Friday, September 09, 2005

Lengi er von á einum...

Enn bætist í sarpinn. Hér eru nokkrir verulega slæmir:

Hátíð í bæ með Vigni Snæ - Viggi í Írafári kennir okkur jólalögin.

Úti í móa með Hróa - Hrói mixermann dettur um þúfu.

Lærðu að breika með Eika - Eiríkur Hauks kennir breakdans.

Hengt upp til þerris með Skúla Sverris - djassfrömuðurinn þrífur af sér og svæfir svo landsmenn með sýrudjassi sem er jafnskemmtilegur og bronketis.

Erfitt viðfangs með Önnu Vilhjálms - Anna leysir úr erfiðum vandamálum.

og svo þátturinn sem tekur við af Fólki með Sirrý:

Málefni hjartans með Sigurjónu Kjartans - Sigurjón hlustar á vælandi hálfvita utan úr bæ.

Meira?

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til eilífðarnóns með Gumma Jóns. Sálarhnossið gengur loks út og giftir sig beinni.

6:29 PM  
Blogger Gauti said...

já er þetta nýjasta nýtt . . þetta minnir mig bara á gömlu rím-brandarana : "allir krakkarnir voru í körfubolta, nema Gvendur, hann er ekki með neinar hendur" og "allir krakkarnir voru að semja ljóð, nema Þórarin, hann kann ekki að ríma".

6:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hér eru nokkur úr Höfuðstað Norðurlands.

Það er kominn Vetur Pétur - Pétur Kristjáns tekur púlsinn á vetrariðkun landsmanna

Tekið í spari með Páli Óskari - Hommastefnumótaþáttur með Páli Óskari

Hvert á að fara fara með Bjarna Ara - Bjarni Ara ferðast á áhugaverða staði

Svo einn hérna um vin okkar hann Jónsa.

Eru ekki allir Bæ með Jónsa Snæ - Jónsi í Svörtum Fötum hittir menn og konur.

Kveðja af eyrinni

11:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

eru ekki allir í stuði með Jesú og Guði. Himnafeðurnir gera rasíu á Nasa og Sólon

11:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér datt í hug spjallþátturinn Stebbi Stuð hittir Guð - spjallþáttur. Guð almáttugur (bróðir Jens) tekur Stebba Stuð tali og húðskammar hann fyrir að trúa ekki á sig.

12:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahah þvílík snilld.. þetta með jónsa og pál óskar er tvímælalaust það besta hingað til!

4:07 PM  

Post a Comment

<< Home