Thursday, November 10, 2005

Kitl

Ég hef verið kitlaður og á því að rita niður fimm hluti sem fara í mínar fínustu.

Hvað er það sem gerir mig skapvondan og úrillan?

1. Fólk sem talar ljóta íslensku. Ég þoli ekki að í landi þar sem allir fá grunnskólamenntun og flestir einhverja framhaldsskólamenntun sé til fólk sem getur ekki drullast til að tala ögn betri íslensku en flóttamenn sem hafa verið hér í tvö ár. "Ég viddl" og "mér langar"... aaaaargh!

2. Ólöglegt niðurhal - ef þig langar í myndina eða plötuna þá fæst hún örugglega í verslun í nágrenninu. Ég á yfir þúsund myndir á VHS og DVD - ekkert ólöglega fengið sem ég man eftir. Oft hefur maður heyrt "en þetta er svo dýrt!" - þá hefur viðkomandi ekki efni á því. Ég hef ekki efni á Hömmer en ég fer samt ekki út og stel honum!

3. Yoko og öll hennar tilvist. Sjá fyrri pistla.

4. Popparar með skítugt hár - hafa Singapore Sling, Leaves, Pearl Jam og Nirvana virkilega ekki efni á hársápu og næringu?

5. Pizza 67 - þeir setja áleggið fyrst og ostinn svo ofaná svo áleggið sýður undir ostinum. Viðbjóður. Svo ekki sé talað um Dominos sem eru ábyrgir fyrir klósettpappírskostnaði all-talsverðum á mínu heimili.

Nú ætla ég að fara að horfa á Stranglers-tónleika sem Jakob Smári lánaði mér. Það verður gaman. Ég nefnilega man Stranglers-tónleikana sem ég fór á í fyrra ekki alveg nógu vel.

6 Comments:

Blogger heida said...

hey þú átt svo að kitla fimm aðra...

7:11 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

ég átti í svo miklum vandræðum með mig í búðinni um daginn. Það kom unglingur ásamt pabba sínum með gítar sem þurfti smá aðhlynningar við. Strákur sagði hann skrölta á öðru freti. FRETI!!! Ok - það er eitt að tala ensku og kalla þetta "fret", það er asnalegt en maður skilur það. En Fret!! Ég sagði þegar ég var búinn að fatta hvern djöfulinn hann var að meina "aahh! á öðru þverbandi!!". Reyna að láta strák alltént heyra hvað þetta helv. heitir. Svo komu einhverjar umræður, gítarinn reyndist þurfa á "truss rod" stillingu að halda þar sem hálsinn hafði eitthvað breytt sér. Ég sagði eitthvað um að raka og hitasveiflur gætu haft þessu áhrif og piltur spurði þá "hvort þetta gæti verið útafþví að hann frosnaði". Ég var næstum því búinn að berja pabba hans. Búinn að hafa óratíma til að ala strákorminn upp og með þessum líka árangri! Hann var varla talandi!

10:14 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Heyr, húðstrý.. húðstrsrt.... erh... flengjum fólk tala vont íslensk já!!!

Ég er hjartanlega sammála, og Jón, ég hefði lamið pabbans!!!

10:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

yeah sure right íslenzka er geggt cool language marrh omg skohh totally

4:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hey, Jón! Þetta heitir ekki gítar heldur hljómgígja. Rafurmagnshljómgígja.

2:23 PM  
Blogger Gauti said...

hei . . ekki snerta . . etter rafmagns !

7:54 PM  

Post a Comment

<< Home