Thursday, October 06, 2005

Jón og Hannes

Skemmtileg frétt þetta - Hannes Hólmsteinn, Íslendingur, skrifar á íslenska internetsíðu að annr Íslendingur, Jón Ólafsson, hafi auðgast í fyrndinni á ólöglegan hátt. Jón kærir Hannes í BRETLANDI, vinnur málið og eru dæmdar tólf millur í skaðabætur! Hvað er það?

Heyrst hefur að Jón sé á leiðinni til Íran að kæra Hannes fyrir kynvillu og er þá morgunljóst að Hannes verður tekinn af lífi.

9 Comments:

Blogger Pippi said...

Híhíhí. Lögsókn úr lausátri og líflát úr launsátri. Assassination (Rass, rass, ég þjóð.)
Brennum hann á báli í Grafarvogi og notum Laxness-monster bækurnar hans sem eldivið.

2:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er nú meira á því að brenna Jón, sko. Ég tel líklegt að hann sé meiri krimmi (vil ekki fullyrða neitt, mannhelvítið gæti lögsótt mig).

2:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hannes greiið er bara svo helvíti leiðinlegur, ég vil hann nú ekki feigann en mér finnst bara fínt að einhver nái að lögsækja kauða hann er svo helvíti frekur, veður uppi, Þetta ætti að lækka í honum rostann.

Bryn.

2:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, ég sé það núna, þá er best að láta gamlan bissnissmann úr Keflavík, sem Hannes kvað hafa verið sölumann Dauðans, hirða af honum alla peningana.
Hannes er kannski ekki skemmtilegur en ég trúi honum fremur en Jóni.

3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Stundum hittir skrattinn bara ömmu sína.

Bryn.

7:57 PM  
Anonymous KingKong said...

Lögin sem gera honum kleift að kæra í Bretlandi.

http://www.althingi.is/lagas/131a/1995068.html

Annars yrði það "hringum heiminn í 80 kærum" hjá ónefndum Jóni.

9:43 PM  
Blogger Trausti said...

Jón bjó í bretlandi, hvar annars átti hann að kæra?.. Og þetta með að lífláta Hannes, ekki hægt að gera það og fljótlega....

12:13 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þó svo Hannes sé ekki manna skemmtilegastur þá finnst mér þetta samt asnalegt. Ég nebblega trúi alveg að hann hafi verið að segja satt í upphafi.
Annars lækkar þetta ekki í Hannesi rostann, ´hann er nógu snjall til að búa til úr þessu hina fínustu auglýsingu fyrir sjálfan sig.

11:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já og stundum hittir skrattinn ömmu mína
Kv. Ebeneser mix

2:45 PM  

Post a Comment

<< Home