Thursday, October 20, 2005

Reunion

Jú, ágætu gestir, þá er komið að því að ég og Stebbi Stuðbolti, dúettinn Nasistamellurnar, komum fram á ný. Langt er um liðið og skuldirnar hafa hrannast upp á Amsterdam og því skal reynt að klóra í bunkann meðan aðrir spila fyrir ekki neitt á Airwaves. Við ætlum ekki að spila einhver leiðinleg frumsamin lög, heldur þrautreynt efni eftir aðra, með áralanga reynslu í að gera fólk glatt. Einnig segjum við gamla og margreynda brandara milli atriða. Miklu skemmtilegri en nokkuð sem komið hefur fram í Klink og Bank.
Mætið endilega öll. Annars drep ég ykkur!

Annars er ég frægur núna, síðasta bloggfærsla var lesin í Íslandi í býtið í morgun og birt í Blaðinu í dag, enda er ég afspyrnuskemmtilegur þó ég segi sjálfur frá. Gaman að því.

Hvað segiði annars gott?

10 Comments:

Blogger Denni said...

þú hefur hvergi minnst á kjánakvöldið okkar á dubliners þarna um daginn hehe...

1:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Komstu svo í Blaðinu eftir allt saman. Alveg magnað. Til lukku með þetta. Þeir fara að kalla á þig í viðtöl með sterku skoðanir þínar þarna í bítið......eða nei...þú ert ekki vaknaður þá.

Bull í þeim í morgun að rugla blogginu þínu saman við tíkina.is, sem var næsta grein. Ég hefði viljað heyra nafnið þitt þar líka.

Orgelið

3:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þessir á stöð 2 eru plebbar. Hvar sér maður þetta á vefnum?

Denni, ég gerði sjálfum okkur báðum tveim greiða og minntist ekki mikið á þetta kvöld. Ég var gersamlega off, en við skulum reyna þetta aftur seinna.

4:56 PM  
Blogger Gauti said...

when . . will i . . will i be famous !!!

5:30 PM  
Anonymous smm said...

Mætið á Nasistamellurnar á Amster annars drep ég ykkur !

Hver getur sagt nei við svona vinalegu boði....?

7:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú sérð þetta á stod2.is og þar inn á VEFTV neðarlega til hægri. Svo Islam í bítið undir "vinsælast" og velur svo bara daginn sem þátturinn var.....jafnvel langt aftur í tímann. Stuð.

Ég er löngu hætt að horfa á sjónvarpsfréttir. Sé þar bara á veftívi...skemmtilegustu sko. Sleppi líka auglýsingunum.

Orgelið

10:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er SMM þarna á undan okkuð Sveina María?

Orgelið

10:44 PM  
Blogger Denni said...

did i turn u off??

10:40 AM  
Anonymous smm said...

Og það var rétt Sveina (sú eina) María. Hæ Olga mín : )

11:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Feina Malína! :)
Gleður mig að sjá nafn þitt hér.

OB

1:51 PM  

Post a Comment

<< Home