Thursday, September 15, 2005

Hress

Kom alveg óvart af stað hressri trúmálaumræðu. Skemmtilegt.Vil þó taka fram að þó ég trúi á Guð efast ég stórlega um tilvist bróður hans...

http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3125

þó hann sé hress.

15 Comments:

Blogger Gauti said...

var að pæla í þessu með þróunarkenninguna . . þó svo að þú segir að það standi ekkert gegn henni í biblíunni þá er samt fullt og hellings af fólki sem segja hana stríða gegn biblíunni og vilja fjarlægja hana úr námsskrá grunnskóla og úr kennslu almennt . . mikið af þessu fóli býr einmitt í suðurríkjum USA og þar er í nokkrum fylkjum (skilst mér) hætt að kenna Þróunarkenninguna í skólum . . Darwin er víða um heim að verða nr. 2 á eftir rauða gæjanum með hornin og halann . . hann er að verða "sálmann röstí" hins vestræna heims . . ekki gott . . og allt þessari blessuðu biblíu og blindtrú á hana að þakka .
Eins og biblían voru íslendingasögurnar skrifaðar af mönnum sem voru uppi 2 til 3hundruð árum eftir að hlutirnir gerðust (eða áttu að gerast) og þ.a.l. trúir maður svona temmilega því sem þar stendur . . . eða hvað ?

8:28 PM  
Blogger Gauti said...

annars er ég bara hress :)

8:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég verð að játa að mér finnst svona umræða alltaf pínu skemmtileg vegna þess að það er sama hvað er ritað, hvað er sagt, þá virðast menn alls ekki falla frá skoðunum sínum, a.m.k ekki á blogginu hans Ingvars. Ég ætla hér að segja mitt álit. Í fyrsta lagi eru tvær sköpunarsögur í fyrstu Mósebók í Biblíunni. Fyrri sköpunarsagan (sem hér er títt vísað til) er á hebresku (sem gamla testamentið var ritað á) ljóð. Þar sem höfundurinn er að lýsa dásamleik sköpunarinnar og er að lofa Guð fyrir það.
Biblían hefur nefnilega tvær víddir. Aðra þeirra mætti kalla sögulega vídd, sú vídd er alls ekki óskeikul. Enda er hún ekki inntak biblíunnar, það er, það skiptir ekki máli á hvaða steini Jesú stóð þegar hann flutti fjallræðuna. Það skiptir ekki máli hvort fiskarnir voru 2 eða 5. Það skiptir ekki máli hvort heimurinn varð til á sex sólarhringum eða lengri tíma. Hina víddina mætti kalla andlega vídd, eða boðskap. Þar er það skiptir máli. Hvað er biblían að segja, hver er boðskapur hennar? Hvetur biblían til stríðs (því það benti einhver á að kristnin hefði valdið svo mörgum stríðum og meðal þeirra fyrri heimsstyrjöldinni). Hvorki biblían, kristnin eða önnur trúarbrögð hafa valdið stríði. Það gerum við mennirnir sjálfir. Líkt og það eru ekki byssur sem drepa fólk, heldur er það fólk sem drepur fólk. Boðskapur biblíunnar og um leið kristninnar er náungakærleikur. Láta náungann okkur varða, láta umhverfið og náttúruna okkur varða. Mér þætti gaman að fá að vita hvort það sé einhver hér sem getur ekki tekið undir að þessi atriði séu nú býsna mikilvæg, og þá ekki síst í dag. (Sem segir manni að boðskapur biblíunnar og kristininnar eigi jafn vel við í dag og fyrir 2000 árum síðan). Við vitum vel að biblían er rituð af mönnum og því er hún alls ekki óskeikul en ég trúi því samt að hún sé innblásin af Guði, að minnsta kosti horfir hún svo við mér án þess að ég ætli mér að berja henni í hausinn á þeim sem ekki trúir og dæma hann. Það er ekki í okkar verksviði að dæma, heldur auðsýna hvort öðru kærleika og það mættum við öll (líka þeir sem segja sig kristna) vera duglegri við að gera.
Einnig finnst mér alltaf svo gaman þegar menn eru að blanda vísindum og trú saman. En gleyma því að trú er eitthvað sem menn vona, er sannfæring, er eitthvað sem ekki er hægt að sanna með vísindum, er ekki ósvipað trausti (ingólfs). Til dæmis ást, er hægt að sanna ást? Tilvist Guðs fæst ekki sönnuð með vísindum, enda er fásinna að ætla sér að reyna að það. Hinsvegar held ég að trú sé forsenda vísinda. Því vísindi byggja á þekkingu og hversvegna leitar fólk þekkingar? Jú vegna þess að það TRÚIR því að þekkinguna sé einhverstaðar að finna!!!

Kveðja, Gunni

9:21 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér fyrir, Gunnar Einar. Þetta var smekklegt mjög.
Vil reyndar benda á eina staðreyndavillu með byssurnar - það eru ekki byssur sem drepa fólk, heldur kúlurnar sem koma þjótandi úr hlaupinu á þeim :)

Gauti, það er jú fullt af fólki sem vill banna öðrum að lesa þróunarkenninguna því þeim finnst hún stangast á við þeirra skilgreiningu á Biblíunni - sem sýnir að það er ekki mjög umburðarlynt. Það á jú ekki að banna neina lesningu á þessum grundvelli.
Annars væri Gunnar, sem kommentaði hér að ofan, færari en ég að ræða um sköpunarsögu vs. þróun.
Ég hef allavega, eftir að hafa skoðað sköpunarsöguna vel og vendilega, ekki séð það mikla mótsögn að máli skipti. Vil að vísu bæta við það, utan þess sem Gunnar benti á í fyrri pistli, að Biblían hin íslenska er síðast þýdd 1908 (ef ég man rétt) og þýðingin er býsna langt frá því að vera hárrétt. Einnig er margt sem er óljóst í henni en verður hreint morgunljóst ef grískulærðir menn eru manni við hlið, eins og hefur komið fyrir hjá mér. Þá sé gaman.

9:57 PM  
Anonymous Hjörtur frændi said...

Mig langar bara að benda á alveg eldsnöggt, að það eru til gömul rit, alveg síðan Jesús var hér á jörð, og eldri, sem ber alveg saman við bækur biblíunar í dag, þannig að ekki er hægt að bera saman biblíuna og íslendingasögurnar í þessu samhengi. Svo verð ég að ítreka það sem áður hefur komið fram að trú er hafin yfir rökfærslur, þar sem að hún er persónuleg von hvers eins eftir því sem augað ekki sér. Bara eins og það fólk sem trúir að heimurin verði betri í framtíðinni getur ekki sannað það eða í raun borið rök fyrir því. Það bara trúir því og vonar.

9:47 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nema hvað að þeir sem trúa á Guð hafa enga von um að heimurinn skáni nokkurn skapaðan hlut - enda er hann sífellt að versna. Mér sýnist einnig Opinberunarbókin spá fyrir um áframhaldandi leiðindi uns yfir líkur, allt fram að orustunni við Armageddón - sem er einmitt staður í Persíu, hvar núna eru Íran og Írak. Hressandi.

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst þessi Gunni koma þessu skemmtilega frá sér og er ég sammála honum, líkt og ég er svo oft sammála Jóni nokkrum Gnarr sem skrifar stundum pistla um einmitt þetta málefni aftan á Fréttablaðið.

Svo er það aftur þessi Guðsótti og fáfræði sem knýr fólk oft til að vera með boð og bönn eins og þau að einhver megi ekki lesa sér til um hitt og þetta, samanber glugga í Darwin.
Þetta fólk er ekki endilega vont fólk heldur jafnvel alið upp í þeirri skrítnu trú að ef það trúi ekki einhverju einu þá bara verði Guð reiður og láti reiði sína bitna á mönnunum.
En þetta fólk er kanski búið að persónugera Guð í stað þess að finna Kærleikan sem hann er.
Því verðum við sem trúum á Guð í kærleika að vera umburðarlynd gagnvart slíku fólki, ekki fara að rífast við það og slást heldur bera virðingu fyrir trú og uppruna hvers og eins.
Allir hafa rétt á að trúa því sem þeir trúa burt séð frá því hvað okkur eða næsta manni finnst.

Amen, kv, Brynhildur.

10:43 AM  
Anonymous Stefán H. said...

Hæ og hó.

Það eru mjög fróðlegar umræður hér svo maður verður að segja eitthvað: Mín reynsla eftir að ég fór að læra meira og kynna mér Biblíuna betur er sú að það eru vissar kröfur í henni sem ég verð að uppfylla til þess að hljóta náð Guðs. Það skiptir engu máli hvað ég geri í lífinu, það mun ekki bjarga mér, það eru ekki verkin mín sem bjarga mér segir Biblían heldur er það náð Guðs og ekkert annað, punktur.
Ég hélt alltaf að maður þyrftri bara að vera sæmilega líbó til að komast til Guðs en það er ekki svoleiðis. Guð er ekki meðvirkur fyrir fimmaura og var það svolítið sjokk fyrir mig að læra það. Sem sagt: mín reynsla er að ég verð að ákveða hvort ég vilji fara mínar leiðir í lífinu og enda í partíinu í kjallaranum eða fara upp í penthouse íbúðina til Guðs? Ofur einfalt finnst ykkur ekki?

Kveðja,
Stefán.

11:13 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ber þá í framhaldi af því að vitna í þá hressu sögu þegar Jesú var spurður hvert boðorðanna væri æðst. Hann svaraði þá hress að nú kæmi nýtt boðorð: elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig (ekki KEA) og allt sem þú vilt að aðrir menn geri þér skaltu gera þeim. Þetta er án efa hressasta boðorðið og það sem er til mestra heilla - kannski fyrir utan það sem segir að maður eigi ekki að drepa fólk, en ef maður virðir þetta er varla þörf á því boðorði.

11:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kæri Stefán.
Það er rétt hjá þér að það er aðeins fyrir náð Guðs sem þú kemst inn í himininn, en það skemmtilega við það er að þú þarft ekki að uppfylla nein skilyrði til að hljóta þessa náð. Náð þýðir nebblega að maður fær eitthvað án þess að eiga það skilið, og það geturðu aldrei unnið þér inn með punkakerfi eða góðum verkum. Svo verð ég að leiðrétta þig með það að það sé partý í helvíti. Það verður mjög vont að vera þar, og það finnst mér vera frekar slæm uppskrift af partý. Svo aðeins í lokin, djöfullinn verður ekki með grillteinana í grillinu. Hann verður sá sem liggur ofan á kolunum og grillast því mest sjálfur. Mjög algengur misskilningur sem verður að leiðréttast. Takk fyrir það.
Hjörtur Frændi

11:50 AM  
Blogger Jimy Maack said...

ég vil mótmæla því að Ibrahimsk trúarbrögð hafi boðað virðingu fyrir náttúrunni.

aftur á móti segir í biblíunni að guð hafi gefið manningum vald yfir dýrunum og náttúrunni og þar með leyfi til þess að fara með hana eins og honum sýnist, þósvo að Jahve vilji eflaust að menn beri virðingu fyrir sköpunarverki hans, þá hefur sú virðing ekki látið mikið á sér kræla og það er náttúrulega bara kjánaskapur að láta vitlausa lífveru eins og manninn ráða yfir jörðinni.

berðu saman náttúruboðskap Ibrahimskra trúarbragða við fjölgyðistrúarbrögð af ýmsum toga og þá sérðu að í þeim er oftar kennt að maðurinn sé partur af náttúrunni, en ekki drottnari hennar og eigi þar með að bera virðingu fyrir henni.

hvort sem þú trúir á mikla anda eða Jéhóva, hvort þú fylgir kenningum Búddah eða Mohammad, hvort þú blótar Þór eða fagnar Shiva, þá er eitt lykilatriði sem öll trúarbrögð hinsvegar bera í sér:
Maðurinn er lítill hluti af stærra sköpunarverki.

ef maðurinn drullaðist til þess að gera sér grein fyrir því að honum er ekki ætlað að vera meistari yfir öðru en sjálfum sér og það er annað hvort fyrir slembilukku eða guðlega náð að tilvist hans er bókuð, þá væri heimurinn betri.

Við erum óneytanlega hrokafyllsta vera jarðar og ég held að ef ég væri ekki sjálfur slík vera, þá myndi ég ekki fella tár ef við féllum allar frá, við erum vírus í skóm sem hefur nauðgað móður okkar jörðinni til óbóta, og hvort sem við höldum því áfram í nafni gróða eða guða, þá erum við hvort eð er öll dauðadæmd.

náttúran mun losa sig við okkur sem fyrst ef við förum ekki að snúa við blaðinu. enda erum við vírsuar í strigaskóm!!!

5:42 PM  
Blogger Jimy Maack said...

eins gott að ég er ekki bitur

5:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er allt saman spurning um túlkun þegar fullyrt er að Bibían boði að maðurinn eigi að drottna yfir náttúrunni. Ein túlkunin (og er mjög almenn meðal kristinna þjóða) er að maðurinn sé ráðsmaður Guðs. Þ.e. að maðurinn ber ábyrgð á náttúrunni og umgangist hana af virðingu. Við getum ekki drottnað yfir neinu því við erum ekki guð, þarna liggur hundurinn grafinn. Hvað náttúruna varðar þá erum við líkt og garðyrkjumenn Guðs í hans stóra garði.

Gunni

5:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

I inclination not agree on it. I regard as nice post. Expressly the title attracted me to be familiar with the intact story.

2:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Good dispatch and this mail helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home