Wednesday, October 12, 2005

I like to move it, move it

Búð Tóna er formlega flutt frá og með gærdeginum. Tel ég enga haugalygi að halda frama að það hafi verið erfitt, en hafðist. Nú geta aðrar hljóðfæraverslanir pakkað saman og farið heim.

Annars, þess utan, er lítið að frétta.Litli Sveppur er veikur og því sit ég heima til hádegis, en fer svo niður í hina spánýju búð Tóna og sel fyrir milljónir. MILLJÓNIR!!!

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Just thought I'd let you know about a site where you can make over $800 a month in extra income. Go to this site   MAKE MONEY NOW  and put in your zip code..... up will pop several places where you can get paid to secret shop, take surveys, etc.  It's free.  I found several and I live in a small town!

9:02 AM  
Blogger Jimy Maack said...

afhverju eru allar hljóðfæraverzlanir að flytja sig úr bænum?
ég flutti í bæinn til að vera nálægt tónabúðinni og hvað? svo bara flytjiðði?
ég meina!?!? akkuru? hvert á maður þá að leita?

svaraðu mér dularfulli tónabúðingur! svaraður mér!!!!

11:22 AM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Flytja úr bænum... ertu 1/2(skarðs)viti!!
Þetta er í bænum!! Ef þetta er EKKI í bænum þá hefur búðin ALDREI verið í bænum ..

12:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Einar, við erum nokkur hundruð metra frá gamla staðnum. Fleiri fermetrar, færri rónar, minna vesen.
Þú drepur þig ekki á að labba alla þessa leið frá Hverfisgötunni. Kíktu í kaffi.

1:20 PM  
Blogger Jimy Maack said...

afskaplega ertu eitthvað ókurteis kæri bollustrákur?

þú getur bara sjálfur verið ¼viti ef þú getur ekki haldið lágmarks mannasiðum.

það sem ég meinti var úr miðbænum, þetta er kannski ekki allra skoðun, en ég álít Rauðarárstíg mörk hins byggilega heims

1:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst þetta nú bara vera mjög miðsvæðis R-vísk staðsettning, en hvað veit ég sem bý bara í þrjúhundruðogeinum en ekki hundraðogeinum.

Brynbóndinn sem er langt genginn framm yfir og barnið neitar að fara út.

1:58 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eitt sinn áleit ég Rauðarárstíginn líka mörk siðmenningar. Nú er bara öndin önnur og ég fluttur í Breiðholtið. Það er gersamlega úti í sveit. Skipholtið, alveg upp að pósthúsi, er í bænum. Hringbrautin er þar einnig alla leið að Háskólanum. Restin er rjúpnaveiðisvæði.

2:59 PM  
Blogger Jimy Maack said...

kíki í kaffi þegar ég hef tíma og landakort.

6:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halli Hólmsson

ertu að fara að selja fyrir miljónir þá verð ég að kaupa einhvað og borga einhvað gamalt

12:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með flutninginn! Kíki við við tækifæri.
Hvað kosta annars orgel hjá ykkur? Ekki annars manns orgel...skilurðu.

Orgelið.

12:43 AM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Nei nei Jimy maack.. ég meinti ekki að þú værir hálfviti.. sorrý ..en commentin þín eru það nokkuð oft.. að mínu mati..

12:14 PM  
Blogger Jimy Maack said...

máské eru kommentin mín oft aðeins úti á þekju, en það er aðeins af mjög rökréttum ástæðum, afleiddum af forsendum sem ég gef kannski ekki alltaf upp.

12:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Orgel, við eigum orgel á 30% afslætti! Really!

1:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tékka á því ;)

Orgelið

2:37 PM  
Blogger Gauti said...

Hann afi minn sagði mér einusinni frá því þegar hann kom fyrst til Reykjavíkur . . þá var stór varða c.a. þar sem Hallgrímskirkja er nú og Reykjavík byrjaði svo einhverstaðar þar fyrir neðan . . svona breytist nú allt með tímanum :)

7:30 PM  

Post a Comment

<< Home