Saturday, September 10, 2005

Meira rím

Nú styttist óðum í að menn fái alveg upp í háls ef það hefur ekki nú þegar gerst. Til að stytta biðina eftir að menn selji upp eru hér nokkrir frumsamdir:

Lifrin sprakk í Hanna Bakk - Skímótrommarinn fer í lifrarskiptiaðgerð af illri nauðsyn.

Sitjum og þjórum með Ceres fjórum - pönkmeistarinn dettur í það á Grand Rokk.

Étið E með Helga Pé - Helgi í Ríó tekur inn Ecstacy og fær hjartaáfall í beinni útsendingu.

Beggi safnar skeggi - Bergsveinn í Sóldögg reynir af veikum mætti að safna kleinuhring.

Úti að grilla með Kára og Villa - bræðurnir úr 200,000 naglbítum grilla fyrir fræga fólkið... ha... er búið að nota þetta? Hvað er að gerast? Hefur í alvörunni verið þáttur með poppurum og rími?

Er það bara ég eða er þetta farið að þynnast eitthvað?

Annars var ég að spila á Dubliner í gær. Það var ömurlegt. Það var reyndar fullt af fólki og svakastuð, en eftir fimmtudaginn verða öll gigg leiðinleg. Þetta verður seint toppað.

9 Comments:

Anonymous Siggi Lúbricant said...

Jæja nú er kominn tími til að sýna þjóðinni hvers vegna ég gef mig ekki út fyrir að vera textahöfundur:

Munn við munn með Hemma Gunn - Hemmi kennir skyndihjálp

Helix með gunna og felix - Kumpánarnir sýna að margt má nota sem sleipiefni í kynlífi

Komdu að fikta með hljómsveitinni Dikta - Dikta menn taka að sér það ábyrðarhlutverk að kenna 11 ára börnum að reykja.

Nýtt í nálinni með sálinni – Sálin hans Jóns míns chillar í æð með fersku heróíni.

Atómstöðin og leirböðin – Heimildarþættir fyrir þýska túrista um bláa lónið

Sonur þú varst slys með hljómsveitinni dys – Þáttur um mikilvægi getnaðarvarna.

Í snertingu við hörund, rætt við björn jörund – þáttur um nýbúa fyrir nýbúa.

Lærum að urða með Sigga Smurða - Siggi trymbill í lubricant hreinsar upp gaddavír á þjóðveginum

2:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Siggi - þú ert hálfviti. Í allrabestu meiningu þess orðs. Til hamingju með ammælið á morgun.

3:06 PM  
Anonymous Smurður Sigurður said...

Takk takk, ég skal jafnvel drekka einn bjór MÉR til heiðurs á morgun.

5:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er þá ekki við hæfi að bæta við einum svona:

Lærðu að ríma með Jonny Nash - Gaurinn í XXX kenninr rímur fyrir börn

9:52 PM  
Anonymous jökull litli frændi said...

lærðu að summa, með mumma - mummi gítarleikari brimróts stjórnar nýjum fræðsluþætti.

förum á skíði, með víði - Víðir gítarleikari Nilfisk stjórnar íþróttaþætti

biðjum um von, með michael jackson - Michael Jackson biður til guðs með litlum krökkum í beinni.. (nokkur atriði klippt úr)

sólin skein á Kurt Cobain - Kurt Cobain sleppir því að setja á sig sólvarvörn (live)

hvar er geir, baldvin freyr? - Baldvin Freyr fer í feluleik við Geir Ólafs í beinni útsendingu stöðvar 14535

ertu geimvera, hera? - Hera verður móðguð í beinni útsendingu hjá Gísla Marteini

hvað ertu að gera, hera? - Hera verður ''caught'' þar sem hún er að drekka græna álf fyrir utan draugabarinn

hvað ertu að spá, KK? - KK fær nóg og skýtur Gísla Martein (live)
Jökull litli kommúnistinn hefur lokið sínu máli

10:14 PM  
Anonymous jöklinító frjende said...

Reykjum krakk, með Jack Black - Tenacious D-fronturinn stjórnar SKEMMTILEGUM fjölskylduþættiþað eru svo fáir að þessu þannig að ég er bara að reyna að koma með nokkur dæmi.. kv. jökull litli kommúnistafrændinn þinn

10:35 PM  
Anonymous Siggi lubricant said...

Komdu og lestu með bæjarins bestu – Helstu sérfræðingar landsins reyna með litlum árangri að kenna vonlausum rímnahundum lestur.

Þú lyktar eins og hver með Írisi í ber – Íris ræðir við eldri borgara á elliheimilinu Grund.

Er ‘etta skessa, spurjum hann Bessa - Bessi Bjarnason kemur fram með nýja fegurðarsamkeppni.

Úff hver dó með brimkló – eiturhressir meðlimir bandsins prumpa í hinum ýmsu lyftum á höfuðborgarsvæðinu.

Allir í legó með krökkunum í egó – Bubbi leigir Legó fyrirtækinu í Danmörku höfundarréttinn á öllum lögum Egó gegn því að Egó spili í lególandi á hverjum mánudegi næstu 6 árin.

Vandað mæm með Geira Sæm – Geiri fer yfir feril allra helstu boy banda heimsins.

11:03 PM  
Anonymous Siggi lube said...

Viltu horfa á Hörð Torfa – Stranglega bannað börnum.

Klukkan sex með klamediu X – Ísland í dag.

Áríðandi með kolrassakrókríðandi – fréttir og veður

Verð á olíu með hljómsveitinni stolíu – diskúterað um heimsverð á bensíni og olíu.

Er hún hóra með vinum Dóra – raunveruleikaþáttur þar sem 25 karlmenn keppast um hylli konu sem reynist vera portkvendi

Og svo vinsælasti þáttur í heimi::::::::::::::::::::::::

Margrét Eir, lufsa ei meir – Margrét Eir lætur breyta sér í karlmann.

11:23 PM  
Anonymous jöklinító frjende said...

er þetta bara hætt eða??? svona come on.. það er svoo gaman að þessu..


Allt sem ég sé er Addi G - Arnar G. gítarleikari Sign dreifir plakötum af sjálfum sér útum allt..

skemmtileg hugmynd??? hver myndi ekki vilja horfa á þennann þátt..? :'D

4:34 PM  

Post a Comment

<< Home