Wednesday, October 05, 2005

Ungbyssurnar tvö

Búinn að horfa á nokkrar fínar uppá síðkastið. Rifjaði upp Trading Places með Eddie Murphy og Dan Aykroyd, sá Amityville Horror (gömlu, með James Brolin úr Hotel-þáttunum), Hitchhiker´s Guide to the Galaxy og fleira. En sú sem hefur vakið áhuga minn mest er Young Guns 2, sem ég hafði ei séð síðan í bíó fyrir 15 árum.
Ég mundi hreint ekkert eftir henni, nema rámaði í að Jon Bon Jovi hafði átt einhverja músík í henni og Billy the Kid hafði átt að vera lifandi eftir seinna stríð. Fannst þetta mesta bull og hafði gleymt ræmunni alveg. Keypti hana í 10-11 á 900-kall því Eldri-Sveppur var eitthvað að spurja um hana.
Eftir að hafa horft á hana var áhugi minn á þessum karakterum vakinn. Forvitnilegast fannst mér að Kiefer Sutherland-karakterinn, Doc Scurlock- sem var drepinn í mynd 2- var einmitt aldrei drepinn. Hann lifði þetta allt saman af, giftist einni nítján ára, eignaðist krakkasúpu (einn sonur hans hét William, eftir Billy the Kid) og dó 1929. Gaman að því.
Chavez, mexíkanski indíáninn, var einnig drepinn í mynd tvö, sem er skemmtilegt í ljósi þess að hann dó úr elli allnokkrum árum síðar, eftir að hafa drepið mann og annan, stolið öllu steini léttara, lent í fangelsi og verið náðaður og sleppt út þaðan rétt fyrir sextugt.
Arkansas-Dave, sem Christian Slater lék, hefur greinilega verið allforvitnilegur kall einnig. Sagt er, þó sumum þyki það ólíklegt, að hann hafi kennt Doc Holiday að skjóta gegn því að Holiday kenndi honum að spila póker í staðinn. Lenti þeim svo saman seinna, þar sem mögulegt er að Arkansas-Dave hafi verið í liði Kúrekanna í bardaganum þegar Holiday og Wyatt Earp drápu Curly Bill Brocious. Örlög hans eru einnig óljós og ber heimildum ekki saman.
Einnig, samkvæmt heimildum netsins, er mjög vafasamt að Pat Garret hafi drepið Billy the Kid. Líklegt er að einhver alsaklaus maður hafi dáið í byssubardaga - mögulega af Pat Garret, fyrir mistök - og verið grafinn sem þessi frægasti útlagi westursins, til að breiða yfir klúðrið.
Hér eru nokkrar forvitnilegar síður til að lesa um þessa hressu sveina:


http://www.angelfire.com/mi2/billythekid

http://www.angelfire.com/mi2/billythekid/dave.html

http://www.legendsofamerica.com/WE-DaveRudabaugh.html

http://www.desertusa.com/mag99/dec/papr/chavez.html

http://www.activeboard.com/forum.spark?forumID=19704&subForumID=23561&action=viewTopic&commentID=898109&topicPage=

http://www.legendsofamerica.com/WE-BillyKid.html

Ef þið hafið ekkert skárra við tímann að gera er þetta alltsaman ákaflega skemmtilegt.
Gaman að því, og treysti ég því að Pétur Örn lesi allar þessar síður af áfergju.

2 Comments:

Blogger Pippi said...

Mmmm........ Betra en að velta sér upp úr Orly-kúk. Áfergja.

2:29 PM  
Blogger Jimy Maack said...

hmm.. ég er fæddur nákvæmum 100 árum eftir bardagann við OK Corral.

5:01 PM  

Post a Comment

<< Home