis helmingi minna af laununum MÍNUM í hverjum mánuði eyða þeir þessu í svona bull. Ég veit það fyrir víst að konur í VR fengju kærkomna uppbót ef VR hirti minna af þeim og auglýsti minna - eða ekkert.
Það er ekki þar með sagt að VR geri ekkert fyrir mig. Þeir til dæmis eiga sumarbústaði sem ég nota aldrei og hef engan áhuga á að nota og fyrir þær tugþúsundir sem ég greiði þeim á ári fæ ég orlofsávísun upp á fimm þúsund krónur. Ég að vísu get ekki sólundað þeim peningum hvar sem er, bara hjá Icelandair, Edduhótelum og einhverjum öðrum tilteknum stöðum, sem ég versla í fæstum tilfellum við. Hjá Icelandair gildir þetta víst ekki af tilboðum heldur. Skemmtilegt.
Vil taka fram að ég er alveg til í að greiða til verkalýðsfélags sem tryggir mig ef ég missi vinnuna eða eitthvað þvílíkt, en ég er ekki til í að þeir hirði af mér peninga bara til að styrkja auglýsingastofur úti í bæ. Það er hreint ekkert annað en þjófnaður.

Ronnie Biggs er kominn í hungurverkfall er mér sagt. Hann rændi eitt sinn lest í Englandi, stal fullt af peningum, flúði til S-Ameríku, varð veikur og kom þá aftur heim til Bretaveldis og heimtaði að fá að fara á sjúkrahús. Nú finnst honum fangelsisyfirvöld svo vond við sig að hann er hættur að éta.
Ronnie - vonandi drepstu úr hungri.

Sveinbjörn Landssímaþjófur, sem stal miklu minna en verkalýðsfélögin, er farinn að læra viðskiptafræði í grjótinu. Heldur hann virkilega að hann fái að vinna við bókhald aftur? Hann verður að teljast heppin ef hann fær vinnu við skúringar - hjá Og Vodafone.

Annars er ég hress. Enn að horfa á Lost. Það er skemmtilegt.

Hér sé bíógetraun.

Hver er kallinn?

Hann lék í nokkrum vampírumyndum. Lék til dæmis bæði Dracula og eitt fórnarlamb hans, hvorn í sinni myndinni.

Hann á dóttur sem er leikkona. Gullfalleg kona.

Hann lék í frægri mynd með Clint Eastwood.

Hann er Evrópumaður og lék í fjölda ítalskra mynda.

Hann dó af völdum hjartaslags fyrir vel rúmum áratug.

Hann var að sögn þeirra sem til þekktu kolgeðveikur og lítill mannvinur. Saug kókaín í nebbann sinn (gæti útskýrt hjartaáfallið) og var vondur við allt og alla, jafnvel dóttur sína, sem aldrei hefur sagt fallegt orð um kallinn. Enginn Hanni Bach þar á ferð.

Í einni mynd lék hann vondan kall sem fór aftur í tímann til að drepa kúreka. Hafði meðferðis .357 magnum sexhleypu. Lék einnig nasista allavega einu sinni.

Hann lék sjaldnast góða kallinn. Var í flestum tilfellum heldur ógeðfelldur á hvíta tjaldinu eins og í raunveruleikanum.

Hver er kallinn?

7 Comments:

Blogger DonPedro said...

Það má benda á að Sveinbjörn á eftir að taka nokkrar einingar í viðskiptasiðfræði. Það hlýtur að bjóða upp á nokkra vel valda frasa...

2:43 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er rétt. Ég reyndar vissi að hann hafði hana ekki alveg á hreinu.

3:13 PM  
Blogger Bjarni R said...

Klaus Kinski, einn af mínum uppáhaldsleikurum enda algjör snillingur! Mynd með Kinski (stundum nefndur Kinki) er ætíð þess virði að sjá, algjörlega óháð gæðum hennar.

3:44 PM  
Blogger Bjarni R said...

PS. Heimildamyndin Mein liebster Feind - Klaus Kinski (Werner Herzog: 1999) er skylduáhorfun fyrir alla aðdáendur meistarans og raunar allan hinn siðmenntaða heim.

3:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var laglegt, Bjarni minn. Du bist ein schnilling.

4:56 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Ég held að menn eins og ég og þú, sem hafa, á ca. síðustu 7-8 árum, eitt hundruðum þúsunda í leigubíla, hundruðum þúsunda á Grillhúsinu (og fleiri góðum stöðum) og milljónum í bjór og brennivín ættu ekki að vera að kvarta yfir þúsund krónum sem teknar eru af okkur á mánuði. Þó svo að þær séu notaðar til þess "djöfullega" verks að búa til áróður fyrir því að bæta laun Helgu Olsen, Maríu E. Ástudóttur og Vigdísar Klöru Stefánsdóttur.
Því eitt er víst að átrúnaðargoðin þín, eins og t.d. Pétur Blöndal, eru ekki að fara að standa fyrir bættu ástandi. Enda er þetta mest megnis í ábyrgð okkar allra.
Ef þú ert eitthvað óánægður með þetta þá getur þú alltaf hætt að vinna sem verslunarmaður og farið að spila freelance sem fulltime tónlistarmaður, ekki rétt. Hver er sinnar gæfusmiður og allt það bull.
Ekki það að ég vil hafa þig í Tónabúðinni af því að þú ert svo skemmtilegur og frábær.

11:35 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er alveg hlynntur því að hækka laun þessara kvenna sem og annara kvenna - og annars fólks sem slíks - en það er tvennt sem er hein ósannað. Það er hrein ekki víst að konur í VR séu með lægri laun en karlar, þó það megi teljast líklegt og það er algerlega ósannað og má teljast gríðarlega ólíklegt að milljónakostnaðurinn við þessar auglýsingar skili nokkrum árangri. Það hefði pottþétt verið til meiri hagsbóta fyrir konur að taka millurnar sem fóru í auglýsingarnar og dreifa meðal kvenkyns félagsmanna - eða, eins og ég sagði, draga talsvert minna af laununum okkar.
Það er ekki endilega að ég sjái svona eftir þessum peningum sem slíkum, heldur meira það að einhver úti í bæ tekur þá af mér og eyðir þeim í eitthvað sem ég vil ekki endilega.

1:09 PM  

Post a Comment

<< Home