Wednesday, September 07, 2005

Sjónvarpsdagskráin

Þetta með Einsa-mall minnti mig á gamla tíma. Eitt sinn, þegar ég var ungur, einhleypur og ölvaður, kviknuðu í mínum vinahóp hugmyndir að sjónvarpsþáttum hvar popparar landsins ættu að standa við stjórnvölinn. Hér eru nokkur nöfnin sem komu upp:

Eldið hakk með Hanna Bach - matreiðsluþáttur
Reykið krakk með Hanna Bach - fjölskylduþáttur
Úti að hjóla með Gunna Óla - fyrir þá sem misst hafa prófið
Börnin heim með Hreim - hinn ástkæri söngvari kemur Dagbjörtu og Rúnu heim frá Tyrklandi
Út í geim með Hreim - hinn ástkæri söngvari byrjar að dópa í beinni
Ræktið garða með Barða - Barði í Bang Gang kemur skikk á flötina
Pétur Örn étur börn - matreiðsluþáttur að hætti Jeffrey Dahmer
Hættið að djúsa með Fúsa - Fúsi í Rikshaw kynnir undirstöðuatriði edrúmennsku
Lærið að lesa með Pésa- Pétur Örn með þátt fyrir algera tossa

Einhverjar fleiri hugmyndir?

20 Comments:

Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Í stakri ró með Bó - Yoga að hætti Elvis.
Ekki leifa með Eyva - Eyjólfur Kristjáns með matreiðsluþátt þar sem aðeins eru hitaðar upp eldri matarleifar.
Togað í girni með Hallbirni - Veiði þáttur með "kántrýkónginum".

3:11 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Drekkið te með Helga Pé - Ríó býður í te og smákökur.
Einar Ágúst mundar strákúst - þáttur í anda Allt í drasli.

4:23 PM  
Anonymous Jósi said...

Ég finn mig hvergi með Bergi - Bergur Geirs kynnist þínum innri manni.
Þú veist hvar, Ingvar - Ingvar Valgeirs stýrir feluleik í sjónvarpssal.
Sikileyjarvörn og Pétur Örn - skákskýringarþáttur.
Diskódans með Rósinkrans - Framhaldskennsla í dansi.
Þetta er braggi, Maggi, erþaggi? - Magnús Eiríksson fjallar um hernámsárin.

5:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fullur hérna og þarna með Bjarna - Bjarni Friðriks dettur í það með þjóðþekktum einstaklingum.

Stigið á fót með Magga Rót - danskennsla.

Setjið upp hatt með Matta Matt - tískuþáttur.

5:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skjótið hval með Inga Val - aukamaðurinn í Sixties fer á sjóinn með skutulinn á lofti.

Rúnar Þór drýgir hór - Rúnar í Sixties nýtur þess að vera einhleypur.

Borðið apa með Eysteini Papa - öðruvísi matreiðsluþáttur.

5:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Undir súðinni með Jóni í Tónabúðinni - Fasteignaþáttur.

Hellvar

5:55 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Vertu með annari- og Adda Fannari þáttur þar sem konur fara í trekant með skímódrengum...

Brak og Brestir með Krumma og Þresti - þáttur um hnykklækna

Reyktu úr penna með Jómba og Jenna - brainpolice drengirnir kenna pípugerð

Leitað að arfi með Smára Tarfi - þáttur um erfðarétt

6:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHAHAHA Ingvar :D þú ert snillingur en jæja..

Verum kúl með Rúnari Júl - þáttur um barnatannlækna

æi ég veit.. þetta meikaði ekki sens en ég er nú líka það sem að fólk kallar ''andlega þroskaheftur'' svo að.. :D

kv. Jökull litli frændi 8)

7:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Reyktu eins og skorsteins með Bubba Morthens - vikulegur þáttur um lesblindu á Sirkus. Kemur í staðinn fyrir Kvöldþáttinn og verður miklu skemmtilegri.

Út að skralla með Palla - Páll Óskar eftir mönnum.

Hvað er í rassi með Quarashi - þáttur um fíkniefnadeild tollgæslunnar.

Hildur Vala í bala - þáttur um baðsiði fyrr og nú í umsjón Ædolstjörnunnar.

Einhver?

9:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Á veiðum með Heiðu - Heiða í Unun skýtur rjúpur

K.

9:41 PM  
Anonymous Jósi said...

Nú skal munduð kylfa með Andreu Gylfa - golfþáttur.
Bjarni Ara ræðir um þara - þáttur fyrir náttúruunnendur.
Nútímaríman og Jakob Frímann - hagyrðingaþáttur.
Ýmislegt að sýsla með Röggu Gísla - þáttur um allt og ekkert.
Þorvaldur Bjarni leitar að barni - Idol fyrir grunnskólana.

10:13 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þorvaldur Bjarni fitlar í garni - þáttur um hannyrðir.

Ekki meir, Geir - Geir Ólafs áttar sig á að hann er glataður.

Allt fyrir bí með Leoncie - indverska prinsessan stútar sér í beinni.

Höndin í fatla með Ágústi Atla - Gústi í Ríó fræðir okkur um bráðamóttökuna.

Snöggur að svara með Bjarna Ara - spurningaþáttur með hraðaspurningum.

Sprengt upp til agna með Magna - Magni í Á móti sól tekur terrorista tali.

10:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekki flagna með Magna - Magni fer til sólarlanda

Hættu í skóla með Gunna Óla - Gunnar Ólason forsöngvari Skítamórals kynnir þjóðina fyrir Einari Ágústi

Allt í boði, Villi Goði - Vilhjálmur Goði kennir fólki að selja sig

8:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

hihihii ´takk Ingvar þetta var það sem mig vantaði, ekki lengur í fílu, það er ekki hægt það eru allir svo fyndnir hérna.

Brynfíla.

9:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Förum til Las vegas með Megas - Megas kennir krökkum að svindla í fjárhættuspilum..

Étum ekki peru, étum mannveru með Heru - Hera stjórnar þætti fyrir fólk með anórexíu..

Matreiðum ökkla með Jökla - besti tónlistarmaður í heimi matreiðir ökkla í beinni =)


kv. Jökull litli kommúnistafrændinn þinn..

9:58 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jökull - þú ert schnillingur.

11:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

takk takk =D þú ert en meiri schnillingur.. með skemmtilegasta húmor íslands.. evrópu.. heims.. og þó að víðar væri leitað =)

kv. jökull litli einstein 8)

1:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skellt á Spegil með Egil... Egill lærir að dópa með góðkunnum fýklum.

Á rauðum "dreigli" með "Eigli"- pre party þáttur fyrir samkomur hjá þotuliðinu... Gæti verið góður staður fyrir að finna leiðbeinendur fyrir spegil þáttin.

e.

2:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tal með Val - Valur í Buttercup með spjallþátt.

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

söfnum tagli með Agli - Fylgst er með Agli Rafnssyni í nokkra daga þangað til að hann er kominn með langt tagl


skemmtilegur þáttur ha?

kv. en og aftur.. your biggest fan [jökull]

3:43 PM  

Post a Comment

<< Home