Tuesday, November 29, 2005

Röss djévaffdjé

Í dag býst ég við að fá í krumlurnar fjórfaldan mynddisk með bestu hljómsveit allra tíma, Rush.
Siggi í 2001 sagði mér í gær að þetta ætti að detta inn í dag og býð ég svo spenntur að það hálfa væri fullmikið fyrir minn smekk.
Það gladdi mig þónokkuð þegar ég var að fara yfir það í huganum hvað ég væri búinn að kaupa af dvd uppá síðkastið hversu mikið er af músík í bunkanum. Oft þegar maður er að spila mikið sjálfur, líkt og ég geri þessa dagana fyrir fullt af peningum, dettur niður áhuginn á tónlist og hún verður bara vinna. En ekki núna. Hef sjaldan hlustað jafn mikið á músík eins og síðustu mánuði og jafnvel að nýju efni og óþekktum (eða óþekkum) böndum hafi verið gefinn séns og oftast hent aftur ofan í skúffu. Lofum Drottinn og Apple fyrir iPodinn.

Einn vondur:

Tveir sjáendur hittast á götu. Annar segir við hinn: Ég sé að þér líður svona ljómandi vel. Hvernig líður mér annars?

Svo vil ég benda á linkinn hér til hliðar á bloggsíðu Jökuls Loga, sem er þrettán vetra gamall frændi minn á Stokkseyrarbakka, mikill áhugamaður um tónlist og sérdeilis skemmtilegt kvikindi. Oft kallaður rauðhærða rokkgelgjan.

Monday, November 28, 2005

Það er mánudagskvöld og mig langar á ball...

Sé stuð. Fór í ammæli til Atla litlafrænda í gær og var það stuð og súkkulaðikaka. Litlisveppur át yfir sig af nammigotti og lét eins og hann væri með rakettu í óæðri endanum. Mikil gleði. Litlifrændi ætlar að eyða ammælisgróðanum í rafgítar svo hann geti verið kúl þegar hann verður stór. Það heppnaðist næstum því hjá frænda hans.
Allt um það, eyddi peningum í dag í dvd. Aldrei þessu vant. Fjárfesti í King Kong með Jeff Bridges, Charlie and the Chocolate factory og Freddy Mercury-minningartónleikunum. Það er sorglegt að vegna útgáfu og höfundarréttar eru ekki nema hálfir tónleikarnir á disknum, vantar alveg þegar allar hljómsveitirnar sem voru frægar en eru búnar að vera núna komu fram á undan (Metallica, Guns´n´Roses, Extreme, Def Leppard). Hefði viljað sjá Extreme taka Queen-syrpuna. Kannski er hún bara góð í minningunni.

Leikskólinn var lokaður í dag og ég því heima með litlasvepp. Það er gaman. Fengum okkur ofnbakaðar kjúklingabringur í sósu með ostabráð og hrísgrjónum í hádegismat eftir að hann var búinn að leggja sig eftir vel útilátinn morgunmat, sem samanstóð af melónubitum, kornflexi, ávaxtasafa, hrökkbrauði með osti og smurðu brauði. Litli drepst seint úr næringarskorti.
Svo kom kerla heim og ég eldaði drasl með þunnri pakkakartöflustöppu í kvöldmat.

Annars sá ég DV á bensínstöð áðan. Einhver karl framaná, sem DV kveður vera barnaperra. Gæinn kom oft á Dubliner og vildi bjóða mér í glas þegar ég var að spila. Svo skemmtilega vildi til að ég var ætíð á bílnum og þáði því ekki boðið. Heppinn, örugglega verið rohypnol í glasinu, það er móðins hjá perrunum í dag. Hefði örugglega vaknað í portinum bakvið Glaumbar með endaþarmssárindi skömmu síðar.
Held hinsvegar að gaurinn sé kominn í straff á Döbb fyrir ölvun og ólæti. Fínt.
Mér fannst fínt hjá DV að birta myndir af svefnlyfsraðnauðgarnanum (langt orð) sem var búið að dæma, en treysti þeim engan veginn til að ákveða án dómsúrskurðar hver er perri og hver ekki. Ég myndi trúa Mikael Torfasyni til að kalla pabba sinn pervert á forsíðu ef hann teldi sig græða eitthvað á því.

Aldrei þiggja drykk af ókunnugum, en hafið alltaf svefnlyf í vasanum svo þið getið sett í drykk þess sem vill bjóða ykkur - til öryggis.

Friday, November 25, 2005

Pönk og gleði

Má til með að minnast á pönkþáttinn sem ég sá hálfan í sjónvarpinu nýlega. Þar komu fram nokkrir hlutir sem ég vissi ekki, t.d. að tímaritið Punk var bandarískt en ekki enskt, eins og ég hafði alltaf haldið. Svo kom greinilega fram í viðtölunum við Henry Rollins að hann er skemmtilegur kall, sem ég vissi ekki fyrir. Í viðtölunum við Jello Biafra, forsprakka Dead Kennedys, kom hinsvegar skýrt og greinilega fram að hann er með gáfur á við þriggja ára stúlkubarn með alvarlegan heilaskaða.
Sá kom hingað til lands fyrir einhverju síðan og hélt fyrirlestur á Gauknum um pólítík og gróðahyggju. Þar fór hann víst mikinn og skaut í allar áttir, en leyfði ekki fyrirspurnir úr sal eftir að hann var búinn að ljúka sér af.
Sá eina af ræðum hans skrifaða eitt sinn á einhverri netsíðunni og er óhætt að segja að rök hans og ræður halda hvorki vatni né vindum og öfgarnar eru slíkar að bæði Adolf Stalín og Jósep Hitler hefði dauðskammast sín.
Hafði einna mest gaman af því að hann talaði mikið um hvað Ameríkanar hugsuðu ekkert um neitt nema Ameríku. Þar var hann reyndar að tala um Bandaríkjamenn, ekki aðra Ameríkana - gaman að því hvað hann talaði nákvæmlega eins og fólkið em hann var að gagnrýna. Eníhjú, svo fór hann að rífast yfir því að stórfyrirtæki færði vinnuna frá Ameríku til Mexíkó (stórgott hjá honum, þar sem Mexíkó var einmitt í Ameríku síðast þegar ég gáði) og annara útlanda. Mér finnst einmitt stórgott hjá þessum stórfyrirtækjum að styrkja fátæku löndin með að færa framleiðsluna til þeirra, auk þess sem það er jú oft nauðsynlegt að lækka framleiðslukostnað til að vera samkeppnishæfur og fara ekki á hausinn. Svona Micheal Moore-pólítík fer voðalega í taugarnar á mér. Áfram stórgróðahyggja!

Annars var þessi pönkþáttur ágæt skemmtun og gaman að sjá viðtöl við fólk eins og Chrissie Hynde og fleiri, þó Henry Rollins hafi mér þótt skemmtilegastur þar sem hann drullaði yfir pönkara og sagði þá þröngsýnasta pakk í heimi. Má til gamans geta þess að Henry þessi Rollins hefur leikið í nokkrum bíómyndum, til dæmis Heat og Lost Highway. Gerir hinsvegar, líkt og Dead Kennedys, hundleiðinlega músík. Áfram Rollins!

Fjárfesti í Duran Duran tónleikum á dvd, þeim sömu og ég sá í góðra vina hópi í London í fyrra. Gaman að því, vegna þess að á dvd sá ég miklu betur. Sá þá reyndar ágætlega í höll Egils í sumar, fór mjög framarlega og alles. Svakastuð. Áfram Dúran!

Fjárfesti svo í þessum líka fína Takamine gítar nýverið. Konan vildi endilega að ég keypti einhvern ódýran gítar til að hafa heima og spila sveppinn í svefn, en þar sem ég spila ekki á ódýra gítara keypti ég Takamine - og svakafína útlitsgallaða tösku. Áfram Takamine!

Er hinsvegar að horfa á CSI-Tarantino-þáttinn með kerlu, eldri-svepp og mömmu minni. Áfram mamma!

Wednesday, November 23, 2005

Halló, elskan.Kemurðu oft hingað?

HÆ!!!

Ég var búinn að skrifa heillangan pistil um byggðastofnun og milljarðatap hennar í formi glataðra lána og hvernig ég vildi sjá hausa fjúka, hvernnig Samfylkingarþingmenn vilja samt að hún fái meira fé og hvernig fjölmiðlar, sumir hverjir, reyna að þagga málið niður - en, nei, ég dílítaði því öllu og ætla að skkrifa um bíó!!! VEI!

Var að horfa á Ring tvö - fín ræma. Þessi ameríska, sko. Á eftir að sjá japönsku númer tvö, sem er víst allt öðruvísi. Mér fannst japanska númer eitt margfalt betri en ameríska númer eitt, en bíð spenntur eftir númer tvö á japönsku. Þeir gerðu (japanir, ekki kanar) líka Ring númer núll og ég ætla að sjá hana líka. Vei.

Þar með líkur bíóumfjöllun dagsins.

Ég og mínir menn, Binni og Guffi, vorum að spila á Dúbblíner um helgina. Ingó frændi og kerla hans mættu og voru þau bæði í stuði, sérstaklega Ingó, sem var örugglega búinn að fá sér í glas. Jón og Magni, sigurvegarar Músíktilrauna ´87 með Stuðkompaníinu, tóku lagið ásamt Danna í Innvortis og helgin var öll hin besta. Á föstudagskvöldið hitti ég strákana í Sent, en þeir eru sveitungar mínir og var mikil gleði. Á laugardaginn hitti ég fullt af fólki, en nenni ekki að skrifa um það, því þetta er skrifað á gúmmílyklaborð á fartölvuskrattanum sem kerlingin mín á. Tölva Satans.

Pikkupplína dagsins er eftirfarandi;

Viltu koma heim og skoða kyrkislönguna mína? (Ógeðslega fyndið ef maður á í alvörunni kyrkislöngu).

Lag dagsins er "Swing on a star" úr Hudson Hawk.

Bíómynd dagsins er Hudson Hawk því hún er í sjónvarpinu.

Hvítvín dagsins er tóma flaskan á borðinu.

Stafsetningarvilla dagsins er Hluk. Eða 7pu. Þú mátt ráða. Báðir grænir.

Bless. Farinn að sofa.

Friday, November 18, 2005

Nú, jæja

Það er í alvörunni útvarpsþáttur sem heitir "Vaknað með Valdísi" og er í umsjón Valdísar Gunnarsdóttur.

Ef ég einhverntíma vakna með henni er aldeilis kominn tími á að skella sér í meðferð.

Tuesday, November 15, 2005

Jólagjöfin mín í ár...

er þetta hérna:

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1168820

og ekki orð um það meir!

Skuggabörn

Sá eitthvað af heimidaþættinum á Rúv áðan, sem fjallaði um gerð bókarinnar Skuggabörn eftir Reyni Traustason. Var þar sýnd upptaka af því þegar Reynir festi kaup á kókaíni í útlandinu og smyglaði því svo heim á klakann. Þegar til landsins var komið gaf hann sig fram við tollarana og var stungið í stein.
Það sem ekki var sýnt er kostnaður okkar skattborgaranna vegna athæfisins. Við svona bjálfagang og smábarnalæti fer nefnilega í gang ferli sem tollverðir, lögregla, dómsvaldið og eflaust fleiri þurfa að eyða tíma í. Þegar atburðurinn átti sér stað kvað starfsmaður tollstjóra kostnaðinn við svona lagað hlaupa á hundruðum þúsunda, jafnvel yfir milljón. Ekki hef ég heyrt orð um að Reynir eða samstarfsmenn hans hafi fengið gíróseðil fyrir þeirri upphæð - gíróseðiðillinn fór til okkar skattborgara.
Einhvernvegin virkar þetta á mig sem Reynir hafi í athyglissýkiskasti ákveðið að eyða tíma og peningum undirmannaðs og fjársvelts tollembættisins á Keflavíkurflugvelli í að auglýsa þessa skruddu sína.
Svo kæmi mér ekkert á óvart að meðan tollarar voru að færa hann til fangaklefa og sátu fastir í tímafrekri skýrslugerð hafi einhver með talsvert meira magn og verri ásetning sloppið í gegn...

Lifið heil.

Monday, November 14, 2005

Línkur

Datt í hug að henda þessum link inn varðandi launajafnrétti kynjanna.

Gersovel:

http://andriki.is/default.asp?art=05112005

Sunday, November 13, 2005

Djöbbladeildin

Ég er kátur. Devil´s Brigades er í sjónvarpinu. Hún er fín.

Annars er ég hress. Vil taka aftur allt slæmt sem ég hef sagt um hljómsveitina Leaves. Einn þeirra keypti nebblega dýrasta gítar sem selst hefur í Reykjavíkurútibúi Tónabúðar nýverið. Frábært band.

Talandi um bönd - ég verð að sjá þennan INXS-þátt sem er í sjónvarpinu þessa dagana. INXS að leita sér að nýjum söngvara. Band sem var löngu búið að vera þegar söngvarinn dó í gríðarlega hörmulegu sjálfsfróunarslysi - spauglaust - ætlar að ganga í endurnýjun lífdaga með aðstoð raunveruleikasjónvarps. Sveitin hefur ekki svo ég muni átt smell síðan ´88 og þykist svo vera eitthvað í sjónvarpinu. Alveg glatað. Afar sem hafa farið í of marga ljósatíma og litað á sér hárið segja fólki hvernig það á að haga sér. Frekar myndi ég þiggja ráð frá Geir Ólafs.

Talandi um sjónvarp, sáuð þið þegar Þóra Tómatsósa hjá Rúv drullaði upp á bak þegar hún tók viðtal við Quentin Tarantúla og Eli Roth hér um kvöldið? Fyndnast.
Eli Roth sagðist hafa fengið hugmyndina að bíómyndinni Hostel þegar hann sá vefsíðu hvar fólki var boðið að fara til Taílands og skjóta einhvern í hausinn fyrir tíu þúsundir dollara. Viðbrögð Þóru voru eitt orð: "Kúl". Einhvernvegin hefði "bévítans viðbjóður" verið meira við hæfi. Svo rak hún upp háværan tilgerðarhlátur við og við. Æði.

Annars sá ég Quentin í gær og reif í spaðann á kvikindinu. Hann talar meira en Siggi Hannesar.

Svo að allt öðru - konukrónan var afhent nýlega og voru þar að verki einhverjar kerlingar. Konukrónan er 65% af stærð venjulegu krónunnar og er þar vísað til þess að meðallaun kvenna eru 65% af meðallaunum karla. Þeim láðist, kerlingarbeljunum, að taka fram að þar er ekki tekið tillit til vinnutíma, sem hjá konum er einmitt allverulega mikið styttri en hjá körlum að meðaltali. Sjaldan að sú staðreynd ratar inn í umræðuna. Fyrst svona staðreyndir eru látnar liggja milli hluta verður kjarabaráttakvenna einhvernvegin algert prump og lítið mark á takandi, því ekki veit maður hverju öðru þær halda út úr umræðunni. Eins og konur geta nú verið ágætar sumar. Stundum. Kannski. Mamma er til dæmis kona og hún er frábær.

Megi Guð blessa ykkur og aðstoða ykkur við að vera í stuði.

Thursday, November 10, 2005

Kitl

Ég hef verið kitlaður og á því að rita niður fimm hluti sem fara í mínar fínustu.

Hvað er það sem gerir mig skapvondan og úrillan?

1. Fólk sem talar ljóta íslensku. Ég þoli ekki að í landi þar sem allir fá grunnskólamenntun og flestir einhverja framhaldsskólamenntun sé til fólk sem getur ekki drullast til að tala ögn betri íslensku en flóttamenn sem hafa verið hér í tvö ár. "Ég viddl" og "mér langar"... aaaaargh!

2. Ólöglegt niðurhal - ef þig langar í myndina eða plötuna þá fæst hún örugglega í verslun í nágrenninu. Ég á yfir þúsund myndir á VHS og DVD - ekkert ólöglega fengið sem ég man eftir. Oft hefur maður heyrt "en þetta er svo dýrt!" - þá hefur viðkomandi ekki efni á því. Ég hef ekki efni á Hömmer en ég fer samt ekki út og stel honum!

3. Yoko og öll hennar tilvist. Sjá fyrri pistla.

4. Popparar með skítugt hár - hafa Singapore Sling, Leaves, Pearl Jam og Nirvana virkilega ekki efni á hársápu og næringu?

5. Pizza 67 - þeir setja áleggið fyrst og ostinn svo ofaná svo áleggið sýður undir ostinum. Viðbjóður. Svo ekki sé talað um Dominos sem eru ábyrgir fyrir klósettpappírskostnaði all-talsverðum á mínu heimili.

Nú ætla ég að fara að horfa á Stranglers-tónleika sem Jakob Smári lánaði mér. Það verður gaman. Ég nefnilega man Stranglers-tónleikana sem ég fór á í fyrra ekki alveg nógu vel.

Wednesday, November 09, 2005

Hvín

Fjárfesti nýverið í nokkrum dvd-myndum, sem kemur dyggum lesendum varla mjög á óvart. Eitt af því sem rataði í bunkann var nýlegur konsert með Queen, hvar Paul Rodgers þenur raddböndin í stað Freddís. Fyrir þá sem eru illa að sér í poppsögunni þá er Paul Rodgers maðurinn sem söng upphaflega All Right now með félögum sínum í Free fyrir þremur áratugum síðan áður en þeir hættu og drápust svo einhverjir. Hann söng svo í Bad Company, sem átti þó nokkrum vinsældum að fagna. Paul þessi söng einmitt upphaflega lagið Feel like making love (Nú væri fínt að geraða) sem Kid Rock gaf út og stórskemmdi fyrir skemmstu.
Allavega, mér fannst alltæpt að þessi stórsveit kæmi saman án aðalsprautunnar Freddís, en þar sem ég hef lengi verið hrifinn af Rodgers fjárfesti ég í disknum.
Er skemmst frá að segja að Rodgers er fínn þó hann sé eilítið farinn að eldast, en ég náði vart uppí nasir mér af hneykslan þegar ég sá að John Deacon var ekki með! Sumsé, May og Taylor ásamt hrúgu af aðstoðarfólki og gömlum rokksöngvara úr annarri hljómsveit! Þetta var svo kallað Queen. Prógrammið samanstóð af nokkrum þekktustu Queen-slögurunum ásamt þeim helstu af ferli Rodgers. Bandið fínt og ekkert út á það að setja, en mér finnst samt ljótt að kalla þetta Queen.

Annars var bara gaman hjá Hemma, þó ég sé ekki vanur að koma mikið fram í sjónvarpi, hvað þá gítarlaus. Var svolítið (eða svomikið) eins og þorskur á þurru, en var í góðum félagsskap. Þið sjáið það bara þegar þátturinn verður sýndur í september 2019.
Hannes, trymbill Buffsins, átti ammæli og færði ég honum kort og pakka - pakka af Salem og kort af Istanbúl.

Græjufíknin er að bera mig ofurliði - nýbúinn að kaupa Vox (og átti annan fyrir) og þá langar mig í fleiri magnara, in-ear mónítor, stærra og betra hljóðkerfi, Taylor-kassagítar, gamlan Gibson og annan MusicMan rafgítar, betri iPod, fleiri míkrófóna, nýjan bíl og þrátt fyrir að eiga rándýran heddfón langar mig í annan sem er öðruvísi. Ég heppinn að þetta er allt meira og minna frádráttarbært til skatts.

Ég þori sko ekki að fá mér Vísakort núna.

Sá þátt af Sex and the city um daginn og dauðskammast mín fyrir að segja að ég hló eins og muða. Segið engum frá því.

Tókuð þið eftir að ég skammaðist ekkert út í neinn pólítíkus í þessum pistli?

Monday, November 07, 2005

Jamm...

Ég var að spila á Dubliner og það var gaman. Garðar Garðars kom sem kallaður, eina ferðina enn, akkúrat þegar strákurinn þurfti að fara á klóið, og tók nokkur lög. Stebbi frændi frá Akureyri mætti, vel í glasi, og var það fínt.
Ég var hinsvegar á bílnum svo kaffi og sígó voru mín eiturlyf. Tek fram að ég reyki ekki dagsdaglega, en þegar maður er edrú að spila verður maður að gera eitthvað. Voðalega er fínt að koma heim, kerla og krakki sofnuð svo ég kveikti á imbanum og stillti á VH1 og opnaði bjórdós. Duran á skjánum og lífið er yndislegt.

Í pásunni kom karl nokkur sem er fastakúnni á Dubliner og sagði að hann sæi nú lengra en flestir og tjáði mér að mér liði ekki vel,ég hefði áhyggjur og ætti að slaka á og blabla. Mér hefur aldrei á ævi minni liðið betur en nú. Aldrei haft minni áhyggjur. Aldrei staðið betur á andlega, fjármálin í lagi, kominn með fjölvarpið, konan og börnin í fíling, sáttur við Guð og menn, bíllinn kominn í lag... svo var að skiptast af Duran yfir á Bob Marley á skjánum! Líf mitt er dásemd og ógreiddir reikningar sárafáir ef nokkrir. Þessir sjáendur mega bíta í punginn á sér. Eins og Stebbi Stuð sagði eitt sinn þá hef ég ekki verið í svona góðum fíling í átta ár!

Er að fara að keppa í Það var lagið með Hemma Gunn á þriðjudaginn. Það verður vonandi gaman. Voðalega eru þeir uppiskroppa með poppara ef þeir þurfa að kalla til trúbadorinn geðþekka. En það verður gaman. Gaman eins og líf mitt er núna.
Best að klára Thule-inn og fara að sofa... eða fá sér annan og horfa aðeins lengur á VH1.

Bið að heilsa og vona að ykkur líði jafn vel og mér.

Guð blessi ykkur og mig.

Fyrst ég er vakandi....

er best að skjóta fram bíógetraun. Spurt er enn og aftur um leikara.

Hann lék í einni vinsælustu mynd sögunnar.

Hann hefur leikið á móti Bruce Willis og Drew Barrymore.

Hann hefur leikið í fleiri en einni gríðarvinsælli sjónvarpsseríu.

Hann hefur leikið slökkviliðskall.

Hann hefur leikið í vampírumynd.

Hann hefur talað inn á teiknimyndir um vinsæla ofurhetju.

Hann var fullur hér í bæ nýverið.

Hver er kallinn?

Sunday, November 06, 2005

Oh, Yoko

Yoko Ono hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um Paul McCartney nýverið. Hún fór nefnilega niðrandi orðum um hann og kvað hann mun meiri sykurpoppara en Lennon.
Hverjum er ekki sama? Það er nefnilega bara smekksatriði hvort Lennon eða McCartney var betri lagahöfundur, en það er morgunljóst að Yoko er einhverjum ljósárum neðar. Það er líka ljóst að Paul hafði skárri smekk fyrir kvenfólki.
Mér er skítsama þótt Yoko sé japönsk, hún er samt taílensk hóra...

Endurtek hér hvað ég skrifaði í október í fyrra:

Fréttir þessa dagana segja að Yoko Ono vilji reisa friðarsúlu í vorri dásamlegu höfuðborg. Og hverjum er ekki andsk... sama hvað Yoko vill? Fyrir þá sem ekki þekkja er Yoko hæfileikalítil, gömul, sívælandi asísk kerlingarbelja sem eyðilagði Bítlana. Ég hef mjög ákveðna hugmynd um hvar hún getur sett þessa súlu sína...

Röfl

Hæ. Hef ekki bloggað alltof lengi, en hverjum er ekki sama...

Hvað um það. Best að taka fram að ég er að leika á Dubliner í kvöld, mætið öll.

Leikskólar... gaman að þeim. Á sumum leikskólum er ástand þannig að foreldrar vita aldrei hvort þau komast í vinnuna þann daginn, því líklegt er að skólinn sé lokaður vegna manneklu. Borgarstjóri ber því við að Reykjavíkurborg, sem var ásamt fleirum að samþykkja að byggja tólf milljarða tónlistarhús, eigi ekki fé til að hækka eilítið laun leikskólakennara svo einhver fáist nú í djobbið. Veit ég um fólk sem hefur misst vinnuna vegna tíðra fjarvista, því það þurfti að sitja heima með börnunum. Sýnum því borgarstýrunni sívælandi hvað er gaman að vera atvinnulaus og kjósum einhvern annan næst.

Fyrst maður er í pólítísku röfli, þá er tilvalið að minnast á Össur, vin okkar. Sökum þess að einhver einhversstaðar sagði að kannski væru vélar BNA-hers notaðar til að millilenda hérlendis - kannski - með stríðsfanga á leið í felufangabúðir, mögulega í Póllandi, mögulega... hvergi (það nefnilega virðist sem svo að það séu engar sannanir, aðeins tilgátur og ágiskanir), þá vill Össur banna tilteknum flugvélum í eigu Bandaríkjahers að fljúga í íslenskri landhelgi, hvað þá að lenda hérlendis. Hann talar mikið um að þetta sé svartur blettur á þjóðinni og nú verði að grípa í taumana. Þó er alls ósannað að nokkuð sé til í þessum fréttum, og sé eitthvert sannleikskorn þar er alls óvíst að það sé nokkuð svo slæmt. Falin fangelsi þurfa nefnilega ekki að þýða pyntingar, aðeins það að einhver fangi er í felum svo ekki sé hægt að senda vopnaða sveit manna til að ná honum út. Eins, ef um terrorista er að ræða, sem mögulega búa yfir vitneskju um hryðjuverk í uppsiglingu, má mín vegna steikja viðkomandi yfir hægum eldi og plokka af honum táneglurnar til að losa um málbeins hans,sé það líklegt til að bjarga mannslífum í massavís.
Össuri finnst þessi týpa lýðskrums örugglega líkleg til að skila fáeinum atkvæðum til hans, en þó er það eina sem er öruggt í þessu máli að Össur veit ekkert um þessar Con Air - vélar frekar en ég og þú.

Annars er ég bara hress. Var að horfa á The Descent í gær, hrollvekja um nokkrar kerlingar í útilegu sem komast í hann krappan. Hef ekki áður setið jafn límdur yfir mynd um kerlingar í útilegu síðan ég sá Lesbian Camping þegar ég var sextán vetra. The Descent er gerð af sama leikstjóra og gerði Dog Soldiers nýverið, en sú mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum.

Að lokum vona ég að ástarfleyið sökkvi með manni og mús og Bachelorinn fái lekanda af einni dræsunni.

Tuesday, November 01, 2005

Hjörtur Birgis og Villi Goði...

Til hammara með ammarann.

Villi er yngri en ég og Hjörtur yngri en hann. Þeir þekkjast ekki innbirðis. Báðir fínir kallar.
Báðir eru úr Hrísey nema Villi, sem er úr Kópavogi.

Báðir eiga ammæli 1. nóvember - sem er í dag!!! VEIIIII!!!