Monday, November 07, 2005

Jamm...

Ég var að spila á Dubliner og það var gaman. Garðar Garðars kom sem kallaður, eina ferðina enn, akkúrat þegar strákurinn þurfti að fara á klóið, og tók nokkur lög. Stebbi frændi frá Akureyri mætti, vel í glasi, og var það fínt.
Ég var hinsvegar á bílnum svo kaffi og sígó voru mín eiturlyf. Tek fram að ég reyki ekki dagsdaglega, en þegar maður er edrú að spila verður maður að gera eitthvað. Voðalega er fínt að koma heim, kerla og krakki sofnuð svo ég kveikti á imbanum og stillti á VH1 og opnaði bjórdós. Duran á skjánum og lífið er yndislegt.

Í pásunni kom karl nokkur sem er fastakúnni á Dubliner og sagði að hann sæi nú lengra en flestir og tjáði mér að mér liði ekki vel,ég hefði áhyggjur og ætti að slaka á og blabla. Mér hefur aldrei á ævi minni liðið betur en nú. Aldrei haft minni áhyggjur. Aldrei staðið betur á andlega, fjármálin í lagi, kominn með fjölvarpið, konan og börnin í fíling, sáttur við Guð og menn, bíllinn kominn í lag... svo var að skiptast af Duran yfir á Bob Marley á skjánum! Líf mitt er dásemd og ógreiddir reikningar sárafáir ef nokkrir. Þessir sjáendur mega bíta í punginn á sér. Eins og Stebbi Stuð sagði eitt sinn þá hef ég ekki verið í svona góðum fíling í átta ár!

Er að fara að keppa í Það var lagið með Hemma Gunn á þriðjudaginn. Það verður vonandi gaman. Voðalega eru þeir uppiskroppa með poppara ef þeir þurfa að kalla til trúbadorinn geðþekka. En það verður gaman. Gaman eins og líf mitt er núna.
Best að klára Thule-inn og fara að sofa... eða fá sér annan og horfa aðeins lengur á VH1.

Bið að heilsa og vona að ykkur líði jafn vel og mér.

Guð blessi ykkur og mig.

8 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Guð hvað ég skil þig með svona drukkið lið sem þykist sjá í gegnum mann og ætlar að veita ráð. Farið heim til ykkar!

Gaman að þú skulir fara í Hemma þáttinn. Fæ mér Stöð 2 núna.

Orgelið

3:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

viltu láta mig vita þegar þú kemur í þættinum ég vil alls ekki missa af því.
Gott að þér líður vel, ég er ekki frá því að það láti mér líða vel líka.....annars líður mér yfirleitt vel.... sem er gott....já ég held að mér hafi hreinlega liðið vel síðastliðin átta ár....með smá pásum....???

Bryn.

9:20 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

en hvað með bara að einkavæða alla leikskólana. Þá gæti allir bankastjórnarir sent börnin sín í leikskóla úr marmara og hinir bara í þessa venjulegu. Örugglega svolítið dýrt per barn held ég, en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín??
Ég þekkti stelpu sem sagði alltaf: "hvernig líður þér?" og ef ég sagði "bara vel!!" þá sagði... "nei Stefán, HVERNIG líður þér??" og horfði svona á mig með viðbjóðslegum meðaumkunarsvip. Hún var einmitt svona "sjáandi".. öööhhh.. fæ alveg hroll..!

11:26 PM  
Anonymous kiddi said...

alveg er ég bit. Hefði getað svarið að þú værir í volæðiskasti og þunglyndi. Þér stekkur ekki bros þegar maður hittir þig og steinheldur kjafti. alltaf í fílu og rífandi kjaft. Er ekki kominn tími til að leita sér hjálpar bara?

svona nú Ingvar, reyndu að vera hress!

10:05 AM  
Blogger Gauti said...

Það verður einhver að taka þetta upp fyrir mig . . plís . . ég missi af öllu . . . (snökt)

6:15 PM  
Anonymous Gústi Bé said...

Sígó?????
Ingvar minn farðu ekki að fá þér smók á fullorðinsaldri.
Til hamingju með Hemma þáttinn, kem örugglega ekki til með að sjá hann, er ekki með Stöð 2.

Já, Hvað ætli sé að þessari brogarstjórn. Borgin auglýsir villt og galið í blöðunum eftir starfsfólki, ekki er samt talað um að launin séu að hlækka, heldur er bara talað um skemmtileg störf sem móta framtíðina (börnin okkar).

10:57 PM  
Anonymous Gústi Bé said...

Launin séu að HÆKKA ekki HLÆKKA

10:58 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Stebbi - það er ekkert að því að einkavæða leikskólana. Einkareknir leikskólar eru yfirleitt á svipuðu verði og þeir sem reknir eru af borginni, bara betur reknir (til dæmis opnir þegar þeir eiga að vera það).
Best væri þó að mínu mati að borgin ræki einhverja og einkaaðilar aðra til að hafa fjölbreytni.
Gústi Bjé, góður punktur - borgin gæti örugglega ráðið nokkra leikskólakennara í fullt djobb - og fækkað þar með þeim dögum sem leikskólum er lokað - ef þeir eyddu færri krónum í auglýsingar, svo ekki sé talað um þær auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að drepa á bílnum og fara fleiri en eitt í bíl (carpúla) og svoleiðis - gott málefni en við Íslendingar förum ekki saman í bíl. Ég held að það sé fast í þjóðarvitundinni að hver verður að stýra því ökutæki sem hann situr í og helst keyra sem mest.
Lifi Ísland!

10:42 PM  

Post a Comment

<< Home