Thursday, October 20, 2005

Til lukku, Brynka!!!

Brynhildur Skrymbrildur Stefánsdótir af Skaganum var að eignast krakka!!! Hún gaut strákpjakki fyrr í dag og óska ég henni og Daníel, manninum hennar, sem þykist eitthvað eiga í þessu líka, hjartanlega til hamingju! Ég er svo kátur að það hálfa væri nóg!

Til hamingju bæði. Megi strákurinn heita Ingvar og verða snillingur á sviði heilaskurðlækninga og tombólusvindls, rauðvínsbruggs og kökubaksturs, rallökumennsku og banjóleiks.

3 Comments:

Anonymous Halli í Sent said...

Blessaður Ingvar...
Skemmtileg síða hjá þér. Alltaf gaman að fræðast um kvikmyndir sem enginn nennir að horfa á (að vísu horfði ég á verstu mynd heims um daginn. Hún heitir "The ninja man" og ekki orð um það meir!).
Verð að kíkja á þig í hinni al-nýju búð tóna áður en langt um líður.

8:13 PM  
Blogger Villi said...

Til hamingju Brynhildur!

gaman gaman

2:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju Brynhildur og litla fjölskyldan þín.
Megi lukkudísir Sveins svífa yfir ykkur um ókomna tíð.

Orgelið

3:42 PM  

Post a Comment

<< Home