Tuesday, October 25, 2005

Víva Grundarfjörður

Stuð og fjör. Ég, Guffi tromma og Binni bassi lögðum land undir dekk á laugardaginn og reykspóluðum til Grundarfjarðar, sem er menningarpláss úti á landi. Það er bíltúr sem við sjáum ekki eftir. Vorum að leika þar fyrir bæjarstarfsmenn (reyndar flestalla bæjarbúa í lokin) og er óhætt að segja að sjaldan, ef nokkurntíma, hafi verið jafngaman að þvælast upp fyrir Ártúnsbrekkuna.
Þó við mættum einum manni færri en búist hafði verið við og eilítil seinna í þokkabót var fólk ekki að stressa sig yfir því, heldur bauð okkur þegar í stað upp á drykk og svo að loknu róti var sest að snæðingi.
Ekki var fæðið af verri endanum, saltfiskur og sússjílúða, svínakjöt og lamb með tilheyrandi sósum og brúnuðum sykurkartöflum og súkkulaðikaka með rjóma á eftir. Hvítvín með sjávarréttunum, rauðvín með ketinu og koníak með kaffinu á eftir. Síst er ég að ýkja þegar ég segi að við höfum vart verið spilahæfir sökum ofáts þegar við hófum leikinn. Einnig var hljómsveitin í heild sinni komin með harðsperrur af hlátri yfir sögum séra Karls, sem sá um veislustjórn og er óhætt að segja að þar fari maður blessunarlega laus við leiðindi.
Eddi, okkar maður á svæðinu, var venju samkvæmt innan handar og reddaði því sem redda þurfti, tengingum og græjumálum og svo snerilskinni þegar Guffi sló í gegn seinni part dansleiksins.
Eftir sneriltrommuskinnsskiptin (langt orð) kom Siggeir, öðru nafni Zúcka Pjé, bassaeigandi Vina vors og blóma á svið og tók nokkur lög ásamt fleirum. Varð mikið djamm og gleðin við völd.
Svo var haldið í partý, en þau eru yfirleitt ekkert sérlega leiðinleg á Grundarfirði.
Var því hálfþreytulegur hópurinn sem lagði af stað til Reykjavíkur daginn eftir.
Takk fyrir okkur og sjáumst sem fyrst.

10 Comments:

Blogger Stebbi Bollustrákur said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:40 AM  
Blogger Hannes Heimir said...

frábært að komast ekki með á grundarfjörð því ég hata þig................................................................................. úps er þetta ekki bloggið hans

1:04 PM  
Blogger Hannes Heimir said...

ég er kominn með nýjan lista á bloggið!

1:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það sé nú aldeilis stuð.

1:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Æææææ. Ég eyddi óvart kommentinu hans Stebba. Fyrirgefðu, kaddlinn minn. Alveg óvart. Geri þetta aldrei aftur.

1:30 PM  
Anonymous eddi said...

Ansi hreint hressandi lesning :-)
Kíkti að sjálfsögðu á gömlu bloggin frá grundó líka, finnst svo gaman að lesa um mig á netinu :-p
mun fylgjast með...........

10:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, Eddi minn, ég á líka myndir af þér sem ég ætla að setja á netið.
:)

10:20 AM  
Blogger Bjarni R said...

Hvernig er það annars með þig félagi, verður þú ekki eitthvað eldri á morgun en þú ert í dag? Ef svo er, til lukku með það!

7:29 PM  
Blogger NewhampshireMan12 said...

Download Free Greeting Card

7:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki segja frá, Bjarni.

11:18 AM  

Post a Comment

<< Home