Sunday, November 13, 2005

Djöbbladeildin

Ég er kátur. Devil´s Brigades er í sjónvarpinu. Hún er fín.

Annars er ég hress. Vil taka aftur allt slæmt sem ég hef sagt um hljómsveitina Leaves. Einn þeirra keypti nebblega dýrasta gítar sem selst hefur í Reykjavíkurútibúi Tónabúðar nýverið. Frábært band.

Talandi um bönd - ég verð að sjá þennan INXS-þátt sem er í sjónvarpinu þessa dagana. INXS að leita sér að nýjum söngvara. Band sem var löngu búið að vera þegar söngvarinn dó í gríðarlega hörmulegu sjálfsfróunarslysi - spauglaust - ætlar að ganga í endurnýjun lífdaga með aðstoð raunveruleikasjónvarps. Sveitin hefur ekki svo ég muni átt smell síðan ´88 og þykist svo vera eitthvað í sjónvarpinu. Alveg glatað. Afar sem hafa farið í of marga ljósatíma og litað á sér hárið segja fólki hvernig það á að haga sér. Frekar myndi ég þiggja ráð frá Geir Ólafs.

Talandi um sjónvarp, sáuð þið þegar Þóra Tómatsósa hjá Rúv drullaði upp á bak þegar hún tók viðtal við Quentin Tarantúla og Eli Roth hér um kvöldið? Fyndnast.
Eli Roth sagðist hafa fengið hugmyndina að bíómyndinni Hostel þegar hann sá vefsíðu hvar fólki var boðið að fara til Taílands og skjóta einhvern í hausinn fyrir tíu þúsundir dollara. Viðbrögð Þóru voru eitt orð: "Kúl". Einhvernvegin hefði "bévítans viðbjóður" verið meira við hæfi. Svo rak hún upp háværan tilgerðarhlátur við og við. Æði.

Annars sá ég Quentin í gær og reif í spaðann á kvikindinu. Hann talar meira en Siggi Hannesar.

Svo að allt öðru - konukrónan var afhent nýlega og voru þar að verki einhverjar kerlingar. Konukrónan er 65% af stærð venjulegu krónunnar og er þar vísað til þess að meðallaun kvenna eru 65% af meðallaunum karla. Þeim láðist, kerlingarbeljunum, að taka fram að þar er ekki tekið tillit til vinnutíma, sem hjá konum er einmitt allverulega mikið styttri en hjá körlum að meðaltali. Sjaldan að sú staðreynd ratar inn í umræðuna. Fyrst svona staðreyndir eru látnar liggja milli hluta verður kjarabaráttakvenna einhvernvegin algert prump og lítið mark á takandi, því ekki veit maður hverju öðru þær halda út úr umræðunni. Eins og konur geta nú verið ágætar sumar. Stundum. Kannski. Mamma er til dæmis kona og hún er frábær.

Megi Guð blessa ykkur og aðstoða ykkur við að vera í stuði.

9 Comments:

Anonymous Helga Þórey said...

það er að sjálfsögðu gert ráð fyrir mismunandi starfshlutfalli - þetta snýst um launahlutfall af unninni vinni, kommon...

3:01 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, alls ekki. Meðallaun kvenna eru 64,15% af meðallaunum karla ÁÐUR en vinnutíminn er tekinn inn í dæmið.
Annars, eins og óuppgefin laun, fríðindi ýmiskonar, og annað sem ekki kemur fram á launaseðlinum er algengt hérlendis verður seint ljóst hver eru meðallaun karla eða kvenna.
Launamunurinn útskýrist einnig af starfsvali kynjanna, konur er t.d. fleiri starfandi í leikskólum, sem er illa borgað. Fáir karlmenn vinna þar, en þeir sem það gera fá eflaust sömu laun og konurnar.

3:43 PM  
Anonymous smm said...

Rétt hjá þér froskur...atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla.
En...konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma.

Sem segir okkur það að misréttið er til staðar það er nokkuð ljóst. Og það sem þessar ágætu konur (eða kerlingarbeljur eins og þú kallar þær) voru að gera..... var að vekja athygli á kynjabundnu launamisrétti og hvetja konur til að sækja áfram til jafnréttis. Ég sé bara ekkert að þessu.

gleymdirðu nokkuð að taka pirrí-pú töflurnar þínar ljúflingur?

6:29 PM  
Blogger Gauti said...

Ég sé nú ekkert pirr nema hjá þér smm . . ég er viss um að Ingvar hefur ekkert á móti jafnrétti í launamálum kynjanna . . en þessar konur þurfa bara að standa að þessu eins og menn . . . hehehe

7:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Pirrípú-többlurnar eru í bumbunni á mér. En þar sem vitað er að 64,15%-talan er greinilega byggð á vísvitandi rangfæslum, hvað býr þá að baki 72%-tölunni?
Bendi á linkinn í næstu færslu, en þar er einnig annar linkur á grein á sömu síðu síðan í febrúarmánuði ´99. Skemmtilegt mótvægi við kvenöfgastefnu feminasistanna.

7:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, Gauti - konur eru líka menn. Til hamingju með dótturina um daginn.

Megi ævi hennar verða blómum stráð (þó ekki rósastilkum, það eru þyrnar á þeim).

7:59 PM  
Blogger Gauti said...

veit ég vel að konur eru líka menn . . ætlaði að sjá til með hvort yrði pirr úr . . allt góðlátlegt þó . . ég er annars orðinn almennt þreyttur á þessu endalausa kynjatali . . FÓLK á að fá jafnt borgað miðað við menntun og hæfileika . . FÓLK á að geta umgengist og talað við annað FÓLK þó það sé í sambandi eða gift án þess að um það verði til kjaftasögur . . ossoframvegis . . takk annars fyrir fallegar kveðjur Ingvar minn.

7:51 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, fólk á að fá það sama borgað miðað við sömu vinnu, hvort sem það er karl eða kona, ljóshært eða dökkhært, bláeygt eða græneygt, svart eða hvítt, lítið eða stórt, mjótt eða feitt, hært eða sköllótt, fallegt eða forljótt.

Hver ætli launamunurinn sé milli fólks undir og yfir 175 cm? Ljóshærðra og dökkhærðra?

Með því að bera alltaf saman karla og konur finnst mér ætíð eins og það séu fotboltalið í baráttu. Karlar og kerlur eru ekki andstæðingar.
Með því að gera meintan launamun svona innilega "overexposed" aukum við hættuna á lagasetningu, sem einhver atkvæðaleitandi pólítíkus gæti kýlt í gegn - það væri engum til góðs að kynjakvóti yrði að lögum.

Annars - er einhver kona þarna sem getur með sanni sagt að hún sé á lægri launum en samstarfsmaður hennar, karlkyns, sem vinnur sömu vinnu á sama stað? Anyone?

10:21 PM  
Anonymous tjokkó said...

hverjum er ekki sama um þennan launamun, erida satt með að tarantúllan tali meira en Siggi Hannesar? er það hægt?

4:15 AM  

Post a Comment

<< Home