Saturday, October 08, 2005

Ólyfjan

Sæl veriði.
Nú nýverið gerðu vart við sig leiðindi hjá mér, jafnvel meiri en venjulega. Röddin mín, atvinnuinstrúmentið, fór að gefa sig og var svo að maður gat vart klárað stutt trúbbkvöld án þess að hljóma eins og róni með hálsbólgu. Þegar ljóst var orðið að þetta var meira en slæmt dagsform vikum saman ákvað ég að heilsa upp á lækni og láta hann líta á hálsinn. Það var, svo ekki sé meira sagt, athyglisverð lífsreynsla.
Doktorinn tók nebblega upp einhverja slöngu sem leit út eins og eitthvað gismó úr Star Wars-mynd og beyglaði það fram og aftur. Á þessu gismói er örmjó sveigjanleg pípa, u.þ.b. fet að lengd. Þeirri pípu tróð doksi upp í nebbann minn og þaðan niður í háls til að skoða hann að innan. Það var ekki gott.
Svo skrifaði hann upp á einhverskonar steratöflur til að koma röddinni í gott horf. Með töflunum fylgdi leiðavísir hvar taldar voru upp aukaverkanir eins og aukin matarlyst (sem er ekki hægt því ég er alltaf að éta) og fleira smávægilegt. Þar hefði einnig átt að standa "reyndu ekki að sofa og ekki tala við fólk". Það er nefnilega skemmst frá því að segja að ég byrjaði að éta þessa ólyfjan fyrir tveimur dögum og hef varla sofnað síðan. Ég er eins og kanína á spítti, bara hressari.
Strax við fyrsta skammt fékk ég svo herfilega í magann að ég hreinlega meig með rassinum (ókei, óþarfa upplýsingar kannski) og át svo allt í heiminum sem ekki var frosið í gegn. Svo fór ég í ljós að reyna að róa mig niður - því ég var farinn að skjálfa - og brann svoleiðis að ég varð ekki brúnn heldur rauður eins og karfi. Ekki var það til að bæta skap mitt, sem var orðið vont.
Svo fór ég að spila og er skemmst frá því að segja að röddin var komin í samt lag. Var jafnvel skárri en fyrr. Gaman að því. Fór svo heim eftir gigg og lá andvaka fram á morgun. Svaf í tvo tíma í mesta lagi.
Í gær át ég svo annan skammt af þessari ólyfjan og hélt að dagur eitt hefði nú bara verið svona byrjendavesen. Aldeilis ekki.
Ákvað að éta skammtinn fyrr um daginn, eins og læknirinn minn sagði mér að gera. Það gerði það að verkum að ég var í vinnunni jafn glaður í bragði og Tony Montana í lokin á Scarface, svona rétt áður en hann deyr (já, hann deyr í endann!). Ég, sem alla jafnan er hinn glaðlyndasti maður, mikill mannvinur og álíka mikið til vandræða og meðal appelsína varð alveg stórklikkaður í skapinu. Gersamlega kreisí muða.
Sem dæmi um áhrif lyfjanna var ég að reyna að gera við bassamagnara fyrir Binna bassaleikara. Var að reyna að skrúfa hátalarann, sem var sprunginn, úr magnaranum þegar ég með offorsi braut skrúfuna og beygði skrúfjárnið. Hélt fyrst að skrúfan hefði bara verið gölluð eða lúin, en svo sá ég að það blæddi úr annari höndinni minni. Frábært.
Eftir allt þetta fór ég svo að spila með áðurnefndum Binna og Guffa trommara á hinum rómantíska veitingastað Dubliner.
Þar komst miðaldra feit kerling að því að það er ekki gáfulegt að angra gítarleikara á sterum. Meðan hún var að nöldra í mér spurði ég hana hvort hún röflaði svona í manninum sínum heima við líka. Kvaðst hún þá ógift. Ég svaraði að það kæmi mér nú ekki á óvart. Þess má geta að þessi sama kona gerði í því að rífa sígarettur úr munnum allra karlmanna á svæðinu og sulla óvart niður bjórnum þeirra. Alveg skemmtileg.
Hún endaði gleðina grenjandi uppi við vegg.
Hinsvegar var alveg gaman þegar Jón Frímann sjóari kom og gaf öllu bandinu bjór. Að launum fékk hann að syngja "fiskinn minn" og er óhætt að segja að aldrei hefur verið sungið verr á Íslandi. Skemmtanagildið var hinsvegar ótvírætt.
Eftir vel heppnað spilerí (hvar röddin var í fantaformi) ákvað ég að ég væri of hress til að fara heim að sofa og kíkti því við á Amsterdam. Þar sá ég að einn ónefndur vinur minn í Buff hafði fundið ráð við svefnleysi. Fékk ég mér því eitt glas af því sama og hann og fór heim, hvar ég lá andvaka lengi. Vaknaði svo alltof snemma. Svaf í tvo tíma. Fór svo í vinnuna.
Búðin er að flytja og því verður megarót (gaman) í allan dag. Ég verð sumsé útúrlyfjaður, rauður eins og karfi, kexbilaður í skapinu að flytja hljóðfæri upp í Skipholt. Má geta þess að sjoppan opnar í Skipholti 21 á þriðjudaginn - vegleg opnunartilboð.
Er svo að spila á Döb í kvöld, sami mannskapur, sömu sæti, ný lög en sömu sóló.
Ég verð pottþétt bilaður í skapinu og til í slagsmál ef einhver er minni en ég!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

VeriSign Tackles the Scandal of Splog
By Lisa Vaas October 7, 2005 News Analysis: VeriSign's buy of the Weblogs.com ping server aims to fix the sagging springs of the blogosphere, which is getting crushed beneath blog spam.
Hi, I was just blog surfing and found you! If you are interested, go see my legitimate business related site. It is very special and I'm sure you will find something of interest.

1:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Var að huxa um að kommmmenta þegar kommmmentið á undan tók hug minn allan (Morthens, eldri bróðir Bubba) og ég fór að tjekka á örugglega lögmætum viðskiptum Lisu......vona að það sé e-ð klámfengið..
Bergur annonnimus

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Finnst yður Hannes lélegur trommari?
Hví er hann ei á tengla-lista yðar?
PrumpuBergur

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er gaman að því að þú skulir vera í svona góðu jafnvægi, bróðurómynd, akkúrat þegar verið er að halda upp á alþjóðlegan geðheilbrigðisdag.
Það er líka frekar leim að kenna einhverri hálsbólgu um að þú sért alvarlega geðsjúkur, svona, svona, enga fordóma. Viðurkenndu þetta bara.
Arnmundur góð- og geðglaði.

9:47 PM  
Blogger heida said...

hæ! ég klukkaði þig.

10:08 PM  

Post a Comment

<< Home