Wednesday, November 23, 2005

Halló, elskan.Kemurðu oft hingað?

HÆ!!!

Ég var búinn að skrifa heillangan pistil um byggðastofnun og milljarðatap hennar í formi glataðra lána og hvernig ég vildi sjá hausa fjúka, hvernnig Samfylkingarþingmenn vilja samt að hún fái meira fé og hvernig fjölmiðlar, sumir hverjir, reyna að þagga málið niður - en, nei, ég dílítaði því öllu og ætla að skkrifa um bíó!!! VEI!

Var að horfa á Ring tvö - fín ræma. Þessi ameríska, sko. Á eftir að sjá japönsku númer tvö, sem er víst allt öðruvísi. Mér fannst japanska númer eitt margfalt betri en ameríska númer eitt, en bíð spenntur eftir númer tvö á japönsku. Þeir gerðu (japanir, ekki kanar) líka Ring númer núll og ég ætla að sjá hana líka. Vei.

Þar með líkur bíóumfjöllun dagsins.

Ég og mínir menn, Binni og Guffi, vorum að spila á Dúbblíner um helgina. Ingó frændi og kerla hans mættu og voru þau bæði í stuði, sérstaklega Ingó, sem var örugglega búinn að fá sér í glas. Jón og Magni, sigurvegarar Músíktilrauna ´87 með Stuðkompaníinu, tóku lagið ásamt Danna í Innvortis og helgin var öll hin besta. Á föstudagskvöldið hitti ég strákana í Sent, en þeir eru sveitungar mínir og var mikil gleði. Á laugardaginn hitti ég fullt af fólki, en nenni ekki að skrifa um það, því þetta er skrifað á gúmmílyklaborð á fartölvuskrattanum sem kerlingin mín á. Tölva Satans.

Pikkupplína dagsins er eftirfarandi;

Viltu koma heim og skoða kyrkislönguna mína? (Ógeðslega fyndið ef maður á í alvörunni kyrkislöngu).

Lag dagsins er "Swing on a star" úr Hudson Hawk.

Bíómynd dagsins er Hudson Hawk því hún er í sjónvarpinu.

Hvítvín dagsins er tóma flaskan á borðinu.

Stafsetningarvilla dagsins er Hluk. Eða 7pu. Þú mátt ráða. Báðir grænir.

Bless. Farinn að sofa.

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eða spirte líka grænt.

Bryn.

1:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gars er líka grænt... híhíhíhí.

2:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Farmsóknarflokkurinn.

Orgelið

4:00 PM  
Anonymous smm said...

Svo eru til svona æðislega skemmtilegar framburðarvillur sem mér finnst jafnvel oft meira svona.... jah.... hipp að nota.... ef maður vill slá um sig í húmor :)

td. Singaló (eða Sinalco ef einhver man eftir þeim frábæra drykk)

Eins.... biður ein ónefnd vinkona mín alltaf um einn Tjúll á barnum..... þe. Thule.

og eitt í viðbót.... "ætlarðu að rétta mér kondítjúnerinn" þar sem "kondítjúner" útleggst sem hárnæring eða conditioner.

lifið heil.
kv.smm

4:54 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Inn-díssent Pro-ppósal (með áherzlurnar kyrfilega á fyrsta atkvæði orðsins eins og Íslendinga er siður).

5:37 PM  
Blogger Jimy Maack said...

garsið er gott þegar það er gærnt, en ég er hrifnastur af mraijauna

3:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er skárra en að nota afmetmaín.

1:09 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eða hass (ég víxlaði essunum, það fyrra er á eftir, sko).

1:10 PM  
Blogger Gauti said...

Srúhausar allri saman !

6:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ójá.

11:59 PM  

Post a Comment

<< Home