Wednesday, November 09, 2005

Hvín

Fjárfesti nýverið í nokkrum dvd-myndum, sem kemur dyggum lesendum varla mjög á óvart. Eitt af því sem rataði í bunkann var nýlegur konsert með Queen, hvar Paul Rodgers þenur raddböndin í stað Freddís. Fyrir þá sem eru illa að sér í poppsögunni þá er Paul Rodgers maðurinn sem söng upphaflega All Right now með félögum sínum í Free fyrir þremur áratugum síðan áður en þeir hættu og drápust svo einhverjir. Hann söng svo í Bad Company, sem átti þó nokkrum vinsældum að fagna. Paul þessi söng einmitt upphaflega lagið Feel like making love (Nú væri fínt að geraða) sem Kid Rock gaf út og stórskemmdi fyrir skemmstu.
Allavega, mér fannst alltæpt að þessi stórsveit kæmi saman án aðalsprautunnar Freddís, en þar sem ég hef lengi verið hrifinn af Rodgers fjárfesti ég í disknum.
Er skemmst frá að segja að Rodgers er fínn þó hann sé eilítið farinn að eldast, en ég náði vart uppí nasir mér af hneykslan þegar ég sá að John Deacon var ekki með! Sumsé, May og Taylor ásamt hrúgu af aðstoðarfólki og gömlum rokksöngvara úr annarri hljómsveit! Þetta var svo kallað Queen. Prógrammið samanstóð af nokkrum þekktustu Queen-slögurunum ásamt þeim helstu af ferli Rodgers. Bandið fínt og ekkert út á það að setja, en mér finnst samt ljótt að kalla þetta Queen.

Annars var bara gaman hjá Hemma, þó ég sé ekki vanur að koma mikið fram í sjónvarpi, hvað þá gítarlaus. Var svolítið (eða svomikið) eins og þorskur á þurru, en var í góðum félagsskap. Þið sjáið það bara þegar þátturinn verður sýndur í september 2019.
Hannes, trymbill Buffsins, átti ammæli og færði ég honum kort og pakka - pakka af Salem og kort af Istanbúl.

Græjufíknin er að bera mig ofurliði - nýbúinn að kaupa Vox (og átti annan fyrir) og þá langar mig í fleiri magnara, in-ear mónítor, stærra og betra hljóðkerfi, Taylor-kassagítar, gamlan Gibson og annan MusicMan rafgítar, betri iPod, fleiri míkrófóna, nýjan bíl og þrátt fyrir að eiga rándýran heddfón langar mig í annan sem er öðruvísi. Ég heppinn að þetta er allt meira og minna frádráttarbært til skatts.

Ég þori sko ekki að fá mér Vísakort núna.

Sá þátt af Sex and the city um daginn og dauðskammast mín fyrir að segja að ég hló eins og muða. Segið engum frá því.

Tókuð þið eftir að ég skammaðist ekkert út í neinn pólítíkus í þessum pistli?

1 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Ég var einmitt að spá í hvar pólitíkur-röflið væri. Er ekki fínt að spara það aðeins og koma svo sterkur inn? ;)

9:49 PM  

Post a Comment

<< Home