Monday, September 19, 2005

Gleði

Vil byrja á að óska Hreimi í Landi og sonum og konu hans, Þorbjörgu, til hamingju með dótturina sem þau eignuðust nýverið. Eflaust er það barn flestum öðrum fegurra og á jafnvel auðveldara með að semja poppsmelli en önnur ungbörn. Skilst að pabbinn sé að drepast úr monti.
Gríðarleg gleði.

Einnig er ég glaður því það er hægt að missa af Popppunkti. Maður horfir bara á hann á netinu á vefsjónvarpi Skjás eins.
Allnokkur gleði.

Einnig var ég að eignast Marshallbox undir Marshallhausinn minn. Það er að vísu pínulítið, þannig að risahausinn er ofan á pínulitlu 1x12" boxi, rétt eins og Albert, vinnufélagi minn hér áður fyrr, hafði það í gamla daga. Skemmtilegt. Nú á ég alveg tíu prósent af þeim mögnurum sem mig langar í. Vantar fleiri Voxa.
Allveruleg gleði.

Var að spila í gær á Döbb. Hætti tíu mínútum fyrr en venjulega, því ég var að spila eitthvað Tom Waits-lag og var hásari en Waits, auk þess að syngja allnokkuð verr. Kominn tími á tveggja vikna frí. Horfa á Lost og vera í fíling. Þá kannski hætti ég að vera hás og þá verður sko gleði.

Gleði, gleði, gleði, gleði líf mitt er... minnir mig á að ég hló alltaf mikið inni í mér - stundum jafnvel upphátt - þegar þetta lag sungið var á KFUM-samkundum í gamla daga og sumir misstu út úr sér lítið "ó" á undan sökum innlifunar.
Eins er í gömlum sálmi sagt "Ó, friðar Guð..." sem reyndar var breytt í "þú, friðar Guð..." í einhverjum bókum af skiljanlegum ástæðum.
Gleði!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að þú skulir vera glaður.

Fyrrum unnusti minn á stjúpmömmu sem heitir Fríða og hann og systir hans sungu alltaf fyrir hana: "Fríða, ó-Fríða, ég sé þig í anda, svo unglega'að vanda....."
Fór ekkert sérlega vel í kellu en þau sögðust alltaf vera að syngja fallegt lag......

Orgelið

1:45 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er ekki glaður. Ég er ógeðslega glaður.

3:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
sem tilbiður Guðstein og Geir.

Bryn.

10:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Guðstein í fataverzluninni og Geir Ólafs.

12:52 PM  

Post a Comment

<< Home