Friday, October 21, 2005

Topp tíu plötur

Pétur í Filmusi er með skemmtilegt blogg sem linkur er á hér til hliðar (og í sumum tölvum lengst fyrir neðan). Hann bað dygga hlustendur að setja inn tíu uppáhalds plöturnar sínar og kennir þar ýmissa grasa. Hér er listinn minn, tíu uppáhalds plöturnar mínar eru reyndar ellefu talsins. Gat ekki skilið Exodus með Bob Marley útundan, því hvert einasta lag á henni er snilld. Platan frábær í gegn.
Uppáhalds platan mín er þó alltaf 2112 með Rush. Tók hanan einu sinni upp á spólu og var það eina spólan í bílnum mínum í meira en ár. Alltaf sama spólan,aftur og aftur og aftur... tær snilld.
Þegar ég gerði þennan lista mundi ég að ég týndi Wired-disknum mínum með Jeff Beck fyrir tíu árum og þarf endilega að fjárfesta í öðru eintaki.
Hér er listinn:

1. Rush - 2112
2. Beatles - Abbey Road
3. Pink Floyd - Dark Side
4. Stevie Ray Vaughan - Couldn´t stand the weather
5. Steve Vai - Flexable
6. Frank Zappa - Joe´s Garage
7. Þursaflokkurinn - Gæti eins verið
8. Radiohead - O.K. Computer
9. Bob Marley - Exodus
10. Deep Purple - Burn
11. Jeff Beck - Wired

Airwaves er í fullum gangi og hlakka ég gríðarlega til að missa af öllu þessu artí fartí drasli sem er leikið af úlpuklæddu pakki sem þekkir ekki muninn á fís og moll.
Ég er farinn á kojufyllerí.

16 Comments:

Anonymous Anonymous said...

The InformationWeek Blog
Here you'll find observations, anecdotes, and analysis from our experienced staff of reporters and editors, with links to stories, surveys and other content that appear on InformationWeek .com , TechWeb .com , ...
Find out how you can buy and sell anything, like things related to private road construction on interest free credit and pay back whenever you want! Exchange FREE ads on any topic, like private road construction!

10:25 PM  
Blogger Trausti said...

Ég er bara sammála þessum hér á undan.

9:56 PM  
Blogger Villi said...

Hvað er málið? Prófiði að smella á private road construction og sá sem getur útskýrt hvað þetta er í skiljanlegum smáatriðum fær splunkunýjan BMW með tottlúgu!

4:31 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

1. Alison Krauss and the Union staion - Live
2. Grace - Jeff Buckley
3. Security - Peter Gabriel
4. So - Peter Gabriel
5. US - Peter Gabriel
6. Rumours - Fleetwood Mac
7. A passion play - Jethro Tull
8. Warchild - J.T.
9. Songs From the Wood - J.T.
10. Scoundrel days - A-HA
11. Five miles out - Mike Oldfield
12. Revival - Gillian Welch

úpps.. gerði óvart 12 ...

11:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það yrði bara hlegið að mér ef ég kæmi með listann minn hér.

Orgelið

12:39 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er allt í lagi - ég er nú þegar að hlæja að Stebba.
Listinn hans er reyndar góður. Five miles out var mjög stutt fra því að komast á listann minn.

12:58 PM  
Blogger Jimy Maack said...

fís er ekki moll nema adúr sé....

erh...

ég held að ég sleppi bara mínum lista...

2:05 PM  
Blogger Elvar said...

ég spilaði á erveivs og er kominn með 5 plötu samning hjá WB. Og addvansaðar 5 millur. allt í dúr.
p.s

kanntu að skipfta um strengi

8:09 PM  
Blogger Elvar said...

ok reyndar 5 milljó bjórmiðar. en samt.

8:14 PM  
Blogger Pippi said...

I´ll be your private road construction anyday.
Spes.

Jæja fyrst Olga vill ekki setja inn lista geri ég það fyrir hana.

1. Barnabros 2
2. Píanó - Rúnar Þór
3. Sister act 2 - Soundtrack
4. Spin the bottle - Kip Winger
5. Party all the time - Eddie Murphy
6. Transdans 2
7. Heartbeat - Don Johnson
8. Bloodthirst - Cannibal corpse
9. T´pau - T´pau
10. Sex and travel - Right said Fred

11:25 PM  
Blogger Pippi said...

Manstu ekki þegar þú sagðir mér þessar plötur þínar
uppáhalds?

11:26 PM  
Blogger Pippi said...

Ha Olga?!?

11:26 PM  
Anonymous Halli Sentari said...

1. Dark Side of the Moon - Pink Floyd
2. Sgt. Peppers - The Beatles
3. Soul Cages - Sting
4. Monkey Fields - Mezzoforte
5. Passion and Warfare - Steve Vai
6. Pet Sounds - Beach Boys
7. Somwhere in Time - Iron Maiden
8. Shapes - Dominic Miller
9. Venus Isle - Eric Johnson
10. Purpendicular - Deep Purple

Vá hvað það er skrítið að sjá þetta á prenti. Er maður alveg skrítinn eða?

10:00 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gaman að sjá Eric Johnson þarna. Ég á nokkrar plötur með honum. Ah Via Musicom var einmitt næstum því á topp tíu hjá mér. Setti Jeff Beck í staðinn. Finnst þær samt eiginlega jafngóðar.

Einu sinni átti ég líka plötu með T´Pau. Hún var ekki jafngóð.

10:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Helvíti manstu þetta vel Pétur!

Olga B

3:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Reyndar á ég T'Pau vínylplötuna frá 1986 því mamma og pabbi keyptu hana í GB þegar ég var unglingur af því hún var mest selda platan og svo Eurythmics af því að það var ljóshærð kona utan á þeirri plötu og hún var #2 yfir mest seldu plöturnar í GB. Mjög fyndið.

Olga Orgel.

3:36 PM  

Post a Comment

<< Home