Friday, November 18, 2005

Nú, jæja

Það er í alvörunni útvarpsþáttur sem heitir "Vaknað með Valdísi" og er í umsjón Valdísar Gunnarsdóttur.

Ef ég einhverntíma vakna með henni er aldeilis kominn tími á að skella sér í meðferð.

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

GMP Marks Century
Games event organizer Games Media Properties hosted its 100th show this past weekend in San Luis Obispo, CA with its mtvU Gamers Ball.
Find out how to buy and sell anything, like things related to road construction of pa on interest free credit and pay back whenever you want! Exchange FREE ads on any topic, like road construction of pa!

8:46 PM  
Blogger Pippi said...

Híhí. Hverjum vildi maður vakna síst hjá af íslensku fjölmiðlafólki ? Sennilega annaðhvort Páll Magnússon eða Gestur Einar.

9:04 PM  
Blogger DonPedro said...

híhí nei, Valdís er hræðileg. ég mun aldrei sofa aftur...

9:50 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Gæti ímyndað mér að það væri talsvert sjokk að vakna við hlið Guðna Más Henningssonar.... vil samt ekkert vakna með hValdísi heldur

7:10 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Af fjölmiðlafólki yrði mín martröð að vakna hjá einhverjum í þróttafréttamanni. Þeir eru hver öðrum ljótari.

Gestur Einar er alltaf pínu sexý...á pabbalegan hátt, Páll Magnússon líka.

9:14 AM  
Blogger DonPedro said...

"Sexí á pabbalegan hátt" er scary setning.

10:51 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er líka hægt að vera smekklega ljótur, sem er frasi sem mamma mín notaði um Freddy Mercury.
Einnig sagði vinkona mín eitt sinn um Leonardo DiCaprio að hann væri aulalega sexí. Skrýtið.

Annars er eini fjölmiðlamaðurinn sem ég man eftir að hafa vaknað með Freyr Eyjólfsson. Við vöknuðum eitt sinn saman á sófa heima hjá Pétri Erni á HVerfisgötunni fyrir rúmum tíu vetrum síðan. Ber að taka fram að við vorum báðir alklæddir. Ekki allsgáðir samt.

Svo er gott að minnast þess að Páll Óskar starfar við fjölmiðla. Ég vil síst vakna með honum, þó hann sé stundum skemmtilegur.

11:34 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Ég er svo scary :)

12:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Pabbi hans Péturs vinnur hjá úbartinu, mamma hans Péturs hefur ósjaldan vaknað við hliðina á honum, henni hlítur að finnast hann þá pabbalega sexí þar sem hann er pabbi, pabbi hans pippa pylzu.......eða hvað?

Menn í úbartinu er oft á tíðum með þægilegar raddir svo það er kanski ekki úr vegi að vakna við hliðina á þeim mörgum ef maður bara ekki opnar augun og passar sig að vera ekki að gera neitt meira en að vakna.....en þá er kanski alveg eins gott að hafa þá bara í útvarpsvekjaranum ??

Bryn.

11:08 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Skemmtilegar pælingar hjá Bryn. :)

12:23 PM  
Blogger Gauti said...

Ég hugsa að Bjarni Fel væri mín martraðar uppvakning . . íslessk krassbirna og allt það . . .
Vaknaðu með uppvakningnum Bjarna Fel !

7:01 PM  

Post a Comment

<< Home