Monday, October 03, 2005

Babyshambles

Pete Doherty og félagar í Babyshambles koma ekki fram á Iceland Airwaves í ár. Æi, hvað það er hræðilegt.
Þeir hafa verið gríðarlega mikið í fréttunum vegna dópneyslu þessa Pete - sem ég veit ekki hvaða hlutverki gegnir í sveitinni - og sambandi hans við Kate Moss. Nú virðist sem það samband hafi ekki beint hjálpað henni í vinnunni.
Þrátt fyrir alla þessa fjölmiðlaumfjöllun hef ég aldrei heyrt lag með sveitinni. Ég reyndar þekki engan svo ég viti til sem hefur heyrt í sveitinni, hvað þá eignast plötu með þeim, hafi þeir á annað borð gefið eitthvað út.

Meðan Airwaves standa sem hæst mun ég verða að spila á Grundarfirði í góðum fíling.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home