Tuesday, September 20, 2005

Ég er alveg klukkaður...

Ég hef aldrei heyrt orðið klukk fyrr en fyrir sárafáum dögum. Nú hef ég verið klukkaður af nokkrum sem krefjast þess að ég riti inn fimm staðreyndir um sjálfan mig. Býst ég við að þær eigi að vera lítt þekktar, sem gerir það að verkum að ég get sagt hvað sem er um mig, því ég er lítt þekktur.

1. Ég hata ketti. Þetta er kannski ekki lítt þekkt staðreynd í mínum vinahópi, en ég virkilega hata þessi viðurstyggilegu loðnu afkvæmi Satans. Alger bévítans viðbjóður. Ekkert gagn af þeim, nema þá kannski nothæfir í pottrétti. Kettir eru rottur, sem voru svo heppnar að vera sætar svo einmana kerlingum þyki vænt um þessi meindýr. Ég á ekki ketti, ég á vini. Marga. Talsvert færri en ella vegna skoðana minna á köttum samt...

2. Ég fór í fyrsta skipti til útlanda þegar ég var orðinn 27 ára. Alveg að verða 28. Dreginn til Köben af Adda Fannari, Hebba, Hanna og Ingó Möller. Man ekkert úr ferðinni.

3. Sonur minn, sá eldri, heitir Alexander. Í höfuðið á gítarleikaranum í Rush. Sá yngri heitir Stefán Örn í hausinn á Stebba í Reggae on Ice og Stebba föðurbróður, sem hét jú Stefán og var flugmaður hjá flugfélaginu Ernir. Suddafínn kall. Lést í flugslysi fyrir rúmum átján árum.

4. Ég hef ekki bara einu sinni heldur tvisvar sofnað undir stýri. Í annað skiptið - daginn sem ég fékk bílprófið - keyrði ég niður ljósastaur og hitt skiptið vaknaði ég í þann mund sem ég var að keyra framan á Subaru fullan af fjölskyldu. Ákvað að það væri gáfulegra að fara bara út af og endastakk því bílnum og fór allmargar veltur í engu öryggisbelti. Bíllinn var ca. þriggja tommu þykkur eftir veltuna og fullkomlega óskiljanlegt að ég skildi sleppa ómeiddur. Meira að segja kassettan í tækinu (sólóplata Martin Barre úr Jethro Tull) brotnaði í tvennt. Var samt einna svekktastur yfir að hafa skemmt forláta leðurjakka sem ég var í.

5. Ég tek ekki strætó. Aldrei. Þeir eru ógeð.

Hvernig væri að klukka þá Stebba Stuð, Jón Fjörkálfs og Pétur í Filmusi, en linkar á þeirrra eigins blogg eru hér til hliðar.

Strákar, fimm atriði núna strax og ekki orð um það meir.

6 Comments:

Anonymous jökull litli frændi said...

1) þú veist ekkert um pólítík sama hvað þú reynir :)

2) þú getur ekki verið annað en góður á gítar

3) þú ert drullufyndin manneskja (geimvera) (gaymvera)

4) þú hata Kommúnista meira en allt :(

5) þú ert mjög wierd.. skýrir syni þína eftir tónlistarmönnum.. ég ætti kannski að skýra framtíðarbarnið mitt Ragnar Sólberg
en samt eru Alexander og Stefán alls ekkert verri nöfn svo að ekkert verði misskilið :)

10:23 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jökull -

1. Þú ert lítill og vitlaus

2. Þú kannt ekki að skrifa weird rétt

3. Þú ættir að vita að ég hata ekki kommúnista, ég hata kommúnismann sem slíkan. Mér þykir mjög vænt um kommúnista og aðra geðsjúklinga.

4. Þú býrð úti á landi og ert því ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

5. Þú ert rauðhærður - samt frábær.

Barnið þitt í framtíðinni á að heita Arnar Kommadjövull í höfuðið á hljómborðsleikaranum í Bónusbandinu á Flateyri.

10:07 AM  
Anonymous jökull litli frændi said...

haha, ég skrifa alltaf wierd.. það er satt.. en hef aldrei séð neinn skrifa það þannig.. skrýtið

en allavega.. þú sagðir að ég væri lítill og vitlaus.. ég segi nú bara að þú ert lítill og tipplaus

ok.. þetta var mjög barnalegt og vitlaust.. vona ég.. nema þetta með lítill.. ég fer að ná þér bráðum (h) þú ert ekki nema svona 10 cm hærri en ég.. og ég er 13 ára

5:29 PM  
Blogger Jimy Maack said...

1) fólk sem hatar ketti endurfæðist sem mýs.

2) allir þeir sem fylgja kreddum eru fífl hvort eð er.

3) Það er cool að heita í höfuðið á meðlimi Rush.

4) ég myndi frekar nefna í höfuðið á Pink Floyd eða Tool-meðlimi

5) Glagnar Zoidberg? og það er satt, Ingvar er lítill.

7:14 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nú verður Sólberg kallaður Zoidberg alla ævi.
Allir sem alhæfa eru hálfvitar.
Hengjum alla öfgasinna.

11:21 AM  
Anonymous jökull litli frændi said...

Mér er sama..

alveg sama sko :'/

2:01 PM  

Post a Comment

<< Home