Tuesday, October 18, 2005

New York

Ligg veikur heima og horfði í gær á rírönn af CSI: NewYork. Hló gríðarlega þegar þátturinn var að verða búinn. Þá, þegar búið var að berja einn í spað og skjóta hann svo í hausinn, einn var dauður úr heróínnotkun, ein stúlka á spítala eftir óverdós, einn var étinn af bjarndýri, einn með skotsár í fangelsi og ég veit ekki hvað og hvað - þá kom auglýsing:

New York-ferðir frá 40,900 krónum!!!

Þrír dauðir og tveir á spítala og svo þarf ég að borga fyrir að fara þangað - ég held nú ekki!

Svo er fuglaflensan mikið í fréttum. Ég vil ekki deyja úr einhverju sem heitir fuglaflensa. Það er karlmannlegt að deyja úr krabbameini eða af völdum svartadauða en ef ég ligg fyrir dauðanum vegna veiki sem heitir í höfuðið á fiðurfénaði skýt ég mig bara í hausinn og spara mér niðurlæginguna. Því ekki fálkaflensan? Það er ögn skárra.

Sá áðan beina útsendingu frá alþingisumræðum þegar ég var að skipta um mynd í tækinu. Þar var Mörður að tala um prósentuhlutfall endurgreiðslu á umbúðaskatti fiskafurða í pappaöskjum til útflutnings, en hann var ekki alveg sammála þingmanni stjórnarflokkanna um þetta endurgreiðslu og afsláttarhlutfall - gott að vita að þeir sóa ekki tímanum í kjaftæði á hinu háa alþingi, heldur taka bara á stóru málunum. Hvernig væri að taka fyrir næst frekari tekjuskattslækkanir og lækkun virðisaukaskatts? Mér finnst mikilvægt að lækka verð á i-Pod og vil að það mál verði tekið fyrir á alþingi strax!

15 Comments:

Anonymous Jökull said...

Þetta er allt í lagi.. ég bjarga þér frá fuglaflensunni.. hahahahahahaha, en þetta með New York.. HAHAHAHAHAHAHAHAHA

BWAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH HA HA!!!

5:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Láttu þér batna sem fyrst elsku vinur.
Beggimix

5:43 PM  
Blogger Hannes Heimir said...

æi vertu bara veikur maður

6:09 PM  
Blogger DonPedro said...

Ef þú drekkur baðkar af mysu losnarðu við veikindin.

7:04 PM  
Anonymous Jökull said...

Ef þú drekkur baðkar af mysu yfir fullt tungl kl. 20:00
þá losnarðu við veikindin..
ef það virkar ekki þá skaltu rúlla þér 10 km og skríða til baka..
ef það virkar ekki heldur.. skaltu bara ganga á glóðvolgum kolum þessa 10 km.....

7:14 PM  
Blogger Olga Bj� said...

En krabbamein, er það ekki í höfuðið á áttfætlu?

Orgelið

10:34 AM  
Blogger Pippi said...

Strútakvef? Lundagigt? Lóubeinverkir? Mörgæsamagasár? Emúamígreni? Múkkaberklar? Snjótittlingshlodsveiki? Hvað er betra en fuglaflensa?
Hryggleysingjageðhvarfasýki?

12:27 PM  
Blogger Pippi said...

Holdsveiki þú skilur...ekki hlods...

12:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Áttfætlur eru skárri en fiðurfénaður. Ég vil þó síður deyja úr hlodsveiki en fiðurfénaðarflensu.
Er hlodsveiki frá plánetunni Hlod í Star Wars... eða var það Hoth... þarna þar sem var kalt... æææææi.

2:57 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars ætlaði ég að drekka baðkar af mysu, en átti hana ekki til, svo ég drakk baðkar af hvítvíni, Sama bragð. Líður strax betur og er kominn í vinnuna.

2:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hei, Nwe York pistillinn þinn var lesinn upp í Íslandi í bítið í morgun....víííííí

Orgelið

8:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Og Nwe York er einnig á plánetunni Hlod.


Orgelið

8:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Pétur, þú ert hrikalega fyndinn. Verð að koma því að.

Lundagigt...Emúamígreni......ha ha ha ha ha ha ha

Orgelið

8:23 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Pétur var ekki að reyna að vera fyndinn. Emúamígreni er grafalvarlegur sjúkdómur!

11:52 AM  
Anonymous Maggi Svans said...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA þetta er snilldar fyndin færlsa hahaha þú ert snillingur! hahahahahahahaha

4:17 PM  

Post a Comment

<< Home