Friday, November 25, 2005

Pönk og gleði

Má til með að minnast á pönkþáttinn sem ég sá hálfan í sjónvarpinu nýlega. Þar komu fram nokkrir hlutir sem ég vissi ekki, t.d. að tímaritið Punk var bandarískt en ekki enskt, eins og ég hafði alltaf haldið. Svo kom greinilega fram í viðtölunum við Henry Rollins að hann er skemmtilegur kall, sem ég vissi ekki fyrir. Í viðtölunum við Jello Biafra, forsprakka Dead Kennedys, kom hinsvegar skýrt og greinilega fram að hann er með gáfur á við þriggja ára stúlkubarn með alvarlegan heilaskaða.
Sá kom hingað til lands fyrir einhverju síðan og hélt fyrirlestur á Gauknum um pólítík og gróðahyggju. Þar fór hann víst mikinn og skaut í allar áttir, en leyfði ekki fyrirspurnir úr sal eftir að hann var búinn að ljúka sér af.
Sá eina af ræðum hans skrifaða eitt sinn á einhverri netsíðunni og er óhætt að segja að rök hans og ræður halda hvorki vatni né vindum og öfgarnar eru slíkar að bæði Adolf Stalín og Jósep Hitler hefði dauðskammast sín.
Hafði einna mest gaman af því að hann talaði mikið um hvað Ameríkanar hugsuðu ekkert um neitt nema Ameríku. Þar var hann reyndar að tala um Bandaríkjamenn, ekki aðra Ameríkana - gaman að því hvað hann talaði nákvæmlega eins og fólkið em hann var að gagnrýna. Eníhjú, svo fór hann að rífast yfir því að stórfyrirtæki færði vinnuna frá Ameríku til Mexíkó (stórgott hjá honum, þar sem Mexíkó var einmitt í Ameríku síðast þegar ég gáði) og annara útlanda. Mér finnst einmitt stórgott hjá þessum stórfyrirtækjum að styrkja fátæku löndin með að færa framleiðsluna til þeirra, auk þess sem það er jú oft nauðsynlegt að lækka framleiðslukostnað til að vera samkeppnishæfur og fara ekki á hausinn. Svona Micheal Moore-pólítík fer voðalega í taugarnar á mér. Áfram stórgróðahyggja!

Annars var þessi pönkþáttur ágæt skemmtun og gaman að sjá viðtöl við fólk eins og Chrissie Hynde og fleiri, þó Henry Rollins hafi mér þótt skemmtilegastur þar sem hann drullaði yfir pönkara og sagði þá þröngsýnasta pakk í heimi. Má til gamans geta þess að Henry þessi Rollins hefur leikið í nokkrum bíómyndum, til dæmis Heat og Lost Highway. Gerir hinsvegar, líkt og Dead Kennedys, hundleiðinlega músík. Áfram Rollins!

Fjárfesti í Duran Duran tónleikum á dvd, þeim sömu og ég sá í góðra vina hópi í London í fyrra. Gaman að því, vegna þess að á dvd sá ég miklu betur. Sá þá reyndar ágætlega í höll Egils í sumar, fór mjög framarlega og alles. Svakastuð. Áfram Dúran!

Fjárfesti svo í þessum líka fína Takamine gítar nýverið. Konan vildi endilega að ég keypti einhvern ódýran gítar til að hafa heima og spila sveppinn í svefn, en þar sem ég spila ekki á ódýra gítara keypti ég Takamine - og svakafína útlitsgallaða tösku. Áfram Takamine!

Er hinsvegar að horfa á CSI-Tarantino-þáttinn með kerlu, eldri-svepp og mömmu minni. Áfram mamma!

12 Comments:

Anonymous Jökull litli frændi said...

Sæll. Þú segir að Dead Kennedys semji hundleiðinlega tónlist - Sem er kjaftæði!
Mofokka

-Jökull segir bless bless

11:41 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Rammheiðna kommabarn. Hefur ekki hundsvit á músík, enda staddur úti í sveit, langt frá allri siðmenningu! Dead Kennedys áttu eitt gott lag, too drunk to fuck og restin er sorp af verstu gráðu.
Stokkseyrarbakkavandræðaunglingur.

11:57 AM  
Anonymous Jökull litli frændi said...

Ég er ekki kommi. Ég er að reyna að kynna mér allt þetta dæmi og finna það sem hentar mér best og blablabla. Dead Kennedys eru frábærir. Takk fyrir mig, þinn uppáhaldsuppáhalds frændi

Jökull

12:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þú ert ágætur. Hvað sem Dead Kennedys líður, þá stend ég endalaust við að Jello Biafra, leiðtogi þeirra, er heiladauður hálfviti. Gæði hljómsveitarinnar mega liggja milli hluta, enda smekksatriði eins og annað í tónlist.

12:49 PM  
Anonymous Jökull litli frændi said...

Mér finnst bara Dead Kennedys semja góða tónlist og ekkert annað. Veit ekkert um þá. Sá ekki heldur pönk þáttinn. Enn ég ætla ekki að rífast neitt við þig þar sem þú myndir vinna í þeim rifrildum.

12:58 PM  
Anonymous kiddi said...

sá Henry Rollins með svona stand up eða eitthvað tala dæmi í svíþjóð einusinni. fyndinn gæji. og skemmtilegur.

1:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það sem mér líkaði best við Rollins var það að hann, sem pönkari, var að koma í spjall í heimildaþætti um pönkið sem slíkt og notaði tækifærið til að drulla yfir pönkið og pönkara. Til dæmis sagði hann, eins og satt er, að eftir að Sex Pistols lögðust af fór Johnny Rotten að gera miklu betri músík með P.I.L. og að pönkarar væru þröngsýnt pakk upp til hópa.
Hvað er meira pönk en að segja svona í pönkþætti?

4:16 PM  
Blogger Trausti said...

Áfram pönkþættir!

2:20 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Þessi pönkþáttur, var pródúsaður af Fremantle media, sem ég vissi ekki til að væru pönk..

Hvað Henry Rollins líður þá finnst mér hann alveg frábær að drulla yfir þröngsýnispakkið, aftur á móti get ég ekki verið fullkomlega sammála þér hvað varðar Jello, en hann er nú ekki alveg eins vitlaus og þú gefur í skyn, en hann talar reyndar eins og þriggja ára samkynhneigður kani með arfaleiðinlegan hreim (útlandi og sonum)

Dead Kennedys voru samt með mjög skemmtilega músík á tíðum og með mjög skemmtilegum húmor sbr lög eins og Chemical Warfare og Holiday in Kambodia.

Mér fannst samt skemmtilegast að sjá Thurston Moore minnast á að fólk virðist alveg hafa gleymt öllu sem gerðist á milli 1980 og 1990 í bandarískri neðanjarðarstefnu og tottað líkið hans Kurt hauslausa fram fyrir öll smekkleysismörk og algjörlega út fyrir allt velsæmi.

Ég mæli með því að fólk sem fílar Nirvana fari og framkvæmi munnmök á sjálfum sér til skiptis við Kurt og fari að gera eitthvað aðeins frumlegra heldur en "here we are now, blow our heads off" eða hvað það nú var sem hann var að syngja...

4:18 PM  
Blogger Litli Jökull said...

Ég er bara að minna þig á.
jokull92.blogspot.com

:)

10:05 PM  
Anonymous Elzti vinur þinn said...

P.I.L er snilld!
Bið að heilsa mömmu þinni...

-j

9:13 AM  
Anonymous þórður said...

Pil eru geðveikir....pistols líka...

5:45 PM  

Post a Comment

<< Home