Monday, November 28, 2005

Það er mánudagskvöld og mig langar á ball...

Sé stuð. Fór í ammæli til Atla litlafrænda í gær og var það stuð og súkkulaðikaka. Litlisveppur át yfir sig af nammigotti og lét eins og hann væri með rakettu í óæðri endanum. Mikil gleði. Litlifrændi ætlar að eyða ammælisgróðanum í rafgítar svo hann geti verið kúl þegar hann verður stór. Það heppnaðist næstum því hjá frænda hans.
Allt um það, eyddi peningum í dag í dvd. Aldrei þessu vant. Fjárfesti í King Kong með Jeff Bridges, Charlie and the Chocolate factory og Freddy Mercury-minningartónleikunum. Það er sorglegt að vegna útgáfu og höfundarréttar eru ekki nema hálfir tónleikarnir á disknum, vantar alveg þegar allar hljómsveitirnar sem voru frægar en eru búnar að vera núna komu fram á undan (Metallica, Guns´n´Roses, Extreme, Def Leppard). Hefði viljað sjá Extreme taka Queen-syrpuna. Kannski er hún bara góð í minningunni.

Leikskólinn var lokaður í dag og ég því heima með litlasvepp. Það er gaman. Fengum okkur ofnbakaðar kjúklingabringur í sósu með ostabráð og hrísgrjónum í hádegismat eftir að hann var búinn að leggja sig eftir vel útilátinn morgunmat, sem samanstóð af melónubitum, kornflexi, ávaxtasafa, hrökkbrauði með osti og smurðu brauði. Litli drepst seint úr næringarskorti.
Svo kom kerla heim og ég eldaði drasl með þunnri pakkakartöflustöppu í kvöldmat.

Annars sá ég DV á bensínstöð áðan. Einhver karl framaná, sem DV kveður vera barnaperra. Gæinn kom oft á Dubliner og vildi bjóða mér í glas þegar ég var að spila. Svo skemmtilega vildi til að ég var ætíð á bílnum og þáði því ekki boðið. Heppinn, örugglega verið rohypnol í glasinu, það er móðins hjá perrunum í dag. Hefði örugglega vaknað í portinum bakvið Glaumbar með endaþarmssárindi skömmu síðar.
Held hinsvegar að gaurinn sé kominn í straff á Döbb fyrir ölvun og ólæti. Fínt.
Mér fannst fínt hjá DV að birta myndir af svefnlyfsraðnauðgarnanum (langt orð) sem var búið að dæma, en treysti þeim engan veginn til að ákveða án dómsúrskurðar hver er perri og hver ekki. Ég myndi trúa Mikael Torfasyni til að kalla pabba sinn pervert á forsíðu ef hann teldi sig græða eitthvað á því.

Aldrei þiggja drykk af ókunnugum, en hafið alltaf svefnlyf í vasanum svo þið getið sett í drykk þess sem vill bjóða ykkur - til öryggis.

9 Comments:

Blogger Litli Jökull said...

Ég skal toppa þetta.
"Aldrei að byrja að drekka."

10:03 PM  
Anonymous kiddi said...

Extreme dæmið var ekki bara flott í minningunni.. þeir voru laaaang flottastir þarna á þessum tónleikum.

Langar að sjá þessa Kong mynd með Jeff Bridges.. hef heyrt hrikalega hluti.

10:16 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Mig minnti að Extreme hafi verið alveg glötuð á þessum tónleikum, þ.e.a.s. söngvarinn falskur og ég veit ekki hvað og hvað... humm??

10:47 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Nei - mér hefur alla jafnan þótt Extreme helvíti leiðinleg hljómsveit, en mér þótti þeir gera Queen stöffið betur en Queen náði að gera það læf - voru alveg mergjaðir þarna. Svakalegar raddir.

11:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hér séu skiptar skoðanir um Extreme. Mér fannst þeir skemmtilegir á sínum tíma og átti einhverjar plötur með þeim. Mér fannst þeir langbestir af böndunum á þessum tónleikum, þó svo að ýmislegt blekki í minningunni rúmum þrettán vetrum seinna.
Gary Cherone, söngspíra Extreme, tekur hinsvegar Hammer to fall með Queen á þessum diski og er það besta frammistaða þeirra sem sungu með Queen, ef frá er talinn George Michael, sem kom, sá og söng.
Honum hefði átt að vera boðin staða söngvara bandsins med det samme, enda líkt og Freddy er hann rammkynvilltur dóphaus, en fyrst og fremst þrælfínn músíkant.
Mest gaman er hinsvegar að horfa á aukaefnið, enda er það alltaf skemmtilegast á tónleikadiskum.
Kiddi,ég skal ljá þér King Kong þegar ég er búinn að horfa á hana. Það er stutt að fara.

9:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Góður punktur hjá litla jökli. Vildi að ég hafði farið eftir því í denn. ;)

Orgelið

2:45 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú varst í gamla daga bráðskemmtileg með víni, þá sjaldan.

6:04 PM  
Blogger Gauti said...

Stone cold crazy (eða hvaððaheitir) með James Hetfield, Tony Iomy og Queen var langflottast á þessum tónleikum og hananú . . og svo kannski "sombody to love" með George Michael og Queen. . G'N'R var attlæ . . Extreme ekkert spes fannst mér

9:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Extreme voru schnilld, allavega í minningunni, og Cherone glæsilegastur manna þegar hann söng Hammer to fall. Ég gleymdi hinsvegar alveg að minnast á Lisu Stansfield, sem söng I want to break free og ryksugaði (ryksaug) sviðið á meðan.
Fyrst þú, Gauti, minnist á Iommi þá var hann meira og minna á sviðinu allan tímann með Queen, enda stórvinur Brian May. Var hógværðin uppmáluð, öfugt við hvernig hann var in the ´70´s.

10:56 AM  

Post a Comment

<< Home